27.6.2010 | 00:29
Eru ESB átakalínurnar að riðla flokkakerfinu ?
Óþarfi að sundra flokksmönnum
Innlent | mbl.is | 26.6.2010 | 20:32
Það var hart tekist á á landsfundi Sjálfstæðislokksins í dag, þegar málefni Evrópusambandsins báru á góma. Mikill hiti var í salnum þegar ályktun um Evrópusambandið var rædd og gengu ósáttir landsfundarmenn á dyr, þegar niðurstaða fundarins lá fyrir.
Lesa meira
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Hörð og afdráttarlaus samþykkt sem andstæðingar ESB aðildar innan Sjálfstæðisflokksins náðu fram á aukalandsfundi þeirra-markar tímamót hjá þessum flokki.
Ljóst er að ESB aðildarsinnar innan flokksins una ekki þessari niðurstöðu . Sjálfstæðisflokkuirnn er í uppnámi. Stofnun á nýjum miðju/hægri flokki er í uppsiglingu.
Hætt er við að þessi niðurstaða hafi mikil áhrif innan annara flokka. Ljóst er að innan allra fjórflokkanna eru átakalínur vegna ESB aðildar-þó minnstar hjá Samfylkingunni.
Niðurstaða nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga sýndi að fjórflokkurinn er í uppnámi .
Átakalínurnar í íslenskri pólitík snúast um ESB aðild . Baráttan er hafin.
Óþarfi að sundra flokksmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2010 | 14:05
"AMX - fuglahvísl" leggur Hönnu Birnu lífsreglurnar
Þetta má lesa á AMX fuglahvísl vefnum :
"Smáfuglarnir telja að Hanna Birna hafi misstigið sig alvarlega með þátttöku í vitleysisgangi vinstrimanna í Reykjavík. Hanna Birna á að standa fyrir utan vitleysuna og vera áfram málsvari ráðdeildar, festu og hugmynda um frjáls viðskipti og lága skatta. Hún á að vera fulltrúi kjósenda sinna en ekki kjósenda vinstrimanna. Það er það sem kjósendur hennar ætlast til enda jókst fylgi Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir tilkomu Besta flokksins"
Svona setja þeir fram Sjálfstæðismennirnir sem keyrðu þessa þjóð í efnahagslegt og siðferðilegt hrun.
Alvarlega ruglað fólk Sjálfstæðismenn-hinir gömlu
14.6.2010 | 16:56
Að einkavæða vatnsglasið
Nú liggja fyrir Alþingi " vatnalög frá árinu 2006" , en gildistöku þeirra var frestað þar til 1.júlí 2010.
Verði þau ekki felld úr gildi af Alþingi-þá öðlast þau þá þegar gildi.
Í áróðrinum fyrir þessum lögum hefur verið látið í veðri vaka að um smávægilegar breytingar sé að ræða frá gildandi lög sem sett voru árið 1923, en þau lög eru í raun samhljóða því sem gilt hefur um vatnsréttindi hér á landi frá upphafi Íslandsbyggðar.
En hvert er þá tilefni til breytinga á vatnalögunum ?
Jú það er það sama og með fiskveiðimálin að einkavæða auðlindina .Að sérhagsmunaaðilar eignist vatnsauðlind landsins.
Þetta þýðir að eigendur jarða geta eftir gildistöku laganna frá 2006 ráðstafað öllu því vatni sem er á þeirra jörðum bæði ofan og neðanjarðar.
Vatnið verður ekki lengur almenningseign-heldur séreign fárra.
Í heimi þar sem vatnsskortur fer ört vaxandi verður fljótlega hver lækjarspræna á Íslandi gulls í gildi.
Vatnsglasið úr læknum verður ekki lengur ókeypis eða öllum heimilt.
Virkjanakostir munu ennfremur ráðast af vilja og kröfum vatnseigenda til nýtingar. Hlutur almennings verður með öllu fyrir borð borinn.
Verði þessi vatnalög frá árinu 2006 látin taka gildi þá er það alveg ljóst að það mun marka upphaf að stríði sem gerir fiskveiðikvótabaráttuna að barnaleik.
Vatnsstríðið verður að þjóðarböli.
Nú reynir á meirihlutann á Alþingi að fella þessi vatnalög frá árinu 2006 úr gildi fyrir fullt og allt.
Nóg er efnahagslegt böl þessarar þjóðar þó sjálft lífsvatnið verði ekki frá henni tekið og afhent sérhagsmunaklíkum þessa lands.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2010 | 12:32
Að loknum kosningum-hreinsun flokkanna
Karl Th. vill að Dagur víki
Innlent | mbl.is | 31.5.2010 | 10:22
Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, telur að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, eigi að víkja og hleypa Hjálmari Sveinssyni, sem skipaði fjórða sætið á lista flokksins í Reykjavík, að. Þetta kemur fram í pistli Karls á vefnum Herðubreið. Karl er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Lesa meira
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Allt frá útkomu rannsóknarskýrslu Alþingis hafa verið háværar kröfur til fjórflokksins um að hreinsað yrði út innan flokkanna , einkum þeirra sem bersýnilega hefðu verið á launum auðmanna viðskiptalífsins í aðdraganda hrunsins.
Og þar með verið gerendur hrunsins. Ekki gætt almannahags við stjórnsýsluna.
Ef þessi mikilvæga hreinsun færi ekki fram fyrir vorkosningarnar- þá yrði ráðningin sem þeir fengju af hálfu kjósenda-hörð.
Nú hafa sveitastjórnarkosningarnar farið fram og hirtingin sem fjórflokkurinn fær ,er afgerandi.
Þeir eru rústir einar.
Þeir flokkanna sem nú taka til við að hreinsa út stjórnmálaliðið sem var við völd í aðdraganda hrunsins og endurmeta allt sitt starf í þágu lands og þjóðar-eiga von- hinir ekki.
Árangur Bestaflokksins er snilld hans við að sýna fjórflokkinn með spegli spésins , hroka hans ,firringingu og einangrunar frá almenningi.
Bestiflokkurinn er skilgetið afkvæmi Búsáhaldabyltingarinnar-kafli 2.
Fjórflokkurinn hefur svikið almenning um stjórnlagaþing og persónukjör-sem lofað var.
Nú er klárt að þær kröfur fá mjög aukið vægi og með þungri baráttu. Og varðandi stjórnlagaþing verða kröfurnar þær að þingmenn og ráðherrar eða varaskeifur þeirra - komi þar hvergi nærri.
Þjóðin á að fullgera sína framtíðar stjórnarskrá.
Fullvíst er að almenningur mun fylgjast grannt með þeirri hreinsun og endurskoðun sem liggur fyrir flokkunum á næstu dögum,vikum og mánuðum.
Það verður kosið á landsvísu síðar.
Þá lifa þeir af sem skilja skilaboð kosninganna af auðmýkt , með þjóðarhag í fyrirrúmi, og hreinsa allt illgresið út-þeir munu öðlast traust.
Karl Th. vill að Dagur víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2010 | 21:40
Atvinnubótavinna nútímans.
Stóru verkefnin skortir
Innlent | mbl.is | 25.5.2010 | 20:38
Ríkisstjórnin hefur vissulega verið að gera eitt og annað en það eru stóru verkefnin sem skipta höfuðmáli sem hafa ekki komist í framkvæmd, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, aðspurður um viðbrögð fjármálaráðherra við gagnrýni ASÍ á aðgerðaleysi stjórnvalda.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Eru þeir hjá Samtökum atvinnulífsins alveg ósjálfbjarga nema Ríkið standi fyrir stórfelldum atvinnuaukandi verkefnum ?
Hvar er hið margrómaða einkaframtak nú ?
Og ef ekki Ríkið- þá er þess krafist að lífeyrissjóðirnir leggi fram peninga ellilífeyrisþega til að standa fyrir verklegum framkvæmdum.
Aðalkröfurnar eru á að virkjanaframkvæmdir verði hafnar í stórum stíl. Þegar aðkomu lífeyrissjóðanna að þeim framkvæmdum er óskað af hálfu hins opinbera- þá er skellt í baklás hjá lífeyrissjóðunum. Verkefnin virðast ekki vera arðbær.
Það eru fyrst og fremst verktakar og verkfræðistofur sem knýja á með virkjanir. Það er dýr atvinnubótavinna. Vegaframkvæmdir eru sennilega miklu arðsamari svo og viðhald ýmiskonar hjá hinu opinbera. En slappleiki SA án aðkomu Ríkisins er sláandi.
Stóru verkefnin skortir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.5.2010 kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2010 | 20:58
Snarhækkar hitaveitan í Reykjanesbæ hjá Magma ?
Er ekki mjög líklegt að hitaveita til húshitunar snarhækki eftir kaup Kanadamannsins á HS orku ?
Magma verður með einokunaraðstöðu á heitu vatni og öllum jarðhita á Reykjanesskaga eftir kaupin.
Forstjórinn hefur lýst yfir mjög hækkuðu orkuverði til stóriðju. Fylgja heimilin í Reykjanesbæ ekki í kjölfarið ?
Óviðunandi að erlent fyrirtæki eignist HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2010 | 13:39
Auðlindir Íslands í hendur útlendinga
Ræddu við lífeyrissjóði
Innlent | mbl.is | 17.5.2010 | 10:51
Forsvarsmenn Magma Energy ræddu við lífeyrissjóði um að taka þátt í fjárfestingunni í HS Orku. Heildarfjárfesting Magma í HS Orku nemur nú um 32 milljörðum króna.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þessi gerningur að selja Hitaveitu Suðurnesja til þessa erlenda skúffufyrirtækis - er hörmulegur. Allur nýtngaréttur á jarðhita á Reykjanesskaganum er kominn í erlendar hendur.
Þetta er nákvæmlega sami gerningur á átti að eiga sér stað með Orkuveitu Reykjavíkur í hinu svokallaða REI máli. Þeim gerningi tókst að afstýra á elleftu stundu. Sami aðili ,Geysir Green , er nú gerandinn í auðlindasölunni til Magma skúffufyrirtækisins.
Samningurinn nú er til 45 ára og væntanlega framlengjanlegur um annað eins eða að lágmarki 90 ár. Þann tíma hafa Íslendingar ekkert með orkuna á Reykjanesi að gera. Allur arður af vinnslunni fer úr landi. Heyrst hefur að greiðslan séu 32 milljaraðar ,greitt með kúluláni og tryggt í bréfunum sjálfum.
Sem sagt gamla útrásargernings-ómyndin. Þau lög sem Sjálfstæðisflokkur og Samfylking settu varðandi eignarhald þjóðarinnar á jarðhitanum eru lítilsvirði. Með þessum gerningi hjá Hitaveitu Suðurnesja er farið gróflega kringum þau lög. Auðlindinni afsalað úr landi.
Og þessi náungi hjá Magma ætlaði ennfremur að læða krumlunni í lífeyrissjóðina til fjármögnunnar á kaupunum- sem betur fer var því hafnað.
Ef einhver dugur er eftir á Alþingi ber því að setja lög nú þegar sem koma í veg fyrir svona hörumulega gjörninga.
Þetta er svartur dagur fyrir íslenska þjóð.
Ræddu við lífeyrissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2010 | 20:14
Blairismi ríkisstjórnarinnar gagnvart velferðinni.
Velferðarþjónustan skorin niður
Innlent | mbl.is | 14.5.2010 | 19:06
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir óhjákvæmilegt að fækka starsfmönnum í velferðarkerfinu og skera niður í almannatryggingakerfinu til að ná fram þeirri 40 milljarða króna hagræðingu í ríkisrekstrinum sem nauðsynleg sé. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Lesa meira
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Já enn skal höggva.
Við myndun núverandi ríkisstjórnar var fyrsta verk félagsmálaráðherra í starfi að skera niður kjör aldraða og öryrkja-myndarlega.
Og ennþá skal hoggið í sama knérunn.
Við setningu neyðarlaganna í upphafi hrunsins var hundruðum milljarða ísl kr. dælt inn á sparireikningana í bönkunum-sparifé landsmanna til verndar-frá skattgreiðendum
Síðan kom í ljós að fáein prósent sparifjáreigenda áttu meira en 90% af fjármagninu. Ekkert hefur verið hreyft við þessu fjármagni sem skattgreiðendur eru enn að verðbæta-aldraðir sem öryrkjar.
Og ennþá skal skera niður kjör aldraða og öryrkja. Ekkert fjármagn er sótt til auðmanna með sparifé uppá þúsundir milljarða.
Þessi ríkisstjórn er engin vinstristjórn í hinum venjulega skilningi hugtaksins.
Hún er miklu nær Blairsmanum - nýfrjálshyggjunni.
Þar er kenningin sú að vernda skuli auðmenn og hygla þeim í þeirri von að fáeinir brauðmolar falli af veisluborði þeirra niður til smælingjanna og haldi í þeim líftórunni.
Velferðarþjónustan skorin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.5.2010 | 12:18
Útrásar"auðmenn" á flótta -leiknum lokið
Nú er komið að leikslokum hjá þessu þjóðníðingaliði sem ruplað hefur og rænt hefur þjóðina á undan gengnum árum.
Sá þeirra sem stjórnaði stærsta bankanum er á flótta erlendis og er eftirlýstur af alþjóðalögreglunni fyrir fjársvik og skjalafals m.a. Nokkrir eru í einangrunargæslu á Litla Hrauni .
Stefna hefur verið birt í New York á hendur Baugs ,Fons og FL liðinu fyrir þjófnað að kr. 265 milljörðum frá Glitnibanka. Landsbankaliðið bíður uppgjörs.
Allt glæpamál.
Áður hafði þetta lið rænt sparisjóðunum,öllum helstu fyrirtækjum landsins og hreinsað þau öllum verðmætum og síðan skuldsett þau upp fyrir rjáfur.
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa verið tæmdir að 50-60 % og þar með er lífeyrir gamla fólksins kominn undir nauðþurftarmörk.
Skattlagning þjóðarinnar nokkra áratugi fram í tímann vegna gjörninga þessara manna- er staðreynd.
Þetta eru mestu ólánsmenn Íslandssögunnar.
Vitorðsmenn þessara ólánsmanna skipta hundruðum og eru af ýmsum menntagráðum.
Þjóðin er tausti rúin á alþjóðavettvangi.
En vinir hafa komið til hjálpar og ber þar hæst Evu Joly hinn norska lögmann sem starfar í Frakklandi. Margir fleiri erlendir þekkingar og reynslumenn á ýmsum sviðum hafa lagt okkur ómetanlegt lið við uppgjörið.
Embætti sérstaks saksóknara er bæði akkerið og drifkrafturinn í að einangra allt þetta íslenska glæpalið og færa það til ábyrgðar. Núverandi fjármálaeftirlit er nú mjög virkt.
Og þetta glæpalið sem svona hefur rústað þjóð sinni á þann kost einan ,vilji það öðlast endurnýjum lífdaga á Íslandi ,og sá kostur er að játa glæpi sína og skila þjóðinni öllum þeim fjármunum sem þeir hafa stolið og komið fyrir í skjólum þagnarinnar erlendis svo og eignum sem keypt hafa verið fyrir þýfið.
Ef ekki- verður líf þessa fólks - líf hins eilífa flóttamans- til æviloka. Fyrirlitið.
Síðan er uppgjörið við stjórnmálaöflin -styrkþegaliðið sem gerði þessu glæpaliði myrkraverk sín möguleg. Það uppgjör verður að fara fram-undanbragðalaust.
Fyrr verður ekki friður íþessu landinu.
Jón Ásgeir segir sig úr stjórn House of Fraser | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2010 | 14:16
Skattlagabrot í vernduðu umhverfi
Geta greitt sekt en borga ekki
Innlent | mbl.is | 10.5.2010 | 11:16
Mikill meirihluti þeirra sem dæmdir eru í sekt vegna skattalagabrota eða svokallaðra hvítflibbabrota greiða aldrei sektina heldur gera hana upp með samfélagsþjónustu. Ríkisendurskoðun segir að sterkur grunur sé um að menn sem gátu greitt sekt hafi komist hjá því að greiða með samfélagsþjónustu.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Það er sama hvar borið er niður í laga og regluverkinu sem myndaðist í aðdraganda hrunsins.
Hvítflibbaglæpirnir m.a í formi skattsvika eru með þeim hætti að viðkomandi kemst upp með að greiða enga sekt.
Svokölluð samfélagsþjónusta er látin taka skellinn og engar fjársektir eru greiddar- þó viðkomandi sé ríflegur borgunaraðili fyrir sektinni.
Afnám laga og reglna í viðskiptalífinu virðist hafa verið orðið algert fyrir auðliðið.
Það er rétt sem fv. ritstjóri Morgunblaðsins segir : Þetta var orðið ógeðslegt þjóðfélag.
Stjórnvöld hafa verk að vinna að snúa ofanaf lög og regluleysinu í þjóðfélaginu.
Geta greitt sekt en borga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2010 | 09:14
Verkalýðsforingi yfir Sparisjóði og lífeyrissjóði
Sat beggja vegna borðs
Kristján telur ekki óeðlilegt að hann hafi setið beggja vegna borðs og varar við nornaveiðum.
Innlent 08:40 3. maí 2010Verkalýðsforkólfurinn Kristján Gunnarsson var stjórnarformaður Sparisjóðs Keflavíkur þegar hann féll. Lífeyrissjóðurinn Festa tapaði á annan milljarð króna vegna gjaldþrotsins. Kristján telur ekki óeðlilegt að hann hafi setið beggja vegna borðs og varar við nornaveiðum.
Ég hef verið lengi í stjórnum báðum megin. Á síðasta ári var ég stjórnarformaður Sparisjóðs Keflavíkur en ekki stjórnarformaður lífeyrissjóðsins. Ég vék af fundi eða boðaði varamann fyrir mig í stjórn lífeyrissjóðsins þegar rætt var um málefni sparisjóðsins. Það virðist ríkja misskilningur um þetta atriði," segir Kristján. Hann segir leitt fyrir alla hvernig hafi farið fyrir sparisjóðnum en hann stýrði honum síðasta starfsárið. (DV 03.05.2010)
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Það er alveg ótrúlegt að lesa um þessa spillingu Kristjáns Gunnarssonar , verkalýðsforkólfs , stjórnarformanns Sparisjóðs Keflavíkur og stjórnarformanns lífeyrissjóðsins Festi.
Og hann skýlir sig á bak við að allt hafi þetta nú verið löglegt.
Hin merku orð Vilmundar heitins Gylfasonar eiga hér vel við "Löglegt en siðlaust "
Nú er þessi Sparisjóður Keflavíkur gjaldþrota og ríkissjóður hefur yfirtekið líkið.
Og lífeyrissjóðurinn Festi tapaði 1,6 milljörðum á viðskiptum formanns Sparisjóðs Keflavíkur við stjórnarformann lífeyrissjóðsins Festa- en það er einn og sami maðurinn.
Hann færði sig aðeins milli stóla vegna viðskiptanna.
Þetta er þvílíkt hneyksli að þessi maður ,,Kristján Gunnarsson á nú þegar að segja sig frá öllum embættum .
Rannsókn á þessu máli á að hefjast strax sem og öllu almennu lífeyriskerfi landsmanna.
Ekkert traust er lengur á stjórnum lífeyrissjóða landsmanna- eftir Hrun.
30.4.2010 | 22:08
Gagnaver rís í Hafnarfirði
Gagnaver fær lóð í Firðinum
Innlent | mbl.is | 30.4.2010 | 21:07
Undirrituð var í gær undirrituð viljayfirlýsing á milli Hafnarfjarðarbæjar og Titan Global ehf. um úthlutun lóðar vegna uppbyggingar gagnavers í Hafnarfirði. Fyrirhugað gagnaver verður allt að 40 þúsund fermetrar að stærð.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þetta eru góðar fréttir fyrir Hafnarfjörð og raunar þjóðina alla.
Það er skemmtileg tilviljun að í Hafnarfirði hófst fyrsta stóriðjan á Íslandi með byggingu Ísal álversins í Straumsvík sem tók til starfa árið 1969 og hefur verið Hafnarfirði farsælt alla tíð.
Og nú 41 ári síðar er enn brotið blað, nýr orkukaupandi á allt öðru svið enn áður , gagnaver fyrir hátækniðnað á sviði netmiðlunar rís í Hafnarfirði
Hafnarfjörður er vel að þessu kominn.
Og nú eru orkueggin okkar að fara í fleiri körfur en hina einhæfu álkörfu. Það er til eitthvað annað en álframleiðsla þó góð sé með öðru.
Þetta er fagnaðar efni.
Gagnaver fær lóð í Firðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2010 | 07:21
Tvær lífeyrisþjóðir í landinu
LSR hækkar lífeyri
Innlent | Morgunblaðið | 29.4.2010 | 5:30
Á sama tíma og lífeyrissjóðir eru almennt að taka ákvörðun um lækkun á lífeyrisgreiðslum hækka lífeyrisgreiðslur sem Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins greiðir til sinna sjóðsfélaga.
Lesa meira
Þetta er alveg ótrúlegt ranglæti.
Almennir lífeyrirþegar búa við stórfellda skerðingu á lífeyri en lífeyrisþegar ríkis og bæja tapa engu- þvert á mót eru fullar verðbætur að auki á þeirra lífeyri.
Og skattgreiðendur borga með fallandi tekjum.
Þetta er gríðarlegt þjóðfélagslegt óréttlæti sem verður að leiðrétta.
LSR hækkar lífeyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2010 | 09:26
Stórfelldar skerðingar á lífeyri aldraða
Nú eru hinir almennu lífeyrissjóðir launþega á almennum vinnumarkaði að tilkynna um stórfelldar lækkanir á lífeyri til aldraða eða um 16,5 % en það bætist við áður komnar lækkanir um 10 % .Þannig að nú eftir fjárglæfrasukkið hefur lífeyrir hins almenna launþega lækkað um 26,5 % frá hruni.
Lífeyrissjóðakerfi almennings á Íslandi er afar frumstætt. Launþegar greiða um 11% af launum sínu í þessa sjóði.
Og sömu launþegar eiga þessa sjóði að sjálfsögðu.
En málum hefur verið þannig komið fyrir að atvinnurekendur eru jafngildir við stjórnun sjóðanna og eigandinn- sjálfur launþeginn. Reynslan hefur sýnt að fjárfestingabrask atvinnurekenda ( fjármálamógúla) hefur raðið för í fjármálabólunni.
Þvi eru þessir sjóðir almennings rúnir og ruplaðir nú.
Lífeyrisgreiðslur til aldraða hríðfalla
Einnig eru þessir sjóðir notaðir sem einskonar viðbótar Tryggingastofnun til hliðar við þá ríkisreknu þ,e sjóðfélagar greiða félögum sínum lífeyri veikist þeir fyrir töku ellilauna.
Síðan er annar lífeyrissjóður í landinu og sá stærsti. Það er lífeyrissjóður starfsmanna ríkis og bæja. Þar eru kjörin öll önnur . Engin fjármálaáhætta er þar fyrir sjóðsfélaga sama á hverju gengur. Ríkissjóður gulltryggir öll kjör þessara sjóðfélaga .
Og hverjir borga það ?
Jú skattgreiðendur m.a almennir lífeyrisþegar- með lægri lífeyri.
Réttlæti þessa þjóðfélags eru lítil takmörk sett.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2010 | 17:13
Björgvin G. Sigurðsson víkur af þingi.
Björgvin víkur af þingi
Innlent | mbl.is | 15.4.2010 | 16:49
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að víkja tímabundið af þingi. Hann telur að vera sín á þingi geti truflað þá vinnu sem þingið er að sinna í framhaldi af birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi.
Lesa meira
---------------------------------------
Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður sýnir hér óvenjulegan kjark og hreinskiptni .
Hann gefur með þessu fordæmi sem margir aðrir eiga að taka til fyrirmyndar.
Björgvin G. Sigurðsson er í raun sá eini sem hefur axlað ábyrgð gagnvart þjóðinni .
Hann sagði af sér ráðherradómi í kjölfar hrunsins.
Og nú tekur hann sér leyfi frá þingstörfum til að gefa þingnefndinni sem fjallar um ráðherraábyrgð aukið starfsrými.
Nú bíðum við þess að allir stóru styrkþegar bankanna sem nú sitja á þingi- standi upp og yfirgefi þingsal.... þeirra tími er kominn.
Björgvin víkur af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2010 kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2010 | 17:30
Stórefla skattrannsóknir í framhaldi rannsóknarskýrslu.
Stórefla á skattrannsóknir
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Það á að stórefla þátt skattrannsóknarstjóra í kjölfar útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og það mun ekki standa á fjármunum þegar sérstakur saksóknari og settur saksóknari meta fjárþörf á sama tíma. Þetta sagði fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Forsætis- og fjármálaráðherra ræddu við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem rannsóknarskýrslan var til umfjöllunar. Ljóst er að efla þarf ýmis embætti á næstu misserum svo þau séu í stakk búin til að taka á þeim fjölmörgu verkefnum sem við blasi. Það á meðal annars við um embætti sérstaks og setts saksóknara. Steingrímur segir að búast megi við því að starfsemin verði umfangsmikil sem muni kosta umtalsverða fjármuni.
Sagði Steingrímur J. Sigfússon. Það sama á við um embætti skattrannsóknarstjóra. Hann segist binda miklar vonir við skattarannsóknarþátt þessara mála. Ríkasti þáttur þeirra rannsókna verði sennilega kyrrsetning eigna. Búið sé að ákveða að stórefla slíkar rannsóknir með því að bæta við 20 starfsmönnum í skattarannsóknir og aðgerðir á sviði skattamála á næstu vikum og mánuðum. Sá þáttur gæti í sumum tilfellum verið fyrr á ferðinni en sakarþátturinn sjálfur.(RÚV)
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þessi rannsóknarskýrsla hefur komið öllum í opna skjöldu.
Hún reyndist vera afburðavel og vandlega unnin.
Það eitt gerir hana að miklum veðmætum til framtíðar. Hún kemur til með að verða að fræðiriti um áratugi....
Stjórnvöld eru nú þegar byrjuð að efla skattrannsóknir á grundvelli hennar og margt fleira er í farvatninu.
Og það verður erfitt að gagnrýna tilvitnun í skýrsluna- fortíðin talar-skýrt...
Ljóst er að rannsóknarskýrslan er þegar orðin mikilvægur þáttur í endurreisn efnahags og siðmenningar Íslands .
9.4.2010 | 08:16
Lán frá ASG tefjast enn vegna Icesave
Íslandslán ekki á dagskrá AGS
Innlent | mbl.is | 9.4.2010 | 6:33
ABC Nyheter kveðst hafa fengið það staðfest í höfðustöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í Washington að afgreiðsla láns til Íslands sé alls ekki á dagskrá stjórnar AGS. Sagt er að Bretar, Hollendingar og fulltrúi Norðurlanda og Eystrasaltslanda krefjist þess að fyrst verði að semja um Icesave.
Lesa meira
------------------------------------------------------------------------------------------
Þetta eru slæmar fréttir fyrir okkur Íslendinga.
Icesave deilan er ennþá sá þröskuldur sem fyrr. Þetta eru mjög slæmar fréttir.
Endurreisn Íslands tefst um ófyrirsjánlegan tíma.
Atvinnuleysi eykst og lífskjör þjóðarinnar rýrna.
Þjóðaratkvæðagreiðslan með einu stóru NEI sem átti að breyta áliti heimsins okkur í vil, gagnvart kröfum Breta og Hollendinga vegna ICESAVE-lætur á sér standa.
Í raun er allt málið í helfrosti eftir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.
Lítið heyrist frá Framsóknarflokki og undirdeild hans InDefence hópnum sem mikla ábyrgð bera á núverandi ástandi.
Forseti Íslands virðist horfinn og heimspressan hefur misst áhugann á okkur.
Við erum einagruð.
Íslandslán ekki á dagskrá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2010 | 11:15
Icesave-málið komið í frost- lánshæfismat lækkar
Steingrímur segir að það sé oftúlkun að Bretar og Hollendingar hefðu fallið frá einhliða fyrirvörum fyrir viðræðum. Mynd DV.
Engir fundir eru fyrirhugaðir milli annarsvegar Íslands og hinsvegar Bretlands og Hollands til lausnar Icesave-deilunni. Eru það fyrirhugaðar kosningar bæði í Bretlandi og Hollandi sem setja mönnum skorður en jafnvel er búist við því að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, rjúfi breska þingið í dag til að boða til kosninga í maí.
Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Guðmundi Árnasyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu sem jafnframt situr í samninganefnd Íslands, að menn hafi verið í samskiptum en engar ákvarðanir verið teknar. Býst hann við að það ráðist á allra næstu dögum hvort og þá hvenær af samningum verður.
Um helgina var greint frá því að Bretar og Hollendingar hefðu fallið frá einhliða fyrirvörum fyrir viðræðum. Í Fréttablaðinu segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að það sé oftúlkun á stöðunni. Í raun séu engar nýjar fréttir af málinu en hann vonast engu að síður til að enn sé svigrúm til samninga. (DV.is 12.apríl 2010)
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í boði forseta Íslands um ICESAVE málið var kominn samningsgrundvöllur fyrir 70 miljarða vaxta afslætti frá fyrra samkomulagi.
En því var hafnað af hálfu samninganefndar Íslands - einkum var það Sigmundur Davíð frá Framsókn sem hafnaði endregið þessum samningsdrögum.
Eftir fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu yrði vígstaða okkar öll önnur og betri-sagði Sigmundur. Vegna neitunarvalds í nefndinni réð þetta úrslitum.
Málið fór í þjóðaratkvæði og sá hluti þjóðarinnar sem kaus -sagði Nei og samnigsdrögum var hafnað.
Nú er allt í helfrosti í málinu. Bretar og Hollendinga tala ekki við okkur og ASG endurskoðun lánafyrirgreiðslu er í uppnámi.
Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað hæfismat Íslands til að takast á við skuldir sínar enn frekar úr stöðugu í neikvætt. Fyrirtækið segir erfiða lausafjárstöðu landsins helstu ástæðu þessa.
Engar virkjanaframkvæmdir eru mögulegar sem og aðrar framkvæmdir sem krefjast erlendra lána.
Það er allt helfrosið. Atvinnuleysi eykst og efnahagur þjóðarinnar sígur niður.
Það er mikil ábyrgð sem það fólk ber sem keyrði mál okkar í þjóðaratkvæðsgreiðslu með kröfum um að hafna þeim samkomulagsdrögum sem fyrir lágu.
Líklegt er að lausn ICESAVE málsins dragist fram á haustið með tilheyrandi skaða fyrir þjóðina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.3.2010 | 10:52
Samtök atvinnurekenda klofin af skötusel
Mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði
Innlent | mbl.is | 25.3.2010 | 9:18
Félag atvinnurekenda segist standa við gerða kjarasamninga þrátt fyrir breytingar á stjórn fiskveiða. Félagið telur mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði, og það sé mikilvægt að fjárfestingarverkefni, stór og smá, verði að veruleika. Til þess þarf ríkisstjórnin að skapa hvetjandi umgjörð.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Það hefur ekki farið mikið fyrir Félagi atvinnurekenda (FA) í umræðunni.
Samtök atvinnurekenda (SA) hafa ráðið umræðunni og ferðinni.
Þau samtök virðast vera undirdeild í LÍÚ sérhagsmunasamtökum um einokun á fiskveiðum við Íslandsstrendur. Einokun á sameign þjóðarinnar allrar.
Þessa armur í LíÚ hefur nú lýst stríði á hendur þjóðinni- vegna þeirra óskammfeilni réttkjörinna stjórnvalda að leyfa frjálsar veiðar á nokkru magni af skötusel.
LíÚ telur að með þeirri ósvinnu sé verið að taka verðmæti sem annars rynnu í þeirra eigin vasa.
Og SA undirdeildin í LíÚ hefur í kjölfarið sagt upp stöðuleikasáttmála sem verið hefur milli ASÍ og SA
Ekki virðist Félag atvinnurekenda hafa haft mikið um það mál að segja- allt skal lúta einokunnarvaldi LíÚ.
Mikilvægt er að þjóðin taki hið fyrsta þennan einokunar kaleik sem veiðiheimildirnar eru fyrir LÍÚ- frá þeim .
Fyrningaleið er gott fyrirkomulag.
Ljóst er að núverandi ástand gengur ekki.
Efna þarf til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið - strax í vor....
Mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2010 | 15:33
Icesave samningar í langri biðstöðu ?
Erfitt að hefja viðræður aftur
Innlent | mbl.is | 18.3.2010 | 13:54
Það hefur ekki reynst eins auðvelt að koma [Icesave-viðræðunum] af stað aftur og við höfðum vonað," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sem á eftir mun hitta aðila úr samninganefndinni til að fá nýjustu fréttur af stöðu mála.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Auðvitað erum við búin að glata besta tækifærinu sem við áttum til að knýja fram hagstæða samninga í Icesave málinu.
Fyrir "þjóðaratkvæðagreiðsluna" var tækifærið.
Nú er ekkert sem knýr á hjá Bretum og Hollendingum .
Íslendingar hafa misst allan kraft -sem við höfðum.
Nú bíða Bretar og Hollendingar bara rólegir - vitandi að okkur fer að verða fjár vant.
Atvinnulífið dregst saman ennþá meir á næstu mánuðum og efnahagslífið sömuleiðis.
Þessi tveir "stjórnmálaguttar" Sigmundur Davíð úr Framsókn og Bjarni Ben. úr Sjálfstæðisflokki eru að keyra þetta þjóðfélag í rúst.
Báðir hafa þeir haft neitunarvald við Icesave samningagerðina.
Verst af öllu er að vera ekki með ríkisstjórn sem getur klárað málið...
Erfitt að hefja viðræður aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)