400 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða verða að veruleika

400 ný hjúkrunarrými
Ráðherrar kynna áætlun um um uppbyggingu hjúkrunarrýma í dag. Félags- og tryggingamálaráðherra hefur kynnt framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landsvísu til ársins 2012. Áætlunin gerir ráð fyrir 400 nýjum hjúkrunarrýmum sem er viðbót við þau hjúkrunarrými sem nú eru í notkun. Auk þess er gert ráð fyrir 380 rýmum til að breyta fjölbýlum í einbýli.

Allt að 15% af heildarfjölda hjúkrunarrýma verða nýtt til hvíldarinnlagna til stuðnings við aldraða í heimahúsum og aðstandendur þeirra. Þá er gert ráð fyrir hærra hlutfalli hjúkrunarrýma fyrir heilabilaða í samræmi við vaxandi þörf.

Ráðherrann í ríkisstjórninni, hún Jóhanna Sigurðardóttir, lætur svo sannarlega hendur standa fram úr ermum við sína stjórnsýslu. Eitt af mikilvægustu kosningaáherslum Samfylkingarinnar var einmitt að fjölga yrði hjúkrunarrýmum fyrir aldraða um ekki minna en 400 . Nú þegar rúmt ár er liðið frá því Jóhanna settist í ráðherrastól ,félags og tryggingamála, er þessi mikla áhersla Samfylkingarinnar á úrbætur í öldrunarmálum , að verða að veruleika.

Þessum miklivæga áfanga í máefnum aldraða er fagnað. 

 


mbl.is 400 ný hjúkrunarrými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fagna með þér... en hvaðan á starfsfólkið að koma? Nógu erfitt er að manna þau rými sem til eru í dag.

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 22:12

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sammmála.

Kveðja

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband