Skýrsla Rannsóknarnefndar birt eftir 80 ár ?

Allt að 80 ára leynd yfir viðkvæmustu upplýsingunum í skýrslu Rannsóknarnefndar

althing2.jpgÞrátt fyrir fyrirheit stjórnmálamanna landsins í kjölfar bankahrunsins þess efnis að hrunið yrði rannsakað í kjölinn og allar upplýsingar yrðu upp á borðum er Alþingi mjög að draga úr allri upplýsingagjöf með nýjum lögum um Rannsóknarnefndina. Allra viðkvæmustu upplýsingarnar sem þar birtast munu ekki koma fyrir almenningssjónir fyrr en árið 2090.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Mun 80 ára leynd þannig hvíla yfir upplýsingum er Alþingi ákveður að sé of viðkvæmt fyrir almenningssjónir en í þann hóp falla meðal annars fjárhagsupplýsingar um fyrirtæki og einstaklinga sem hlut áttu að máli. Skulu slíkar upplýsingar verða dulkóðaðar og færðar til geymslu í Þjóðskjalasafninu. Verða þannig allra viðkvæmustu upplýsingarnar engum ljósar fyrr en árið 2090.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti þingsins, segir aldrei hafa staðið til að birta allar upplýsingar sem nefndin kemst yfir en segist gera ráð fyrir að nefndin sjálf muni gera opinber þau gögn er hún telur að eigi erindi til almennings. Skýrslan verði eins tæmandi og hægt hafi verið að gera hana á þeim tíma sem til stefnu var."En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsingar og ég geri ráð fyrir að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum."(eyjan.is)

-------------------------------------------------------------------------------------------------

Er líklegt að sátt muni ríkja um þessa afgreiðslu mála? Íslenska þjóðin hefur orðið fyrir algjöru efnahagslegu hruni af völdum innlendra afla sem fengu að leika lausum hala í 5-6 ár með þessum afleiðingum?

Fullveldi þjóðarinnar er jafnvel að ljúka- rúmlega 90 árum eftir að þjóðin fékk fullveldi meðal þjóðanna.

Í raun virðist framtíð fullveldisins velta á örlögum Icesave samningsins sem stjórnvöld ábyrgðust í nóvember árið 2008 . 

Verði þeir felldir er líklegt að við einangrumst hér norður í Atlantshafinu og verðum efnahagslega ósjálfstæð. 

Í kjölfar hrunsins var skipuð Rannsóknarnefnd Alþingis með það hlutverk að rannsaka til hlítar orsakir efnahagshrunsins.

Skýrsluna átti að birta 1 nóvember 2009 en var af einhverjum ástæðum frestað til 1 febrúar 2010.

Nú er Alþingi byrjað að gefa út að hitt og þetta verði ekki birt almenningi-þeim almenningi sem efnahagshrunið brýtur nú á með ofurþunga.

Verður þessi háttur Alþingis liðinn af þjóðinni ?  Á þjóðin ekki heimtingu á að sannleikurinn komi fram ?  Verður friður um þessa háttsemi Alþingis. 

Ég held ekki .

Reiðin vegna þeirra svívirðingar sem viðskipta og stjórnmálaöflin hafa leitt yfir þessa þjóð mun brjótast út. Þessi fyrirboði frá Alþingi er fyrsti blástur í þær glæður sem geta hæglega orðið að eldhafi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Þetta er ólíðandi og kallar á byltingu ef ekki verður breyting á.      Hvaða máli skiptir það fyrir heiðarlegt fólk að upplýsingar um fjármál þess og annað - (t.d. bólferðir!) birtist almenningi?     Ekki neinu máli sem jafna má til þjóðarhagsmuna - í versta falli gæti það kostað einhverja skilnaði!     Stjórnarskrá og lög virðast vera sniðin til að vernda stjórnvöld og glæpamenn fyrir þjóðinni.     Eru einhverjir viðskiptahagsmunir æðri þjóðarheill.     Það er viðurkennt að aðalmálið til að sætta þjóðina við orðinn hlut sé að ALLT - ALVEG ALLT SÉ UPPI Á BORÐUM,  ekki eftir 80-90 ár heldur NÚNA - STRAX!    

Það er sorglegt ef það þarf að fara að hvetja til vopnaðrar byltingar til að fá stjórnvöld til að viðurkenna að ALLT Á AÐ VERA UPPI Á BORÐUM!

Kveðja,

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson, 2.12.2009 kl. 01:24

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Eldhaf verður það ef þesssari ákvörðun verður ekki snúið við og allt kemur upp á borðið.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.12.2009 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband