Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.9.2009 | 08:40
Vinnumiðlun Framsóknarflokksins -gjaldeyrisbrask
Frétt af mbl.is
Gegn markmiðum Seðlabanka
Innlent | Morgunblaðið | 12.9.2009 | 5:30 Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan viðskiptaaðila með gjaldeyri erlendis.
Lesa meira
Það er traustleikafólk sem Framsóknarflokkurinn kemur í vinnu hjá hinu opinbera.
Þessi maður Magnús Árni Skúlason var skipaður í bankaráð Seðlabanka Íslands þann 11. ágúst sl. af Framsóknarflokknum.
Nú einum mánuði síðar er hann uppvís af gjaldeyrisbraski sem gengur þvert á stefnu Seðlabanka Íslands.
Þetta er Framsóknarflokknum stórt áfall og mátti hann nú ekki við miklu úr átt spillingar- þó hér hafi kannski ekki verið framið hreint lögbrot.
Nú er fróðleg að sjá hvert framhaldið verður hjá Framsóknarflokknum- kannski afsögn mannsins og afsökunarbeiðni ?
Nú eru nýir tímar.... Við bíðum
![]() |
Gegn markmiðum Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.9.2009 | 13:00
Brestur í bankaleynd hrunliðsins...
Frétt af mbl.is
Öllum kærum á hendur blaðamönnum vísað frá
Innlent | mbl.is | 9.9.2009 | 12:36 Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum vegna bankahrunsins hefur vísað frá kærum á hendur sex blaðamönnum fyrir meint brot á lögum um bankaleynd. Forsendur frávísunar eru þrenns konar en niðurstaða setts ríkissaksóknara er endanleg.
Lesa meira
Í hugum almennings er þessi bankaleynd- einkum sem snýr að þeim ofurmennum sem stýrðu efnahag heillar þjóðar í rústir einar- hin verstu ólög.
Ef ákærur á hendur þessum blaðamönnum, fyrir að skýra frá þeim málum sem láku út úr bankaleyndarkerfinu, hefðu leitt til dómsmeðferðar-er næsta víst að almenningur í þessu landi hefði tekið að sér vörn þessara blaðamanna- utan veggja dómshússins.
Með þessari niðurstöðu setts ríkissaksóknara hefur miklu þjóðarslysi verið afstýrt... Öll munum við Baugsmálið og nú undir nýju ljóskeri. Fjármunir auðmanna reyndust dómsvaldinu öflugri... það skynjar þjóðin núna eftir hrunið...
Þessari niðurstöðu setts ríkissaksóknara er fagnað.
![]() |
Öllum kærum á hendur blaðamönnum vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2009 | 10:26
Ekki má skoða alla spillingu stjórnmálamanna og fyrirtækja
Vísir .is greinir frá því dag 2.sept.2009 að Ríkissaksóknari hafni að skoðuð verði mál tengd fjárstuðningi til stjórnmálamanna og flokka frá fyrirtækjum.
Aðeins er leyft að skoða mál sem tengjast opinberum fyrirtækjum sem styrkþegum flokkanna og stjórnmálamanna- ekki einka eða hlutafélögum.
http://www.visir.is/article/20090902/FRETTIR01/459229191/-1
http://www.visir.is/article/20090902/FRETTIR01/364608426/-1
Ekki eru þetta nú traustvekjandi fréttir.
Og var Eva Joly ekki einmitt að leggja hart að okkur Íslendingum að núverandi Ríkissaksóknari viki úr embætti vegna vanhæfis .
Ekki veit ég um vanhæfi hans eða þekki til - en þessi mál sem hér eru tilgreind á Vísi.is gefa tortryggni byr undir vængi....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 22:31
62% telja slæmt að hafna ICESAVE samningnum.
Frétt af mbl.is
Meirihluti á móti ríkisábyrgð
Innlent | mbl.is | 1.9.2009 | 19:08 Meirihluti landsmanna er á móti ríkisábyrgð vegna Icesave-lánasamninganna ef marka má Þjóðarpúls Gallup, sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins.
Lesa meira
Hún er nokkuð mótsagnakennd þessi skoðanakönnun ,hvað svörun snertir.
63% landsmanna eru andvíg ríkisábyrgð á ICESAVEsamningunum- en 62 % landsmanna telja slæmt að hafna ICESAVE samningunum.
Það verður greinilega ekki bæði haldið og sleppt.
En þetta sýnir að gríðarleg óánægja er með þá bölvun sem kölluð var yfir þjóðina af Landsbankaliðinu með öflugum stuðningi Sjálfstæðisflokks og í bland við Framsókn.
Meirihluti landsmanna vill samt greiða þó hábölvað sé.
![]() |
Meirihluti á móti ríkisábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2009 | 15:06
Þungavigtarmaður í fiskveiðistjórnunarmálin
Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið
Innlent | mbl.is | 31.8.2009 | 14:24 Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, hefur ráðið Guðjón Arnar Kristjánsson fv. alþingismann til sérstakra verkefna í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Lesa meira
Hér hefur tekist vel til hjá Jóni Bjarnasyni,sjávar og landbúnaðarráðherra. Tæpast er hægt að hugsa sér öflugri þekkingar og reynsluaðila en Guðjón Arnar Kristjánsson í þetta verkefni.
![]() |
Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2009 | 10:43
Fv. bankastjóri Kaupþings gefur Seðlabanka Íslands ráð.
"Hreiðar Már segir vaxtastefnu vitleysu
Afnám verðtryggingar, lækkun stýrivaxta og breyting erlendra lána í krónur eru nauðsynlegar efnahagsaðgerðir að mati Hreiðars Más Sigurðssonar.
Efnahagsmál: Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að vaxtastefna Seðlabanka Íslands sé með ólíkindum. (Fréttablaðið 29.08.2009)"
Þetta er forsíðufréttin í Fréttablaðinu í dag 29.08.2009 .
Nú eru útrásarvíkingar og þar með eigendur Fréttablaðsins orðnir langeygir eftir að fá að ljúka við að sópa öll verðmæti út úr þjóðinni. Helst hafa þeir augastað á lífeyrissjóðunum.
Með því að afnema verðtryggingu þeirra og lækka almenna vexti og undir verðbólgustig- þá er auðveldur leikur að fá alla þá fjármuni á silfurfati.
Þessum mönnum er greinilega ekki alls varnað - eftir að hafa sett heila þjóð á hausinn og á vonarvöl.
Í gær var verið að gangast við ábyrgð þjóðarinnar á ICESAVE reikningnum sem þeir stofnuðu til í Hollandi og Bretlandi.
Og nú á haustmánuðum verður mesti niðurskurður fjárlaga sem þjóðin hefur kynnst frá upphafi.
Allt í boði þessara banka og útrásarglæframanna-þar með talinn þessi Heiðar Már Sigurðsson fv. bankastjóri.
Og hver skyldi vera "eigandi " Fréttablaðsins.... Jón Ásgeir Jóhannesson..útrásagúrú og stærsti gjaldþrota einstaklingur Íslands... Þá höfum við samhengið í málflutningi þessa snepils....
Nú þegar hefur lífeyrir rýrnað um 25-30% vegna þessara gjaldþrota og enn meiri rýrnun er framundan--- allt í boði þessara fjárglæframanna .
Vonandi fer senn að líða að því að þessir fjárglæframenn fari að svara til ábyrgðar- fyrir dómstólum...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 10:04
Skuldaniðurfelling auðmans og sægreifa - almenningur borgar
Það er eitthvað algjörlega galið við málið ef satt reynist.
Niðurfelling á 50 milljörðum kr og og hann sjálfur þarf aðeins að greiða smáaura af láninu til baka. Ef satt reynist hlýtur þetta að að marka tímamót skuldara.
Mega íbúða/hús eigendur eiga von á niðurfellingu skulda með sama hætti og þurfa perónulega aðeins að greiða sem nemur einu sófasetti eða svo ? Er þessi niðurstaða ekki gríðarlegt eldsneyti á uppsafnaða reiði í þjóðfélaginu .
Nú er verið að semja um ICESAVE , sem þessi sami Magnús er hluthafi í sem eignaraðili Landsbankans gamla.... þar á þjóðin einnig að greiða stórar fúlgur- Síðan kemur þetta.... 50 milljarðar afskrifaðar af þessum manni....
Hitnar ekki all verulega í kolunum í haust- þegar niðurskurður fjárlaga kemur fram og leggst með fullum þunga á almenning- í ofanálag við þetta...
![]() |
Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2009 | 12:17
Fyrirvarar innan samninga eða uppsögn samninga ?
![]() |
Hagvöxtur stýri greiðslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2009 | 10:04
Norðurlöndin hjálpa okkur undir verndarvæng Alþj.galdeyrissjóðsins.
Norrænu ríkin lána Íslendingum
Viðskipti | mbl.is | 1.7.2009 | 9:43 Norrænu ríkin hafa skrifað undir langtímalánasamning við íslenska seðlabankann en alls munu þau lána Íslendingum 1,775 milljarða evra, rúma 318 milljarða íslenskra króna. Norðmenn lána Íslendingum 480 milljónir evra.
Lesa meira
Þá höfum við það.
Okkur er ekki lengur teyst fyrir fjármunum að láni - erlendis frá. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er með okkur í peningalegri gjörgæslu.
Sjálf getum við ekki lengur haft stjórn á okkar fjármálum.
Við erum- sum okkar- svo forstokkuð að við viljum neita að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem við sópuðum til okkar frá sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi- svokallað ICESAVE mál.
Eina von þessarar þjóðar er að komast hið fyrsta undir ESB sáttmála hinnar sameinuðu Evrópu og fá að taka upp sameiginlegan gjaldmiðill Evruna.
Og vera síðan að fullu tengd Seðlabanka Evrópu og öllu því regluverki sem ábyrgar þjóðir hafa á fjármálum- Við Íslendingar erum með öllu ófær um að stjórna okkar fjármálum- reynsla af þeirri tilraun er hörmuleg ....
![]() |
Norrænu ríkin lána Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.7.2009 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2009 | 14:13
Kayakræðara á hringferð um Ísland -miðar vel.
Gísli H. Friðgeirsson , kayakræðari sem nú freistar þess að róa á kayak einn síns liðs umhverfis Ísland-lauk fyrsta áfanga sínum að þessu marki-í gær. Um kl 16 á Sjómannadaginn lenti hann í Stykkishólmshöfn að afloknum 260 km kayakróðri frá Geldinganesinu í Reykjavík til Stykkishólms. Ferðin tók hann 7 daga. Þetta er mikið þrekvirki hjá Gísla H. Friðgeirssyni.
Gísli H. Friðgeirsson kayakræðari .
Í fjörunn á Jónsnesi unnan Stykkishólms.
Ég gerði mér ferð í Stykkishólm í gær og réri til móts við hann við Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og varð honum samferða á þessum loka áfanga inn í Stykkishólmshöfn. Sú leið var stutt aðeins 20 km
Veður var gott en vestan strengur með krappri öldu þar sem ekki naut vars af eyjum.
Svæðið kringum Stykkishólm er mikið kjörsvæði fyrir kayakræðara og á leið okkar mættum við okkar góðu kayakvinum hjónunum Þórólfi Matthíassyni og frú sem voru þarna á róðri.
Það urðu fagnaðarfundir.
Kayakvinir hittast sunnan Stykkishólms
Nú tekur við tveggja daga hvíld hjá Gísla kayakræðara , í Stykkishólmi ,áður en næsti kafli í hringróðri hans hefst sem er leiðin frá Stykkishólmi og allt vestur á Ísafjörð.
Og nú þegar hann leggur á þverun Breiðafjarðar frá Stykkishólmi í Flatey og síðan að Brjánslæk hefur honum bæst róðrarfélagi a.m.k einn, þessa löngu leið sem að mestu er um úthaf að fara.
En Gísli H. Friðgeirsson er hvergi banginn hver róðrardagur er í raun þrekvirki.
Það er ekki bara að sitja í kayaknum og róa klukkutímum saman því landtaka getur reynt á .
Fjörur misgóðar , allt frá mjúkum skeljasandafjörum í stórgrýti.
Og síðan er það þessi mikli munur á flóði og fjöru eða allt að 4 metrum í Breiðafirðinum.
Það er ekki alltaf hægt að koma á náttstað á háflóði. Það er því viðbótar erfiði að draga þungan kayakinn upp fjörurnar og upp fyrir sjávarborð flóðs
En að róa á kayak með ströndum landsins er sjónarhorn sem ekki margir upplifa og er í raun ólýsanlegt ævintýri - slíkt er náttúrufarið..
Rauðalínan með ströndinni á þessu korti
sýnir róðrarleið Gísla H. Friðgeirssonar
á leiðinni Reykjavík - Stykkishómur
En meira síðar.