Björk leggur almenningi lið í þágu auðlindanna

 Björk boðar til blaðamannafundar um auðlindir
Innlent | mbl.is | 16.7.2010 | 11:20
 

Björk Guðmundsdóttir. Björk Guðmundsdóttir og fleiri boða til blaðamannafundar á mánudag þar sem kynnt verður undirskriftasöfnun vegna áskorunar um orkuauðlindir Íslendinga.
Lesa meira

 

Það munar um liðstyrk okkar þekktasta Íslendings á heimsvísu nú þegar framtíð þessarar þjóðar til áframhaldandi tilveru í landinu er í húfi.

 Án nýtingar auðlinda okkar til sjávar,sveita,jarðvarma og vatnsins í þágu þjóðarinnar- verður nútímalífi ekki lifað í landinu.

Arðurinn af sjálfbærri auðlindanýtingu með virðingu fyrir landinu verður að falla þjóðinni í skaut.

Hin hörmulega uppákoma varðandi Magmamálið þar sem íslenskir braskarar voru búnir að sóa fjármunum orkuveitanna og gripu til þessa örþrifaráðs að selja aðganginn að orkunni fyrir slikk-til þriggja mannsaldra-er þjóðarsmán.

Nú blæs Björg Guðmundsdóttir til vakningar og baráttu fyrir landinu og þjóðinni sem það byggir-að auðlindir þjóðarinnar verði hennar og arðurinn skapi þjóðinni góð lífskjör með sjálfbærum hætti.

Björk er okkar þjóðarsómi.


mbl.is Björk boðar til blaðamannafundar um auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Alltaf þarf einhver að bjarga Íslendingum, nú Björk.

Aðalsteinn Agnarsson, 16.7.2010 kl. 23:29

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Bjök bjargar sjálfri sér - ekki öðrum - með kjafthætti stórspillti hún fyrir alvöru tónlistarfólki í heiminum - skrækjandi Tíbet á tónleikum í Kína - og Kína lokaði á alvöru heimsþekkta listamenn fyrir vikið. En stórkjafta komst í blöðin.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.7.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband