2.12.2009 | 14:32
Er Icesave málið upphaf nýrra ríkisábyrgða í heiminum ?
Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Innlent | mbl.is | 2.12.2009 | 12:54
Til nokkurra orðaskipta kom milli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, og þingmanna stjórnarandstöðunnar, á Alþingi í dag vegna ummæla, sem Steingrímur viðhafði fyrr í vikunni um að sumar ástæður þess að Icesave-málið verði að klára sem fyrst séu þess eðlis að ekki hægt sé að greina frá þeim á Alþingi.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Umheimurinn ætlar ekki að láta okkur komast undan ábyrgð gerða okkar.
Icesave málið er í raun prófsteinn á gjörbreytta tíma. Orðagjálfur ríkisstjórna um ríkisábyrgðir sem ekki er síðan ætlunin að standa við- heyra væntanlega sögunni til.
Allt ferli atburðanna varðandi ábyrgðarlaus umsvif Landsbankans í Bretlandi og Hollandi ,þar sem þáttaskil urðu með setningu hryðjuverkalaganna á Íslendinga- marka tímamót.
Hryðjuverkalögin eru í raun stríðsyfirlýsing, en án annarra vopna en efnahagslegra.
Bretar gera síðan samkomulag við aðrar "vígfúsar þjóðir" til að treysta grunninn.
Alþjóðasamfélagið er þáttakandi í stríðinu gegn okkur. Við eigum enga bandamenn.
Þetta stríð er gjörtapað fyrir Íslendinga. Nú er verið að semja um vopnahlé og stríðsskaðabætur.
Lögspekingar hér á heimavelli hafa lagakróka á takteinum- en okkar lagaflækur eru marklausar í þessu stríði - eins og reynslan sýnir.
Eftir 6 mánaða þóf á Alþingi frá vormánuðum fram á haust- er árangurinn gagnvart Bretum og Hollendingum nákvæmlega enginn.
Vonandi náum við að halda í þessa vopnahléssamninga sem Icesave samningurinn er með því að ljúka málinu nú þegar-eða byrðarnar margfaldast á þjóðina- ef við höfnum þeim.
Staða okkar meðal þjóðanna er engin ,okkur í vil... Við erum sigruð þjóð. Eigin glópska varð okkur að falli.
Yndislega ótrúlega ómerkilegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Facebook
Athugasemdir
Afhverju eru menn að stilla þessu upp eins og einhverju milliríkjamáli? Til þess að gera það að raunverulegu milliríkjamáli þarf að koma til valda ríkisstjórn sem alfarið neitar að ábyrgjast þessar kröfur Breta og Hollendinga. 'a Alþingi eru engir þingmenn sem halda fram því sjónarmiði. Hins vegar er þar minnihluti þingmanna úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Hreyfingu sem vilja samning, bara ekki þennan samning og telja að hægt sé að gera betri samning. Í því felst lýðskrumið sem margir gleypa.
Stjórnarliðar ættu að knýja fram svör við þeirri spurningu í stað þess að fara með veggjum í þinginu. Það á ekki að leyfa þessum stjórnarandstæðingum að komast upp með svona ódýran áróður. Ef stjórnarandstæðingar falla í þá gryfju að afneyta greyðsluskyldunni þá ætti tafarlaust að rjúfa þing og láta þjóðina kjósa uppá nýtt.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.12.2009 kl. 15:12
"Ef stjórnarandstæðingar falla í þá gryfju að afneyta greyðsluskyldunni þá ætti tafarlaust að rjúfa þing og láta þjóðina kjósa uppá nýtt."
Er þetta ekki mergurinn og undirtónninn hjá ,allavega, Sjálfstæðisflokki og Framsókn-að fella núverandi ríkisstjórn ? Allt þetta þvarg frá því vor hefur haft þennan undirtón.Báðir þessir flokkar hafa ríka hagsmuni af því að ná uppgjöri hrunsins í sínar hendur...Núverandi ritsstjóri Mbl. er ekki ráðinn uppá punt..t.d..Það er í gangi harðvítug barátta um Ísland.
Auðvitað er þetta milliríkjadeila- við erum að deila um þessi mál á mörgum forsendum Ein er að fara dómstólaleið um réttmæti krafna Icesave...Er það nokkuð annað en deila milli ríkja ?
Sævar Helgason, 2.12.2009 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.