Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.10.2009 | 22:24
Ruddaskapur við veiðiheimildir í sjávarútvegi ?
Frétt af mbl.is
Segir fyrningarleið ruddaskap
Innlent | mbl.is | 15.10.2009 | 20:59
Það er fullkominn ruddaskapur að tala um innköllun veiðiheimilda án þess að taka skuldir fyirtækjanna og einstaklinganna þar inn í. Þetta kom fram í máli Arthúrs Bogasonar formanns Landssambands smábátaeigenda í setningarávarpi á aðalfundi samtakanna í morgun.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------------------------------------------------
Hvaða hræðsla er þetta hjá formanni smábátaeigenda ?
Það er verið að ræða um að innkalla veiðiheimildirnar á 20 árum.
Og það á ekki að hætta að veiða fisk. Veiðiheimildum verður að sjálfsögðu úthlutað, en í nýju og breyttu fiskveiðikerfi.
En í stað þess að kaupa veiðiheimildir í því braskumhverfi sem nú viðgengst- verða heimildir boðnar upp á markaði. þar standa allir jafnt að vígi. Svona er þetta hugsað í megin dráttum.
Nú er starfandi starfshópur hagsmunaaðila á vegum Sjávarútvegsráðherra sem er að finna ásættanlegan grunn að breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
það er talað um mikla skuldsetningu í sjávarútvegi- víst er það sumstaðar.
Eitt fyrrum öflugt útgerðarfyrirtæki á Grundafirði varð gjaldþrota með 3 milljarða skuld vegna hlutabréfakaupa í fjármálabólunni- alls óviðkomandi útgerð.
Einn í Vestmannaeyjum er með gjaldfallna skuld upp á 65 milljarða vegna svipaðra mála- óviðkomandi útgerð.
Því miður braskið með veð í lifandi fiskinum í sjónum - sem er sameign íslensku þjóðarinnar- er ólíðandi.
Verulegur hluti aflaheimilda er nú veðsettur í banka í Luxembúrg- farinn úr landi.
Þetta fiskveiðistjórnunarkerfi sem við höfum búið við í 23 ár er ónýtt og hefur engu skilað varðandi fiskvernd-afli hefur hraðminnkað frá setningu þess.
Kominn tími á að breyta því.
Segir fyrningarleið ruddaskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2009 | 19:35
Verður ICESAVE skuldin 75 milljarðar ?
Frétt af mbl.is
90% upp í forgangskröfur
Viðskipti | mbl.is | 12.10.2009 | 18:16
Skrifað hefur verið undir samkomulag á milli íslenskra stjórnvalda, skilanefndar Landsbanka Íslands og Nýja Landsbankans (NBI) um uppgjör á eignum og skuldum vegna skiptingar bankans. Skilanefndin segir að gera megi ráð fyrir að tæplega 90% fáist upp í forgangskröfur í bú gamla Landsbankans.
Lesa meira
----------------------------------------------------------------------------------------------------
Samkvæmt þessu verður ICESAVE skuldin sem á almenning fellur um 75 milljarðar auk vaxta.
Á móti kemur að fyrsta afborgun er eftir 7 ár.
Vegna verðbólgu má gera ráð fyrir að raungildi skuldarinnar verði mun lægra.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir þá sem hafa haldið því fram með miklum áróðri að skuldin verði ekki undir 1000 milljörðum sem á Íslendinga falla.
En svona lítur þetta út.
Er ekki kominn tími til að alþingi fari að ljúka þessu máli þannig að við öðlumst virðingu alþjóðasamfélagsins og að allar lánalínurnar til okkar opnist.
Atvinnulífið komist í gang og unnt verði að snarlækka hér vexti.
Mál er að þvargi um ICESAVE klúðrið linni og gengið verði til samninga að hætti siðaðra þjóða... strax.
90% upp í forgangskröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2009 | 10:32
Ný störf á vegum NATO á Suðurnesjum
Frétt af mbl.is
Þjóna herjum NATO-ríkja
Innlent | Morgunblaðið | 12.10.2009 | 7:04
Viðræður standa yfir milli hollenska félagsins ECA og ÍAV Þjónustu, dótturfélags Íslenskra aðalverktaka, um að setja á stofn aðstöðu til að geyma og þjónusta flugvélar og þyrlur, sem ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) munu geta tekið á leigu fyrir æfingar.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Þetta eru frábærar fréttir, gangi mál eftir sem miklar líkur eru á.
Sannarlega gott fyrir Suðurnesjamenn að atvinnuumsvif á Keflavíkurflugvelli séu að færast í aukana. Hér er merkilegt sprotafyrirtæki að koma til landsins.
Takist vel til og orðsporið verði traust og gott- fylgir fleira í kjölfarið.
Sannarlega gott að heyra þetta nú þegar dökk ský hrannast upp varðandi Helguvíkuráformin. En komið hefur í ljós að næg orka er ekki í sjónmáli svo og fjármögnum bæði álversins og ekki síst OR eru í uppnámi.
Höfum við ekki horft of einangrað til stóriðju sem allsherjarlausnar í atvinnumálum ?
Er ekki heppilegra að atvinnulífið verði fjölbreitt og að sú orka sem við ráðum yfir verði nýtt til smærri en fleiri framleiðsluþátta en þeirrar einsleitni sem ráðið hefur ?
Við uppbyggingu álvera er kostnaður /starfsmann um 350 milljónir ísl kr eða meir. Nú verðum við að nýta fjármuni mjög vel- tími sóunar er liðinn.
Vonandi tekst vel til með þetta Nato-verkefni sem er í uppsiglingu á Suðurnesjum.
Þjóna herjum NATO-ríkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2009 | 13:00
Landráðabrigsl þingmanna Framsóknar ?
Frétt af mbl.is
Jóhanna beitti sér gegn láninu
Innlent | mbl.is | 10.10.2009 | 11:35
Ég hef heyrt að Jóhanna hefði sent Stoltenberg tölvupóst þar sem hún hefði sagt að förin okkar væri henni mjög óþægileg og því beðið forsætisráðherrann um svona bréf," segir Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um bréf forsætisráðherra Noregs til Jóhönnu Sigurðardóttur.
Lesa meira
Og meira:
Höskuldur Þór segir að ef rétt reynist hafi Jóhanna valdið íslensku þjóðinni miklum skaða með því að leggja stein í götu lánsins, en í bréfi Stoltenbergs kemur fram að um 90 milljarða króna umsamið lán sé skilyrt samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og að frekari lánagreiðsla frá Noregi sem geri samvinnu við sjóðinn óþarfa komi ekki til greina.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Ef svo er þá það skemmdarverk gagnvart íslensku þjóðinni. Við fengum engin önnur svör en að það þyrfti að koma formlegt boð. Það var alveg sama við hverja við töluðum.
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Hér er mjög alvarleg yfirlýsing á ferð . Er hægt að skilja þetta öðruvísi en brigsl um hrein landráð ?
Ljóst er að þessi Noregsferð þeirra félaga Sigmundar formanns og Höskuldar þingmanns Framsóknaflokksins var hrein sneypuför. Hún byggðist á tilboði sem nánast utangarðs þingmaður Miðflokksins Norska gaf þeim félögum um 2.000 milljarða ísl.kr lán til Íslendinga. Miðflokkurinn er utan stjórnar í Noregi og er mjög lítill flokkur - svona svipaður og Hreyfingin á Íslandi. Þessum manni treystu þeir félagar og fóru utan. Það eina sem þeir fengu var að stjórnvöld í Noregi myndu engin lán veita til Íslands nema að undangenginni endurskoðun AGS. Það hefur legið fyrir í marga mánuði.
Lágmarks krafa er að þeir félagar biðji forsætisráðherra Íslands afsökunar á þeim ummælum sem frá þeim hafa komið og vísað er til hér að framan af vef mbl.is
Jóhanna beitti sér gegn láninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
2.10.2009 | 10:33
Stóriðjuskattar - gengismunur ?
Frétt af mbl.is
Stórtækir auðlindaskattar
Innlent | Morgunblaðið | 2.10.2009 | 6:37
Þetta eru tölur og áform sem ég sé ekki að gangi upp á nokkurn hátt," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í fjárlagafrumvarpi er áformaður sextán milljarða tekjuauki af umverfis-, orku- og auðlindasköttum. Það gæti þýtt milljarðaskattheimtu af hverju álfyrirtæki fyrir sig, þegar fram í sækir, en þau eru kaupendur að nærri þremur fjórðu allrar raforku í landinu.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Erlendu stóriðjufyrirtækin hafa fengið miklar skattaívilnanir - langt umfram venjuleg íslensk fyrirtæki.
Og við hið gríðarlega gengisfall íslensku krónunnar hefur allur innlendur kostnaður þeirra svo sem launagjöld og skattgreiðslur minnkað tilsvarandi.
Allur rekstur þeirra er gerður upp í USD .
T.d upplýsti Alcoa á Reyðarfirði, nýlega, að launakostnaður væri núna um 6,6% af rekstrarkostnaði. Fyrir þetta mikla gengishrun var meðallaunakostnaður svona fyrirtækja ca. 10-11 % af rekstrakostnaði. Tilsvarandi má ætla skattgreiðslurnar- þær hafa orðið þeim miklu léttbærari- í USD talið.
Þess vegna er ekkert verið að íþyngja þessum ágætu fyrirtækjum þó nokkrir fjármunir komi í okkar hlut vegna þessa gengismunar.
Tímabundin sanngjörn skattheimta á þau er því réttlætanleg .
Stórtækir auðlindaskattar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2009 | 10:13
Ríkisstjórnin og ICESAVE reikningurinn
Ríkisstjórnin sem sat að völdum fyrir einu ári síðan -hrunstjórnin-samþykkti að greiða ICESAVE reikninginn að kröfu Breta og Hollendinga.
Sá gjörningur var gerður á þeim tíma þegar allt efnahagskerfi okkar var hrunið og svo virtist sem allt alþjóðafjármálakerfið væri einnig rústir einar. Það var mikill rykmökkur sem enginn sá útúr. En við sitjum uppi með þennan reikning - svo djöfullegur sem hann er.
Þjóðin telur sig saklausa af ábyrgð hans. Landsbankinn sem var einkabanki -var gerandinn mikli. En hann virðist hafa fengið heimild frá FME til verknaðarins. Við sitjum því sem þjóð í súpunni. Núverandi ríkisstjórn tók við þessum kaleik eins og hann var grunnlagður í október 2008.
Nokkrar breytingar tókst að gera á honum í vor- til hagsbóta fyrir okkur. En það myndaðist hörð andstaða á þinginu gegn ríkisábyrgð hans.
Allskyns fyrirvarar voru settir inn og sá alvarlegasti er sá að eftir 2024 hættum við öllum greiðslum til Breta og Hollendinga- vegna þessa ICESAVE reiknings- í hvaða stöðu sem eftirstöðvarnar eru á þeim tíma..
Þetta ákvæði sætir eðlilega harðari andstöðu okkar kröfuhafa. ICESAVE samningurinn er í fullkomnu uppnámi. Það er hörð milliríkjadeila milli Íslands ,Hollands og Bretlands.
Umheimurinn krefst þess að við viðurkennum og greiðum skuldir okkar.
Við stöndum alein og höfum engan stuðning .
Ef sá samningur sem ríkisstjórnin náði fram sl vor - fellur- verður vá fyrir dyrum. Allar lánalínur til Íslands eru lokaðar og verða það áfram.
Við einangrumst frá umheiminum. Hversu lengi það ástand varir veit enginn. Dómstólaleið sem talað er um gæti tekið mörg ár- ef hún er þá fær.
Að semja uppá nýtt um málið við Breta og Hollendinga sýnist ógæfulegt í ljósi þeirra viðbragða sem frá þeim heyrist. Verri samningur yrði væntanlega niðurstaðan að loknum einhverra mánaða þófi. Hollendingum og Bretum liggur ekkert á- en lífsspursmál fyrir okkur.
Mín skoðun er sú að strax í vor þegar ICESAVE samningurinn lá fyrir áttum við að ganga þá þegar frá málinu. Staða okkar nú væri öll önnur og bjartari. Að sjö árum liðnum hefðum við getað tekið upp nýjar viðræður við Hollendinga og Breta um bættan samning- enda þá með fullri reisn þess sem stendur við sínar skuldbindingar og öðlast hefur virðingu þjóðanna- eitthvað sem við höfum alls ekki í dag.
Ég treysti Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra til að leiða þetta mál til lykta út úr þeim pólitísku ógöngum sem það er nú statt í- þjóðinni til heilla....
Þó svo það kosti slit núverandi ríkisstjórnar...
Fellur ef ekki næst sátt um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.9.2009 | 15:41
Olíuvinnsla og auðævi þjóðar
Olíuverð er mjög lágt núna sem stendur. Þessi vinnsla þarna Drekasvæðinu er langt á hafi úti og á miklu dýpi. Vinnslan er því að því leitinu til kostnaðarsöm.
Vinnsla er ekki arðbær sem stendur.
En olíusvæði heimsins fara þverrandi og því ljóst að Drekasvæðið kemur sterkt inn eftir nokkur ár.
En það er heppilegt fyrir hagsmuni þessara aðila sem um sinn eru að falla frá vinnslu- að benda á að skattaumhverfi sé þeim óhagstætt.
Efnahagsumhverfið á Íslandi núna er viðkvæmt og því reynt að koma í kring miklum skattaafslætti sem yrði þessum hugsanlegu vinnsluaðilum að miklum auðævum síðar- þegar svæðið er orðið vinnsluhæft.
Þetta ber okkur að varast núna. Við þurfum engan afslátt að gefa á þessum auðævum sem bíða þarna róleg-þau fara ekki neitt og við eigum þau.
Tími okkur mun koma fyrr en varir.
Skattarnir afar íþyngjandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2009 | 19:32
Eru fjöldauppsagnir Moggans í farvatninu ?
Nú styttist í að nýr Moggaritstjóri verði ráðinn.
Spenna er í lofti vegna þessa.
Verði það raunin að sjálfur hrunformaðurinn , Davíð Oddsson, verði settur í ritstjórastólinn- virðist að áskrifendum Moggans fækki mjög.
Ég hef verið sáttur við Moggann undanfarið undir ritstjórn Ólafs Stephensen- en læt áskriftina fjúka ef hrunformaðurinn verður valinn....
22.9.2009 | 12:31
Að taka milljarðalán og láta þjóðina greiða tapið.
Frétt af mbl.is
Söluverð til kaupa bréfa af eigendum
Innlent | Morgunblaðið | 22.9.2009 | 5:30
Við sölu Haga, móðurfélags Hagkaupa, Bónuss, 10-11 o.fl. verslana, úr Baugi Group til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. fyrir 30 milljarða króna í júlí á síðasta ári fór aðeins hluti af söluverðinu beint og milliliðalaust til Kaupþings þvert á það sem áður hefur verið tali
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þetta mál Jóns Ásgeirs og konu hans sýnir í hnotskurn hvernig þetta lið hefur farið að í fjáröflun sinni. Að eignast banka - eiga krosseignatengsli í hina bankana og síðan nokkur eignarhaldsfélög.
Þegar þetta er allt saman klárt - hefst spilverkið.
Fyrirtæki eru keypt með aðstoð eigin banka og það síðan bútað niður í aðrar einingar og með endurteknum lánum.
Allt klabbið sett í eingarhaldsfélög sem hafa litla sem enga persónulega ábyrgð. Fjármagn hirt út og skuldirnar skildar eftir í eigarhaldsfélögum. Þau fara síðan í gjaldþrot og við- þjóðin- borgum skuldirnar. Icesavemálið er einn angi af þessu. Og allt er þetta gert með dyggri aðstoð lögmanna og hagspekinga sem þetta lið kaupir til þjónustu við sig.
Við sáum og fundum smjörþefinn í Baugsmálinu. Allir helstu stjörnulögmenn landsins á ofurlaunum við að velta hverri lagaþúfu til stuðnings þessu liði- og þeim tókst að fá liðið sýknað sem engla . En það kostaði Baug milljarða- sem við erum nú taka á okkur- þjóðin..... Skuldir heimilanna ..hvað ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 10:51
Ísland sjálfbært með rafbílaframleiðslu og orku ?
Næg orka hér til að knýja bíla
Ísland gæti hæglega orðið sjálfbært um alla þá orku sem þarf til að knýja bílaflotann, auk þess sem hagkvæmt væri að framleiða rafbíla á Íslandi til notkunar hér og til útflutnings.
Þetta segja sérfræðingarnir Rune Haaland, sem meðal annars hefur unnið fyrir norsku ríkisstjórnina og G8-hópinn og starfar nú sem formaður norska rafbílasambandsins, og Hans Kattström, einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í metantækni.
Þeir telja að þar að auki væri hægt að knýja alla bíla á Íslandi með metangasi úr innlendu rusli, úrgangi og þörungum. Haaland og Kattström taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um sjálfbærar orkulausnir í samgöngum.
Í tilkynningu frá Framtíðarorku kemur fram að Orkusetur hafi reiknað það út að Íslendingar gætu sparað rúmlega einn milljarð króna í gjaldeyri í hverjum mánuði með því að hætta að nota innflutta olíu og bensín á bílaflotann og skipta yfir í innlenda orkugjafa svo sem rafmagn og metan.
Haaland telur að Norðurlönd eigi að sameinast um það markmið að verða óháð olíu fyrir bílaflotann. Þannig yrði til nógu stór markaður til að knýja fram fjöldaframleiðslu á rafbílum. Það myndi lækka verð þeirra umtalsvert og gera þá að raunhæfum valkosti við bensínbíla. Kattström segir að tæknin til framleiðslu, dreifingar og notkunar metans alla til staðar og hér á landi þurfi aðeins að framkvæma hlutina. ( af fréttavef RÚV)
Hér er ekkert smámál á ferðinni. Ekki bara að nýta okkar innlendu okru og spara þannig dýrmætan gjaldeyri-heldur er hér upplýst að framleiðsla á rafbílum eigi vel við hér á landi. Framleiðsla á bílum er stórt atvinnumál-það þekkja bílaframleiðsluþjóðirnar vel.
Í síðustu stórkreppunni sem reið yfir Ísland um árið 1930 varð m.a mikill skortur á gjaldeyri. Upphitunarmál húsa sem á þeim tíma voru kolakynt- komust í uppnám. Þá var brugðið á það ráð að huga að nýtingu heitavatnsins sem bullaði víða upp . Hitaveiturnar urðu til. Við gætum rétt ímyndað okkur ástandi hér á landi núna ef olía væri allsráðandi með húsahitun.
Og nú er væntanlega í sjónmáli að nýting innlendrar orku knýi bílaflotann okkar. Það gæti gerst innan örfárra ára. Vísir að því er þegar kominn fram með metanknúnu bílunum.
Og að hér á landi rísi í náinni framtíð framleiðslufyrirtæki í rafbílaiðnaði - á heimsvísu- er okkur stórmál.
Þetta eru bjartar framtíðarhorfur fyrir okkur nú á tímum...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.9.2009 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)