29.11.2007 | 15:13
Stóraukið vinnuálag á þingmenn framundan ?
Samkvæmt fréttum frá Alþingi þá liggur fyrir frumvarp sem snýr að innrimálum þingsins.
Þingmenn ætla að hafa lengri viðveru á þingi og stytta fríin frá þingstörfum - kominn tími til.
Núverandi starfstími Alþingis er miðaður við forna tíma þegar mikill meirihluti þingmanna voru bændur , útvegsmenn og prestar víðsvegar að af landinu, búskapur , samgöngur og atvinnuhættir allt aðrir en nú er.
Taka þurfti tillit til sauðburðartíma, heyskapar,fjallskila og sláturstíðar. Einnig voru samgöngur erfiðar og strjálar-strandferðaskip á lengri leiðum og hestar eða fótgangandi á þeim styttri, dagleið eða svo. Alþingi voru því mörkuð þessi starfsskilyrði fyrir um einni öld síðan og af brýnni nauðsyn.
Þessa vegna byrjar Alþingi í október og er að störfum þar til um miðjan desember- þá tekur við jólafrí sem lýkur um miðjan janúar og þingstörfum lýkur síðan í lok apríl eða byrjum maí.
Allt þjóðlífið hefur tekið algjörum stakkaskiptum frá upphafi 20.aldar- en starfstími Alþingis er ennþá við þessi fornu tímamörk. Starfstími Alþingis hefur verið um 6 mánuðir á ári .
Ekki þætti þetta nú björgulegur starfstími á almennum vinnumarkaði .
En nú ætla þingmenn að gefa dálítið í og bæta við einum mánuði að vori og tæpum einum að hausti.
Ekki verður þetta alveg átakalaust og greinilega kvíðvænlegt fyrir suma að bæta þessu mikla álagi við sig. Nú er þess krafist ,að allavega landsbyggðarþingmenn fái að ráða aðstoðarmenn sér til hjálpar við starfið. Þó gerir umrætt frumvarpið ráð fyrir því að ræðutími þingmanna verði styttur og álagið þar með stórum minnkað. Það er vandlifað á þingi.
Er það ekki eðlilegt að þing starfi allt árið að undanteknu svona 6 vikna sumarleyfi - fólkið er á fullum launum allt árið hjá okkur skattgreiðendum og að þeir þingmenn sem eiga að sinna starfinu, séu færir um það - það þurfi ekki að ráða sérstakt fólk til viðbótar til að vinna störfin þeirra ?
Ekki virðist nú sem að öll þingmálin séu brýn fyrir þjóðina - svo minnst sé á sérstakt frumvarp í þá veru að kyngreina starfsheitið "ráðherra" rótgróið virðingarheiti í yfir hundrað ár- til hvers ?
Nú er ljóst að það er sem betur fer mikið af starfsfólki á Alþingi sem nú þegar vinnur mikilvæg störf fyrir þingið- sérílagi þingnefndir og er það vel- viðbótin er eingöngu fyrir einstaka þingmenn.
Það er einkar áhugavert fyrir okkur almúgann að fylgjast með þessu sjónspili, en við erum ýmsu vön og ekki langt að minnast þeirra ofurlífeyrisréttinda sem þingmenn útdeildu sjálfum sér hér um árið.
Þingmenn njóta þeirra einstöku kjara að geta farið á ellilaun fljólega uppúr fimmtugu-en fengið jafnfram létt starf eftir það á fullum launum og ellilaunum til sjötugs hjá hinu opinbera- er þetta ekki að verða tóm della ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.