Bjallavirkjun - verður Langasjó fórnað ?

Landsvirkjun vill Bjallavirkjun


Rafmagnsmöstur við Sigölduvirkjun. Landsvirkjun vill koma svokallaðri Bjallavirkjun inn í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Bjallavirkjun yrði í Tungnaá, ofar en Sigölduvirkjun og myndi auka afkastagetu þeirrar virkjunar. Einnig myndi virkjun á svæðinu hafa áhrif á aðrar virkjanir á vatnasvæði Tungnaár- og Þjórsár, þar með talið þrjár fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá.

Þarna sýnist vera um að ræða að auka verulega nýtingu vatnsins allt að Búrfellssstöð og ef einhverjar virkjanir verða leyfðar í neðri Þjórsá - þá eykur það einning nýtni þeirra . Kannski verður þá ekki eins krefjandi að fara þar í þær umdeildustu ? 

En ein augljós hætta er þarna á ferðum - það er virkjun Langasjávar- leiðin þangað verður orðin mjög stutt. Og þegar Bjallavirkjun er orðin föst í sessi - þá er hætt við að háværar kröfur komi fram um að bæta Langasjó við þessa virkjanaflóru á Þjórsársvæðinu- og gera Langasjó að miðlunarlóni með því að veita Skaftá þar um. Við það  myndi Langisjór breytast úr fagurbláu háfjallavatni í forugan drullupoll og allt umhverfi Fögrufjalla lagt í rúst. ... Þeim gerningi verður að forða og innlima Langasjó í Vatnajökulsþjóðgarð- hið fyrsta.

 Frá  Langasjó-  náttúruperla á öræfumFrá Langasjó

 


mbl.is Landsvirkjun vill Bjallavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hér erum við sammála.

Ef menn skyldu vilja ná í Skaftá geta menn gert það með öðrum hætti en að fórna Langasjó. Menn hafa grafið göng fyrir minna.

Gestur Guðjónsson, 5.9.2008 kl. 10:16

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Við verðum bara að vona að breytingarnar á Leginum fyrir austan verði mönnum nú víti til varnaðar. Það var ekki á fólki á Héraði að heyra í viðtölum í fréttum fyrir nokkrum dögum að nokkur maður þar væri sáttur við breytingarnar sem orðið hafa á Leginum eftir að Jöklu var veitt þangað niður.

Lögurinn er nú risa stór drullupollur engum til sóma.

Þessar hugmyndir með Bjallavirkjun eru fyrstu tillögur sem að ég hef séð í langan tíma sem að mér finnast hreinlega fýsilegur kostur. Þarna er verið að tala um umrót á svæði sem nú þegar er meira eða minna virkjað og umhverfis áhrifin því hverfandi í samanburði við ansi marga aðra kosti.

Verður bara að tryggja að Landmannalauga svæðið og Fjallabökin verði ekki fyrir hnjaski.

Baldvin Jónsson, 5.9.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband