16.3.2010 | 12:24
Ríkisstjórnin tekur á hundruð milljarða skattsvikum
Hundruð milljarða skattsvik
Innlent | mbl.is | 16.3.2010 | 11:47
Stjórnvöld segja að rannsókn á skattalagabrotum í tengslum við hrunið hafi leitt í ljós, að tekjur sem nema hundruð milljörðum króna hafa ekki verið taldar fram til skatts eins og lög gera ráð fyrir. Verður sérstakur vinnuhópur settur á stofn hjá embætti skattrannsóknastjóra til að fjalla um þetta.
Lesa meira
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Það eru ekki neinir smá fjármunir sem skotið hefur verið undan - hundruð milljarðar króna.
Það er ekki seinna vænna en tekið sé á þessum glæpum.
Og ríkisstjórnin boðar hert skattaeftirlit.
Sannalega orðið tímabært.
Almennir launþegar eru mergsognir þar sem hver króna er skattlögð til hins ýtrasta.
Það hefur verið svo auðvelt- öll gögn vegna þeirra fara sjálfvirkt inní reikningskerfið.
Annað hefur gilt með þá sem stunda sjálfstæðan rekstur og fjármálaumsvif.
Þar hefur þurft verulegt framlag skattayfirvalda við aðhald og rannsóknir.
Nú á á bæta úr því og er löngu tímabært.
Ríkisstjórnin er að standa sig í þessu mikilvæga máli.
Hundraða milljarða skattsvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Athugasemdir
Löngu tímabært og viðeigandi, skulum við segja, að fara að ná tökum á þessari firringu.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 12:35
Akkúrat núna er tímabært að frysta eigur stórþjófanna. Vegna þess að þeir hafa komið öllu undan. Það var verið að bíða eftir rétta tímanum.
Hamarinn, 16.3.2010 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.