5.3.2009 | 15:20
Eftirlaunaósóminn á öskuhauga sögunnar
Frétt af mbl.is
Eftirlaunafrumvarp samþykkt
Innlent | mbl.is | 5.3.2009 | 14:00
Frumvarp um eftirlaun forseta, ráðherra, þingmanna og hæstaréttardómara var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á þingfundi Alþingis nú eftir hádegi. Þar með eru umdeild eftirlaunalög æðstu embættismanna frá árinu 2003 felld úr gildi.
Lesa meira
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þá eru síðustu dreggjarnar af valdatíð Davíðs Oddssonar komnar á öskuhauga sögunnar- sjálfur eftirlaunaósóminn.
Það þurfti Vinstri græna í ríkisstjórn til að fleygja ósómanum út.
Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar háði harða baráttu fyrir að ósóma þessum yrði úr lögum komið- en hún fékk ekki þann stuðning sem til þurfti. Baráttu hennar verður minnst.
En í flokki Vinstri grænna er einn annar baráttumaður sem frá upphafi þessarar hraksmánlegu lagasetningar um eftirlaunakjör æðstu ráðamanna, hefur barist hatrammlega gegn þessu óréttlæti.
Þessi maður er Ögmundur Jónasson, nú heilbrigðisráðherra.
Hann hefur nú náð því marki að fá þessum ósóma fleygt út úr íslenskum lögum.
Sómi Ögmundar Jónassonar er mikill.
Eftirlaunafrumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Facebook
Athugasemdir
Við getum óskað þjóðinn til hamingju með þennan áfanga. Ég tek undir með þér; Valgerður, Ögmundur og Jóhanna eiga heiðurinn af þessu og það eigum við að muna. Þó þetta sé einstakt mál, sýnir það líka heilindi þessa fólks, það verður ekki sagt um þau að þau séu bara þarna peninganna vegna (sem ég held að eigi við um suma aðra ).
Kolla (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:45
Hárrétt greining hjá þér.
Ögmundur Jónasson og Valgerður Bjarnadóttiir voru í raun einu þingmennirnir sem stóðu vaktina allan tímann, og forðuðu Alþingi frá algjörri niðurlægingu. Helgi Hjörvar og Mörður Árnason voru líka betri en enginn.
Rómverji (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.