Framkvæmdir stöðvast ein af annari

Frétt af mbl.is

Framkvæmdir við gagnaver stöðvaðar
Innlent | mbl.is | 6.1.2010 | 12:14
Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ. Framkvæmdir við gagnaver Verne Holding hafa verið stöðvaðar. Fram kemur á fréttavef Víkurfrétta að tugir iðnaðarmanna, sem hafa verið við störf við mikla uppbyggingu húsnæðis fyrirtækisins, hafi fengið bréf um að leggja verkfærunum þangað til annað kæmi í ljós.
Lesa meira

Þökk sé forseta vorum.  Ætli hann sé í sæmilegu sambandi þarna suður í Indlandi...


mbl.is Framkvæmdir við gagnaver stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Kynntu þér málið betur áður en þú ferð með svona fleipur.

Carl Jóhann Granz, 6.1.2010 kl. 12:50

2 Smámynd: Sævar Helgason

Hvaða fleipur ? Carl J.G.

Sævar Helgason, 6.1.2010 kl. 12:55

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Nú það kemur ekkert fram í frétt mbl.is um af hverju. En það kom fram í hádegisfréttum RUV að þetta væri út af því að Alþingi er ekki búið að klára fjárfestingasamnginn.

Þegar það er klárt sögðu þeir að verkefnið myndi halda áfram.

Carl Jóhann Granz, 6.1.2010 kl. 12:57

4 identicon

því ríkisstjórnin vill ekki láta okkur hafa rafmagn en ekki því Ólafur synjaði icesave er ástæðan fyrir þessu... þetta var vitað mál í gærmorgun áður en Ólafur synjaði! Kynna sér hlutina... .ef það er ekki hægt, hætta að fullyrða!

Gunnhildur (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 13:00

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Byggist þessi fjárfestasamningur ekki líka á því að við Þjóðin tökum á okkur Ríkisábyrgð í gegnum Landsbankann fyrir Björgúlf Thor Björgúfsson...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.1.2010 kl. 13:10

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sævar.  Hefur þú ekki fylgst með fréttum um þetta mál undanfarnar vikur?  Þessi mál eru búin að vera í uppnámi í margar vikur og búið að vera vinna í hægagangi á meðan ríkisstjórnin átti að vera klára sín mál.   Þetta er bara endapunkturinn á máli, sem ríkisstjórnin er að klúðra og hefur gleymt í þeirri einu hugsun, að komast inn í ESB.

Innlent | Morgunblaðið | 10.8.2009 | 11:00

"Hefur vinna við samninginn aðeins dregist á langinn í sumar. Gerð svona samnings, þar sem stjórnvöld heita ýmiskonar stuðningi og ívilnunum, er afar mikilvægur fyrir bæði Verne Holdings og viðskiptavini félagsins. Hefur hann verið skilyrði af hálfu viðskiptavinanna, þannig að rekstrarumhverfið á Íslandi liggi fyrir áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um þátttöku í gagnaverinu. Samningurinn þarf ennfremur að fara fyrir Alþingi, sem og að vera borinn undir ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, eins og annar ríkisstuðningur."

Síðan hefur ekkert gerst annað en að hægt hefur verið á verkefninu smátt og smátt.  Hverjum skyldi það vera að þakka?  Hugsaðu málið.

Benedikt V. Warén, 6.1.2010 kl. 13:15

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

ESB - ICESLAVE stjórnin þín má ekki vera að því að sinna svona smá málum.

Einu stóru málin hjá þeim eru að troða okkur inní ESB og láta þjóðina kyngja ICESLAVE.

Veistu líka að það vinna u.þ.b. 200 manns í fullu starfi við allskonar skriffinnsku til þess að koma þjóðinni inní ESB.

En hjá Sérstökum Saksóknara vegna efnahagshrunsins vinna aðeins 18 manns.

Er þetta ekki alveg makalaust rugl !

Svo ætlar Samfylkingin og Ríkisstjórnin nú að ráðast að forsetanum og efna til innanlands ófriðar eina ferðina enn, nú til þess að hræða þjóðina til þess að samþykkja þessi þrælalög.

Í stað þess að standa nú í lappirnar og nýta sér þetta einstaka tækifæri og ráðrúm til þess að berjast fyrir þjóð sína og knýja á af öllu afli um skárri samning og meir sanngirni gagnvart þjóðinni.

Svei þessum bleiðum og burt með Samfylkinguna úr Stjórnarráðinu. Fólk sér alltaf betur og betur að þessu liði er alls ekki treystandi til að gæta hagsmuna þjóðarinnar þegar ESB er annars vegar.

Gunnlaugur I., 6.1.2010 kl. 13:35

8 Smámynd: Sævar Helgason

Bara eitt svar við öllum innlitum:

 Það er mikið rétt útvegun lánsfjármagns og ábyrgðir Íslands (skatta afsláttur .m.a)vega þungt við allar svona framkvæmdir. Erlendar lánastofnanir gaumgæfa vandlega mál , nú í dag. Því miður er Ísland komið í ruslflokk sem lántakandi og ennfremur erfitt um lán þó á afarkjörum séu. Sjálfur er ég nokkuð kunnugur svona málum eftir 40 ára stjórnun framkvæmda. Í upphafi skal endirinn skoða. Frá synjun forseta á Icesave samningunum hafa öll fjármál verið okkur andstæð - hvað sem verður . En ljóst má vera að þeir sem mest hafa barist fyrir falli þeirra - bera ábyrgð.

Það er ekki bæði haldið og sleppt.

Sævar Helgason, 6.1.2010 kl. 13:44

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Dude... þetta var bara í gær.

Hvernig væri að ljúga einhverju sem gæti fræðilega verið satt?

Rúnar Þór Þórarinsson, 6.1.2010 kl. 16:08

10 Smámynd: Sævar Helgason

Rúnar Þór !

Af því mér finnst þú vera  nátengdur hugbúnaðargeiranum- þá get ég upplýsti þig um að ég bind miklar vonir við gagnaverin sem eru í farvatninu. Að þau verði sem fyrst að veruleika. Að VH sé ekki komið lengra á veg eru vonbrigði. Eignaaðild BTB sem átti sér stað  fyrir hrun- sætir nú gagnrýni. Mörgum finnst að Icesavepeningarnir sem við erum að láta út um aðaldyrnar- komi BTB með innum bakdyrnar- sem sína eign. Það er rétt, það sem verið hefur um rætt hér - gerðis í gær. En fjármögnun og skattaleg meðferð þessa gagnavers hefur tekið lengri tíma- fjármálakreppan spilar þar aðalhlutverk.

kveðja.

Sævar Helgason, 6.1.2010 kl. 16:34

11 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Sævar,

Aðeins Fitch hefur fellt lánshæfismat Íslands.  Aðrar matsstofnanir hafa haldið að sér höndum og Moody´s hefur sagt að þetta ætti ekki að hafa áhrif á lánshæfni Íslands, þar sem þetta breytir ekki því að Ísland HEFUR tekið á sig ábyrgð á Tryggingasjóði Innistæðueigenda.  Þessi lög fjalla um breytingar og fyrirvara á þeim samningi, en ekki samninginn sjálfan.  Menn þurfa ekkert að fara á taugum út af þessu.  Ef litið er til lengri tíma þá held ég að aðgerð forsetans eigi eftir að koma íslendingum til góða.  Það þarf að líta til lengri tíma en 24 klukkutíma!;) 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 6.1.2010 kl. 17:10

12 Smámynd: Sævar Helgason

Sæll Arnór

Það er nokkuð ljóst að höfnun á samþykkt Alþingis á þessum Icesave samningum sem við höfum gert fer illa í alþjóðasamfélagið.

Eins og þú bendir á hefur Fitch fellt lánhæfismat okkar- Moody´s er í biðstöðu .

Og stóra spurningin er auðvitað hvað gera Hollendingar og Bretar.

Fáum við allan pakkann í andlitið ?

Nú er ljóst að meirihluti Íslendinga er andvígur aðgerð forsetans, samkvæmt nýrri skoðanakönnun- 51 % .

Fljótt skipast veður í lofti hér á Íslandi.

Nýjar upplýsingar sýna að forsetinn hefur sýnt þjóðkjörinni ríkisstjórn ,lítilsvirðingu . Ríkisstjórn Íslands frétti af málinu 5 mínútum eftir að ávarp forsetans til þjóðarinnar- hófst-í sjónvarpsfréttum. 

Það verður  ekki friðvænlegt hér á næstu vikum... hörð átök.

 Kveðja.

Sævar Helgason, 6.1.2010 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband