Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
S- og V-listar bæta heldur við
Innlent | Morgunblaðið | 22.4.2009 | 6:30 Fylgi stjórnmálaflokkanna breytist lítið í skoðanakönnun sem birt var í gær, miðað við könnun frá því í fyrradag. Samfylkingin og Vinstrihreyfingin - grænt framboð bæta heldur við sig en Borgarahreyfingin dalar aftur.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Nú eru þrír dagar þar til kjósendur ganga til kosninga. Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að Samfylkingin er ennþá á uppleið - fær nú 31,7 % fylgi.
Vinstri Græn bæta einnig við sig eru nú með 27,5% fylgi.
Styrkur ríkisstjórnarflokkanna er því að eflast- samanlagt með tæp 60% stuðning þjóðarinnar.
Sjálfstæðisflokkur er að hrapa niður - mælist nú með 22,5% fylgi .
Framsóknarflokkur mælist með 12,1 % fylgi.
Borgarahreyfingin er að dala mælist nú á markalínu þess að ná mönnum á þing- eða 5% fylgi.
Ljóst er að mikið traust er borið til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og er það verðskuldað. Það sama má segja um VG - þau hafa staðið sig vel í ríkisstjórninni.
Nú er ljóst að Evrópumálin eru að verða þungamiðja kosninganna. Æ fleirum er að verða ljóst að innganga Íslands í ESB og að tengjast hið fyrsta evrunni er okkar lífakkeri . Í Evrópumálum er forysta Samfylkingarinnar ótvíræð og stuðningur við þann flokk eru því þungavigtar atkvæði inn í ESB.
Nú er ögurstund . Bretar eru reiðubúnir að beita sér fyrir hraðainngöngu Íslands í ESB og að gjaldmiðilsmál okkar verði sett á tryggar undirstöður. Það sama á við um Norðurlandaþjóðirnar.
Það því þjóðinni gríðarlega mikilvægt að í þeim kosningum sem við göngum nú til- fái þau öfl sem hafa aðildarviðræður við ESB í forgangi- öflugt brautargengi. Tækifæri okkar er núna.
![]() |
S- og V-listar bæta heldur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2009 | 07:25
Kosningaáróður Moggans hafinn- sægreifarnir hræddir.
Nú er kosningaáróður eigenda Morgunblaðsins hafinn.
Birt er heilsíða í sunnudags Mogga þar sem innihaldið , ímyndaðar skattahækkanir núverandi ríkisstjórnarflokka Samfylkingar og VG eru settar upp í ýmsum dæmum.
Þess hefur verið beðið allt frá því kvótagreifar innan LÍÚ útgerðarauðvaldsins fengu að kaupa Morgunblaðið af fyrrum Glitnisbanka með góðum afslætti- hvernig nota ætti blaðið til hagsbóta fyrir eigendurna.
Sem kunnugt er þá hafa báðir ríkisstjórnarflokkarnir það framalega á sínum stefnuskrám að leysa upp þetta gjafakvótakerfi - kerfi þar sem fáum útvöldum voru gefnir milljarðar af þjóðareign.
Margir telja það upphafið að efnahagshruninu sem nú hefur komið allri þjóðinni á hnén. Nú hafa þessir kvótaeigendur" veðsett fiskinn í sjónum 7-8 veiðiár fram í tímann eða sem nemur 7-800 milljörðum króna.
Ljóst er að endurgreiðsla þessarar skuldsetningar ,sem að mestu er tilkomin vegna hlutabréfakaupa í hinni gölnu útrás , mun lenda á almenningi að greiða með einum eða öðrum hætti.
Eins og staðan er í dag eru fiskveiðiheimildirnar að mestu komnar í veð til erlendra lánastofnana.
Nú er stefnt að því að allar auðlindir þjóðarinnar, orkan í fallvötnum,jarðvarmi , vatnið og auður hafsins verði óumdeilanlega eign þjóðarinnar allrar - þjóðinni allri til hagsældar.Fyrir því hafa Samfylkingin og VG- forystu.
LÍÚ auðvaldið leggst gegn því að sérhagsmunum þess - yfirráðum yfir fiskiauðlindinni - verði komið að nýju til þjóðarinnar.
Eitt baráttutækið til að vinna sérhagsmunum sínum lið er m.a að kaupa fjölmiðil sem hægt er að beita gegn almenningi við þessa sérhagsmunagæslu.
Við sjáum aðferðina nú í sunnudags Mogganum. Uppskáldaðar skattahækkunarálögur á almenning - missi Sjálfstæðisflokkurinn völdin- Flokksins sem eftir 18 ára valdasetu við stjórn" efnahagsmála - skilur landið eftir í efnahagslegri rúst.
Rúið trausti og trúverðugleika á alþjóðavettvangi. Við almenningur fylgjumst með næstu heilsíðuáróðurs fréttum" Moggans fram að kosningum - og brosum að barnaskapnum....
Innganga Íslendinga í ESB og upptaka evru með Seðlabanka Evrópu sem bakhjarl til þrautavara -er leið þjóðarinnar frá því hörmungarástandi sem ella yrði hér næstu áratugina . Bent er á að í gangi er á netinu undirskriftasöfnun þeirri leið til stuðnings- á www.sammala.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2009 | 13:35
Efnahagsstefna Samfylkingarinnar - til endurreisnar
Húsfyllir á fundi Samfylkingar
Innlent | mbl.is | 16.4.2009 | 8:39 Húsfyllir er á fundi Samfylkingarinnar um efnahagsmál sem nú stendur yfir á Grand hótel. En þar er kynnt efni nýrrar skýrslu, Skal gert, um leiðir jafnaðarmanna í efnahagsmálum.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þetta var áhrifamikill fundur Samfylkingarinnar varðandi efnahagsmál - leiðir til uppbyggingar og endurreisnar í kjölfar efnahagshrunsins sem leitt var yfir þjóðina af frjálshyggjuöflunum - einkum SjálfstæðisFlokks og Framsóknar.
Ljóst er eftir þessa framsetningu til uppbyggingar atvinnu og efnahafslífs á Íslandi hefur Samfylkingin tekið afgerandi forystu í stjórnmálum á Íslandi í nútíð og til framtíðar.
Bandaríska frjálshyggjuhagkerfinu sem sett hefur heimsbyggðina í dýpstu kreppu frá árinu 1929 - er hafnað.
Skandinaviskahagkerfið sem reynst hefur best allra hagkerfa - er það sem koma skal.
Grundvöllurinn að upphafinu er að hefja strax að loknum kosningum- aðildarviðræður við ESB og að lýsa yfir að í peningamálum verði upptaka evru - með Seðlabanka ESB sem bakhjarl- okkar framtíð.
Við það munu skapast hér skilyrði til raunhæfrar hagstjórnar með nauðsynlegum aga. Í kjölfarið mun trú og traust alþjóðasamfélagsins á Íslandi taka þeim umskiptum að lánshæfi okkar verður að nýju fyrir hendi og á viðráðanlegum kjörum.
Vextir og verðbólga færu hraðlækkandi og lífskjör heimilanna í landinu líkjast því sem gerist í okkar nágrannalöndum sem best standa. Ljóst er að fyrirtæki sem hafa megin viðskipti sín við útlönd eru nú þegar farin að greiða laun til sinna starfsmann hérlendis í evrum. Hin íslenska króna er ónýt gagnvart umheiminum.
Fram kom á fundinum að meðalheimili er að greiða um 1 milljón í sinn heimilisrekstur umfram það sem nágrannar okkar greiða á ári til hins sama innan ESB.
Íslendingar, sumir, hafa haldið fram að okkar fisveiðikvóti værið í hættu ef við yrðum innan ESB - það er rangt. Við hefðum öll og óskoruð völd yfir öllum okkar auðlindum. Landbúnaður fengi aukið frelsi til að blómstra ...
Nú er að koma allri umræðu um ESBaðildi upp á raunhæft plan - hefja viðræður og þjóðin metur síðan af- eða á að fengnum réttum forsendum til ákvarðana..
![]() |
Húsfyllir á fundi Samfylkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.4.2009 | 09:36
SjálfstæðisFLokkur andsnúinn lýðræði til fólksins í landinu
Alþingi: Stjórnarskrárfrumvarpið ekki á dagskrá. Verður hlé gert á störfum þingsins í dag?
Þingfundur hefur verið boðaður á Alþingi kl. 10.30 í dag. Á dagskrá, auk umræðna um störf þingsins í upphafi fundar, eru 18 mál. Athygli vekur að stjórnarskrárfrumvarpið, sem tafið hefur störf þingsins að undanförnu, er ekki á dagskrá. Í gær féllust framsóknarmenn á að einu atriði í frumvarpinu, ákvæði um stjórnlagaþing, yrði frestað, en nú er hugsanlegt að frumvarpið í heild dagi uppi.
Umræður um stjórnarskrárfrumvarpið stóðu til kl. 2 í nótt.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
SjálfstæðisFLokkur hefur haldið uppi þrotlausu málþófi á alþingi undanfarnar vikur til að hindra að frumvarp um stjórnarskrárbreytingar í átt til aukins lýðræðis fyrir þjóðina næði fram að ganga.
Hugsanlegt er að frumvarpið um stjórnlagaþing dagi uppi á þinginu. Það er þessum ólánsflokki ekki nægjanlegt að hafa hannað og stýrt þjóðinni í efnahagshrun- lýðræðis skal hún ekki njóta umfram það sem FLokkurinn skammtar.
En við getum breytt þessu - það eru kosningar framundan.
Nú eru uppgjörstímar .
Frá því hin" Vanhæfa ríkisstjórn" Geirs H.Haarde var sett frá völdum af fólkinu-með búsáhaldabyltingunni og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir , forsætisráðherra tók við - hafa orðið mikil umskipti við stjórn landsins.
Fólkið í landinu finnur að ríkisstjórnin er til fyrir fólkið í landinu og hagsmuni þess.
Stétt með stétt er kjörslagorð SjálfstæðisFLokksins - það er heldur mikil stytting á innihaldinu - hið rétta er valdastétt með auðstétt.
Það er kjarninn í andstöðu SjálfstæðisFLokksins gagnvart auknu lýðræði til fólksins í landinu.
Munum það í komandi kosningum....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 17:23
Framsókn þarf leyfi fjármálaaflanna vegna opnunar reikninga.
Framsókn biður um leyfi

Laugardagur 11. apríl 2009 kl 13:24
Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)
Framsóknarflokkurinn ætlar að fá leyfi til að gefa upp nöfn þeirra fyrirtækja sem styrktu flokkinn árið 2006. Framsókn gaf það upp í gær að heildarframlög lögaðila til flokksins hefðu verið 30,3 milljónir króna árið 2006. Vegna trúnaðar væri hinsvegar ekki hægt að gefa upp nöfn fyrirtækjanna.
Sígfús Ingi Sigfússon, framkvæmdastjóri flokksins, sagði í hádegisfréttum RÚV að flokkurinn leiti nú samþykkis fyrirtækjanna fyrir því að greint frá því hver þau eru. Hann sagði að nokkrir tugir fyrirtækja hefðu styrkt flokkinn árið 2006 og hæsti styrkurinn numið 5 milljónum króna.
_____________________________________________________________________________
Eitthvað þessu líkt hefur margan grunað.
Forysta Framsóknarflokksins er alfarið háð fjármálaöflunum í baklandinu.
Ekki beint trúverðugur stjórnmálaflokkur.
9.4.2009 | 09:56
Fyrirgreiðslur FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Innlent | Morgunblaðið | 9.4.2009 | 6:53 Fimmtíu og fimm milljónir króna verða endurgreiddar úr sjóðum Sjálfstæðisflokksins í þrotabú Stoða, áður FL-Group, og þrotabú Landsbankans. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, forgöngu um að útvega flokknum þessa styrki í árslok 2006.
Lesa meira
Það er ýmislegt að fljóta upp á yfirborðið úr innviðum Sjálfstæðisflokksins . 30 milljón króna framlag frá "erkifjandanum" þeirra ( að eigin sögn ) sjálfum Baugi vs. FL group og einkavinunum í Landsbankanum uppá 25 milljónir króna (allt á hágengi krónunnar)
Engin ástæða er til að ætla að svona framlög frá auðfélögum til Sjálfstæðisflokksins séu einangrað fyrirbrigði um tíðina.
Ekki þarf annað en að líta á stórhýsi þeirra, Valhöll og kosningabaráttu undangenginna áratuga til að tengja saman við ný fram komnar siðferðisveilur Flokksins. Þessi fjárframlög upp á 55 milljónir kr., fáeinum mínútum fyrir gildistöku laga um hámark fjárframlaga fyrirtækja til stjórnmálaflokka upp á hámark 300 þús. kr. , endurspegla siðferði Sjálfstæðisflokksins. Þessi gerningur er í árslok 2006.
Fljótlega í ársbyrjun 2007 byrja ýmsar hræringar í orkugeiranum þar sem kröfur Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu á almannaeigum gerast háværar. Kaup einkaaðila á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja ná fram að ganga og stofnað er félag innan OR , REI, um einkavæðingu á verðmætum eignum Orkuveitu Reykjavíkur.
Þau fyrirtæki sem að málum koma eru einmitt þessir mikilvirku styrktaraðilar Sjálfstæðisflokksins- FL group og Landsbankinn í baklandinu. Gjöf er æ til gjalda.
Allir muna næturfundi Vilhjálms fv borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins á síðustu klukkustundunum þegar selja átti mannauð og bita úr OR til þessara aðila. Hannes Smárason , útrásargúrú FL group beið þess að fljúga með samningin til London þar sem hægt yrði að veðsetja hann fyrir milljarðatugi-- en babb kom í bátinn- ungir Sjálfstæðismenn og Svandís Svavarsdóttir gerðu uppreisn og svikagerningurinn var sleginn af.
Það munaði hársbreidd á að stórfelld sala á fjöreggi þjóðarinnar yrði selt úr landi fyrir fullt og allt. Þetta er ljót saga.
Þrjú nöfn forystumanna ber hátt Geir H.Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson ásamt Vilhjálmi fv. borgarstjóra.
Nú er Sjálfstæðisflokkurinn nakinn fyrir þjóðinni.
![]() |
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.4.2009 kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 20:06
Samfylking stærst og hefur mest traust.
Samfylking áfram stærst
Innlent | mbl.is | 2.4.2009 | 18:07 Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkurinn um þessar mundir samkvæmt nýrri könnun, sem Capacent hefur gert fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Fylgi flokksins mælist nú 29,4%, fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mælist 27,7% og fylgi Sjálfstæðisflokksins 25,4%.
Lesa meira
Hún kemur ekki á óvart- þessi niðurstaða í þessari skoðanakönnun. Samfylkingin undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur nýtur trausts og trúverðugleika . Forysta Jóhönnu í ríkisstjórn nýtur trausts fólksins í landinu. VG eru einnig að uppskera fyrir verk sín í ríkisstjórninni.
Þessi niðurstaða vísar veginn inn í kosningarnar. Hlutfall svarenda er hátt. Könnunin er því marktæk.
Sjálfstæðisflokkur er með fallandi gengi. Landsfundi nýlokið og uppskeran rýr.
Tröllsleg ræða fv formanns Davíðs Oddsonar fv. Seðlabankastjóra- fór mjög illa í margan flokksmanninn og konuna - einkum á jaðrinum.
Það heyrist á mönnum á götunni.
Ekki bæta nýjar fréttir af óskiljanlegum fjáraustri 400-500 milljarða úr Seðlabankanum á síðustu dögum fyrir hrun- hrunið sem Davíð sagðist alltaf hafa verið að vara við. Allt þetta fé er þjóðinni glatað.
Sjálfstæðisflokkur er eðlilega rúinn öllu trausti þjóðarinnar. Hönnuður og gerandi hrunsins- að mestu.
Einkavæðing bankanna og hrun þeirra tengist flokknum sterkt. Flokkurinn leggst þver gagnvart öllum lýðræðisumbótum- við sjáum það við uppákomurnar á Alþingi núna....
Framsóknarflokkur er fastur í 10 % fylgi.
Nýjabrumið með formanninn er liðið og kemur ekki aftur. Flokkurinn hefur staðið sig með eindæmum illa í stuðningi sínum ríkisstjórnina.
Fólkið treystir ekki flokknum- spillingin er ekki langt undan.
Baklandið er það sama og var í ríkisstjórnaþátttöku hans- það veit fólkið.
Einkavæðingin bankanna og hörmuleg afleiðing þess er fólki í fersku minni úr í hruninu.
Önnur framboð ná sér ekki á strik og falla atkvæði þeim greidd því dauð niður.
En að loknum páskum hefst hörð og snörp kosningabarátta- sú styrsta í sögunni.
Spennandi tímar.
![]() |
Samfylking áfram stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2009 | 09:39
Samfylking stærsti flokkurinn samkv. skoðanakönnun
VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk
Innlent | Morgunblaðið | 27.3.2009 | 5:33 Vinstri grænir, Framsóknarflokkurinn og Borgarahreyfingin bæta við sig fylgi í nýjustu skoðanakönnun Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV miðað við síðustu könnun fyrir viku. Vinstri grænir fara á einni viku úr 24,6% í 26,2% en flokkurinn var með landsfund um síðustu helgi.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Samkvæmt þessari skoðanakönnun er Sjálfstæðisflokkur kominn í þriðja sætið með 24,5 % fylgi en Samfylkingin í fyrsta sætið með um 31 % fylgi.
Fylgi Samfylkingarinnar er nokkuð stöðugt í skoðanakönnunum undanfarið - um og yfir 30 %.
Athygli vekur að Borgarahreyfingin er að sækja á - komin með 3,4 % fylgi. Eflaust kemur henni til góða að fjórflokkurinn virðist ætla að heykjast á lýðræðisumbótum sem boðaðar höfðu verið varðandi stjórnlagaþing og persónukjör í komandi kosningum.
Fólkið vill aukið lýðræði - Búsáhaldabyltingin er ekki útdauð. Það verður spennandi að fylgjast með þróun á fylgi Borgarahreyfingarinnar .
Athygli vekur hin sterka staða Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi - um 35% fylgi. Samfylkingin var í gærkvöldi að samþykkja framboðslista sinn í SV kjördæmi- mjög sterkur framboðslisti.
Efstu sætin skipa : Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir,Magnús Orri Schram og Lúðvík Geirsson í baráttusætinu .
Það verður spennandi að fylgjast með gengi þessa sterka lista Samfylkingarinnar í SV kjördæmi- hvort sex þingmenn og konur verði raunin...
VG er á öflugri siglingu og bætir við sig- er með 26,2 % fylgi. Þetta er verðskuldað fyrir VG- þeir hafa staðið sig mjög vel í núverandi ríkisstjórn. En ljóst er að komandi kosningar verða spennandi...
![]() |
VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2009 | 21:49
Stal skinkubréfi og raksápu og dæmdur í fangavist
Beint í meginmál síðu.
Vísir, 24. mar. 2009 15:38
Stal skinkubréfi og raksápu
Karlmaður var í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir þjófnað. Brotin áttu sér stað í maí á síðasta ári. Þá fór maðurinn fyrst inn í bílskúr á Selfossi og stal þaðan þráðlausu Butler 2500c símtóli og tveimur myndavélarafhlöðum.
Síðar sama kvöld fór hann í verslun Samkaupa á Selfossi og stal þaðan einu áleggsbréfi af Goða skinku og Gilette rakvél ásamt raksápu samtals að verðmæti 1.484 krónur.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þarna virkar réttarkerfið fljótt og vel- kominn í skilorðbundið tugthús með það sama. Allt er seinna í svifum ef um milljarðahvörf er að ræða eins og virðist vera í bankahruninu. Undanskot til skattaskjóla á áætluðum milljörðum kr. - hjá mörgum aðilum- ekkert skoðað og enginn áhugi virðist vera ... sex mánuðum eftir bankahrun hefur enginn verið tekinn í viðtal- hvað þá meir...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.3.2009 | 15:20
Eftirlaunaósóminn á öskuhauga sögunnar
Frétt af mbl.is
Eftirlaunafrumvarp samþykkt
Innlent | mbl.is | 5.3.2009 | 14:00 Frumvarp um eftirlaun forseta, ráðherra, þingmanna og hæstaréttardómara var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á þingfundi Alþingis nú eftir hádegi. Þar með eru umdeild eftirlaunalög æðstu embættismanna frá árinu 2003 felld úr gildi.
Lesa meira
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þá eru síðustu dreggjarnar af valdatíð Davíðs Oddssonar komnar á öskuhauga sögunnar- sjálfur eftirlaunaósóminn.
Það þurfti Vinstri græna í ríkisstjórn til að fleygja ósómanum út.
Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar háði harða baráttu fyrir að ósóma þessum yrði úr lögum komið- en hún fékk ekki þann stuðning sem til þurfti. Baráttu hennar verður minnst.
En í flokki Vinstri grænna er einn annar baráttumaður sem frá upphafi þessarar hraksmánlegu lagasetningar um eftirlaunakjör æðstu ráðamanna, hefur barist hatrammlega gegn þessu óréttlæti.
Þessi maður er Ögmundur Jónasson, nú heilbrigðisráðherra.
Hann hefur nú náð því marki að fá þessum ósóma fleygt út úr íslenskum lögum.
Sómi Ögmundar Jónassonar er mikill.
![]() |
Eftirlaunafrumvarp samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)