Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hafna þingmenn Sjálfstæðisflokks persónukjöri til alþingis ?

Frétt af mbl.is

Leggja fram frumvarp um persónukjör
 Þingflokksformenn allra þingflokka á Alþingi annarra en Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp um að kosningalögum verði breytt þannig að færi gefist á persónukjöri í kosningum til Alþingis.
Lesa meira

Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi ,utan þingsflokks Sjálfstæisflokksins , leggja fram frumvarp um að færi gefist á persónukjöri í kosningunum að vori- til Alþingis.

Ljóst er að persónukjör við röðun á framboðslista er verulegt skref í átt að auknu lýðræði . 

Einn er sá stjórnmálaflokkur sem ekki er lýðræðisþenkjandi hvað varðar aukinn rétt kjósenda við val á þingmönnum.

Sjálfstæðisflokkur sker sig einn úr við frumvarpið um persónukjör. 

Sjálfur meginn ábyrgðarflokkur að efnahagshruninu - vill áframhaldandi flokksræði við val frambjóðenda til Alþingis. Hann hafnar lýðræði við val frambjóðenda. 

Nú reynir á einstaka núverandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvort þeir lúta í einu og öllu flokkseinræðinu eða hafa kjark og burði til að hafa sjálfstæða skoðun. Það verður vandlega fylgst með  hverjum og einum þingmanni við afgreiðslu málsins á Alþingi.

Fyrirsláttur um að tíma skorti til afgreiðslu frumvarpsins eru ómarktæk rök...

Fólkið vill aukið lýðræði. Persónukjör er aukið lýðræði...  

 


mbl.is Leggja fram frumvarp um persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur nýtur trausts

Frétt af mbl.is

Ríkisstjórnin fengi meirihluta
I Mynd 491666 Stjórnarflokkarnir fengju samtals 37 þingmenn ef niðurstöður alþingiskosninga yrðu í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar sem Capacent gerði fyrir Morgunblaðið og RÚV. Samfylkingin mælist nú með 31,1% fylgi og fengi 21 þingmann. Flokkurinn hefur bætt við sig nær tíu prósentum frá könnun í byrjun ársins.
Lesa meira

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ljóst er að ríkisstjórnin undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur nýtur meirihlutatrausts þjóðarinnar.

Tæp 56 % styðja ríkisstjórnina. 

Vinstri grænir undir forystu Steingríms J.  fá tæp 25% fylgi sem hlýtur að teljast gott traust til þeirra og verðskuldað.

Samfylkingin fær rúmlega 31% fylgi sem einnig verður að skoðast sem mikið traust. 

Athyglisvert er að núverandi ríkisstjórn er minnihlutastjórn og "nýtur" stuðnings Framsóknarflokksins, en með meirihlutafylgi meðal þjóðarinnar í þessari könnun

Eftir formannsskiptin í Framsókn reis fylgið hjá þeim í rúm 16% en í þessari könnun mælist fylgið tæp 13% . Það hljóta að vera mikil vonbrigði Framsóknarmanna. 

Ljóst er að þjóðin kann ekki að meta framgöngu Framsóknar í því hlutverki að styðja minnihlutastjórnina. Stöðug upphlaup Framsóknamanna á alþingi og nú síðast  uppnámið kringum Seðlabankafrumvarpið- hefur aukið á ótrúverðugleika þeirra.

Einnig hafa þær efnahagstillögur þeirra um 20% flata skuldaniðurfellingu ekki reynst traustvekjandi- enda fyrst og fremst í þágu auðmanna en skattaklafar lagðir á almenning. Frjálslyndiflokkurinn er að leysast upp.  

 Þetta eru því athyglisverðar niðurstöður sem þessi skoðanakönnun vísar til...


mbl.is Ríkisstjórnin fengi meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnarræða við endimörk

Frétt af mbl.is

SÍ varaði í febrúar við hruni í október
Innlent | mbl.is | 24.2.2009 | 21:11
Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði í Kastljósi RÚV í kvöld að í febrúar í fyrra hefði bankastjórn Seðlabanka Íslands varað ríkisstjórnina því að íslenska bankakerfið „færi á hausinn" í október - eins og raunin varð.
Lesa meira

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta var fyrst og fremst varnarræða hjá stjórnmálaskörungnum Davíð Oddssyni, Seðlabankastjóra. Varnarræða manns sem er að ljúka ferlinum í Seðlabankanum.

Ólán Davíðs er fyrst og fremst að hafa tekið að sér stöðu aðalbankastjóra Seðlabankans.

Í þá stöðu átti hann ekkert erindi og á þeim tímum sem efnahagsleg menntun, yfirgripsmikil þekking og reynsla peningamála ,skipti sköpum.

Sterkur persónuleiki og yfirdrifin stjórnsemi - bætti ekki stöðuna.

Ekki er vafi á að ýmislegt frá Davíð Oddssyni hefur komið Seðlabankanum til góða.

En efnahagshrunið er staðreynd og traust og trúverðugleiki Seðlabankans er að engu orðinn - bæði utanlands og innanlands.  Það er bara staðreynd. 

Endurreisn Íslands er mjög tengd nýrri áhöfn í Seðlabanka Íslands og það strax. 

Davíð Oddsson Seðlabankastjóri verður að draga sig til hlés og aðrir að taka við - annað er ekki í boði.


mbl.is SÍ varaði í febrúar við hruni í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn til varnar Davíð seðlabankastjóra

Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn bíður eftir arftaka Davíðs

Tomsen

Tomsen

Mánudagur 23. febrúar 2009 kl 15:53

Höfundur: (johannh@dv.is)

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bíða átekta og hafa í hyggju að fresta för hingað til lands þar til stjórnvöld hafa skipt út yfirstjórn Seðlabankans. Þetta hefur DV eftir áreiðanlegum heimildum úr stjórnkerfinu og þinginu.

Fyrir liggur að meta framvindu og skilvirkni áætlunar sem gerð var með samningi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í byrjun nóvember síðastliðinn. Tafir eru þegar orðnar ýmsum þáttum, þar á meðal mat á sannvirði eigna yfirteknu bankanna.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur margoft sagt að megintilgangur seðlabankafrumvarpsins sé að skapa traust til starfsemi bankans og trúverðugleika í samskiptum við aðrar þjóðir.

Ljóst má því vera að töf á afgreiðslu seðlabankafrumvarpsins er farin að hafa áhrif á samskipti stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þingfundur hefst á Alþingi klukkan hálf fimm í dag þar sem hugsanlegt er að seðlabankafrumvarpið verði tekið til afgreiðslu þrátt fyrir að það hafi ekki verið afgreitt frá viðskiptanefnd. (visir.is)

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 Hvað vakir fyrir Framsókn með þessum tafaleik við afgreiðslu frumvarps ríkisstjórnarinnar um nýskipan Seðlabankans ?  Annar af tveim fulltrúum Framsóknar í Viðskiptanefnd hafnar afgreiðslu frumvarpsins- en hinn ekki. Því er borið við að Sigmundur formaður Framsóknar styðji málið - skrýtið sjónspil.  Nú eru þetta árlegar skýrslur frá ESB varðandi Seðlabankamál og engin stórtíðindi á ferð - sem verið er að vitna til við þessa uppá komu. Er málið einfaldlega eitthvert kosninga-auglýsingatrikk Framsóknar - ef svo er þá er þetta þeim mjög dýrt spaug...


Strandkapteinar lýsa frati á Seðlabankafrumvarpið

Frétt af mbl.is

Gagnrýna Seðlabankafrumvarp
Viðskipti | mbl.is | 17.2.2009 | 9:44
Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, seðlabankastjórar á... Seðlabankastjórarnir gagnrýna harðlega breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands. Segja þeir mjög mikilvægt að kasta ekki til höndunum við breytingar á lögunum. Sýna þurfi mikla gát og vandvirkni til að fyrirbyggja að úr verði stjórnsýslubastarður, sem geri stjórnina óskilvirka og valdi tortryggni.
Lesa meira

 Það er fróðleg lesning að fá fram viðhorf núverandi Seðlabankastjóra á væntanlegu frumvarpi um stjórn Seðlabankans.  Hér tala menn sem gert hafa Seðlabanka Íslands gjaldþrota og rústað trúverðugleika hans bæði utanlands sem innan. Gert okkur Íslendinga að athlægi meðal þjóðanna.  Stjórnsýslubastarður er notað til varnaðar við gerð hins nýja frumvarps. Er hugtakið stjórnsýslubastarður ekki einmitt lýsandi fyrir störf þessara Seðlabankastjóra á aðdraganda og í kjölfar mesta efnahagshruns sem íslenska þjóðin hefur upplifað og á eftir að upplifa um ókomin  ár.  Stjórnsýslubastarðar skulu þeir heita- einkum foringi þeirra. Brýnt er að hið nýja frumvarp um Seðlabanka Íslands verði sem fyrst að lögum. Núverandi ríkisstjórn er treyst fyrir að fullgera verkið.


mbl.is Gagnrýna Seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin og framtíðin

Ingibjörg Sólrún ekki að hætta
Innlent | mbl.is | 14.2.2009 | 18:38
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að hún hefði ekki tekið ákvörðun um að hætta formennskunni. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist í fréttum Ríkisútvarpsins treysta Ingibjörgu Sólrúnu fullkomlega sem formanni flokksins og formannsframboð væri ekki inni í myndinni.
Lesa meira

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Án þess að leggja mat á mögulega áfram haldandi forystu Ingibjargar Sólrúnar- þá er ljóst að næstu árin á Íslandi verða erfið og mikilvægt að rétt og vel verði staðið að  endurreisninni.

Fáir kostir sem prýða mega forystu í þau verkefni, eru verðmætari en góð menntun, víðtæk þekking og yfirgripsmikil reynsla af þjóðmálum.

Allt þetta hefur Jón Baldvin í ríkum mæli. Hvað varðar langt frí frá stjórnmálum  og nokkurn aldur - þá eru ágæt dæmi  um einmitt alla þessa kosti- mjög vel þekkt í sögunni . 

Nefna má Winston Churchill og Konrad Adenauer sem dæmi um reynslu mikla menn sem kallaðir voru til forystu þjóða sinna á ögurstund.

Ástandið á Íslandi er efnahagshamfaraástand.... 

Talað er um unga og velmenntaða menn  til slíkrar forystu- þeirra sé framtíðin.  Það var nú einmitt sem gerðist í bönkunum- ungir og geysi velmenntaðir  menn fylltu bankana og þeim reyndari var ýtt út.

Allt gekk vel í fyrstu- en síðan varð algert efnahagshrun.

Það vantaði þekkinguna og reynsluna...  


mbl.is Ingibjörg Sólrún ekki að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðir almennings skerða eftirlaun en ríkisstarfsmenn halda sínu.

Frétt af mbl.is

Skerða lífeyri um allt að 10%
Innlent | Morgunblaðið | 10.2.2009 | 5:54
Mynd 456437 Lífeyrisréttindi munu skerðast um fimm til tíu prósent að jafnaði á þessu ári vegna bankahrunsins í október, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mismunandi er eftir sjóðum hvort skerðing mun eiga sér stað. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna og sjóðir sveitarfélaga munu ekkert þurfa að skerða.
Lesa meira

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Misjöfn eru kjörin hjá fólkinu í landinu þegar kemur að eftirlaunum. 

Hinir almennu lífeyrissjóðir eru algjörlega háðir markaðslögmálunum og verðgildi þeirra sveiflast því upp og niður eftir vísitölum markaðanna. 

Nú er bankahrun á Íslandi og efnahagskreppa.  Hinir almennu lifeyrissjóðir hafa tapað stórfé við hrunið.   Skerða verður eftirlaun  um 10 % og jafnvel enn meira síðar.  Fyrir marga er þetta mikið áfall . 

En í þessu þjóðfélagi sitja ekki allir við sama borð þegar eftirlaun eru annars vegar- sumir eru alveg gulltryggðir með sín eftirlaun. 

Opinberir starfsmenn og sveitafélaga eru alveg ótengdir efnahagssveiflum eða efnahagshruni. Ríkissjóður tryggir ávallt verðgildi eftirlauna þeirra.  Til þess er notað skattfé skattborgaranna. 

Eftirlaun æðstu embættismanna , þingmanna og ráðherra er síðan í alveg sérstöku vernduðu umhverfi. 

Ljóst má vera að eftirlaunaréttindi fólks , þegar starfsævinni lýkur , eru í himinhrópandi ósamræmi. 

Allir hafa unnið á starfsævinni þjóð sinni gagn - en þegar upp er staðið og ævistarfinu lýkur - þá blasir við hrikalegt óréttlæti. 

Þetta hrikalega óréttlæti verður að leiðrétta.


mbl.is Skerða lífeyri um allt að 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör og efnahagshrunið

Frétt af mbl.is

Prófkjör um miðjan mars
Innlent | mbl.is | 7.2.2009 | 12:04
Geir H. Haarde Á fundi í Verði - Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sem haldinn var í morgun var einróma samþykkt að viðhaft skuli sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum vegna uppröðunar á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningarnar og að það fari fram dagana 13. og 14. mars nk.
Lesa meira

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Það er greinilegt að vilja almennings til aukins lýðræðis á ekki að virða .  Kröfur eru uppi um aukið lýðræði við næstu alþingiskosningar - að kjósendur raði frambjóðendum á lista flokkanna (flokks)

Það heita persónukosningar. 

Það þýðir að kjósandi á val milli frambjóðenda og getur greitt þeim atkvæði sem hann/hún treystir best. 

Nú er valið aðeins að setja X framan við bókstaf þess flokks sem valinn er. Allt það fólk sem á viðkomandi lista er - hefur verið valið fyrirfram í prófkjörum og er óbifanlegt úr þeim sætum- í kjörklefanum. 

Þetta er ekkert lýðræði- þetta er flokksræði.

Síðan eru það þessi prófkjör .

Hvað spila utanaðkomandi fjármunir veigamikið hlutverk í niðurstöðunni fyrir hvern og einn ?  Á tímum auglýsinga ,markaðssetninga er ljóst að hægt er að kaupa nánast hvað sem er. Og því ekki hagstætt þingmannsefni - jafnvel mörg. 

Og þá skiptir máli að viðkomandi lendi í öruggu sæti á framboðslista.  Enginn setur fjármuni í svona spilverk nema að það skili einhverjum arði - eða hvað ?  Er t.d ekki auðvelt að sjá fyrir sér að okkar efnahagshrun eigi sér djúpar rætur í veikleikum prófkjöra flokkanna- einkum þeirra sem lengsta valdasetu hafa átt á alþingi ?? 

Er ekki hin inngróna spilling sem við erum nú að upplifa ,að er og hefur verið beintengd stjórnmálaöflunum? 

Og eftir höfðinu dönsuðu limirnir. 

Nú er allt okkar efnahagslíf hrunið og þjóðlífið í rúst-og þjóðin hneppt í skuldafjötra.   Og sá flokkur sem mesta ábyrgð ber á hruninu- boðar nú gömlu spilltu aðferðina við að velja fólk á sinn framboðslista- prófkjör. 

Lýðræðinu er hafnað af þeim flokki- hvað verður með hina ?

Nú mætum við öll á Austurvöll í dag kl 15 og mótmælum spillingunni


mbl.is Prófkjör um miðjan mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir gefur þjóðinni pungspark.

Beint í meginmál síðu.

Vísir, 04. feb. 2009 10:13

Jón Ásgeir: Pungspark frá Landsbankanum

mynd Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs.

„Þetta var eina leiðin fyrir okkur til að verja hagsmuni fyrirtækja okkar og annarra lánadrottna. Landsbankinn gaf okkur ekki annan kost," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, um ástæður þess að félagið hefur farið fram á greiðslustöðvun.

„Þetta er pungspark frá Landsbankanum sem hefur það í för með sér að Bretar munu eignast nokkur af bestu fyrirtækjum í eigu Íslendinga á spottprís. Á meðan við ætlum að borga Icesave upp í topp þá gefum við á sama tíma Bretum fyrirtækin okkar. Ég er viss um að Philip Green dansar stríðsdans í stofunni heima hjá sér núna því hann á eftir að eignast stóran hluta af fyrirtækjum okkar nær ókeypis," segir Jón Ásgeir í samtali við Vísi.

Aðspurður hvort hann viti hver ástæða Landsbankans fyrir þessum aðgerðum sé svarar hann: „Þú verður að spyrja skilanefnd Sjálfstæðisflokksins að því." Spurður nánar út í það segir Jón það varla tilviljun að þetta komi á sama tíma og Davíð Oddssyni sé sagt upp í Seðlabankanum."

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nú er enga peninga lengur að mjólka út úr  eigum þjóðarinnar . Þessi útrásarfífl hafa þurrausið og yfirveðsett öll þau verðmæti sem hefur tekið þjóðina marga áratugi að byggja upp. Gamalgróin og fyrrum öflug fyrirtæki eru komin á vonarvöl  sem og þjóðin.  Og nú kemur í ljós að þessi rómuðu fyrirtæki sem þessi útrásarfífl voru að kaupa erlendis- standa enganvegin undir sjálfu sér ein og sér .  Allt byggðist á blekkingu - við þjóðin vorum látin borga fyrir leiksýninguna - dýru verði.  Allt er hrunið hjá þessum bjánum. Og nú verðum við að taka við skuldunum- til viðbótar úthreinsun þeirra á þjóðareigum okkar.  Jón Ásgeir Jóhannesson talar um að hann hafi fengið púngspark frá Landsbankanum með aðstoð Sjálfstæðisflokksins . Er ekki það rétta að Jón Ásgeir Jóhannesson hefur gefið þjóð sinn ærlegt púngspark ?   Allavega verðum við að borga verulegan hluta þessa spilaskulda hans...

 


Jóhanna Sigurðardóttir , forsætisráðherra

Forsætisráðherra , Jóhanna Sigurðardóttir                                                                        

johanna.pngLengi býr að fyrstu gerð.

Það á vel við um Jóhönnu Sigurðardóttir nýskipaðan forsætisráðherra Íslands- fyrst íslenskra kvenna.  Jóhanna er fædd og uppalin innan kjarngóðrar alþýðufjölskyldu.

Amma hennar , Jóhanna Egilsdóttir var mikill verkalýðsleiðtogi og baráttukona fyrir bættum hag íslenskrar alþýðu- fyrrihluta síðustu aldar.

Hún á því ekki langt að sækja óbilandi þrek, baráttu og hugsjón fyrir velferð íslenskrar alþýðu og þeirra sem minna mega sín í lífsbaráttunni.

Í 30 ár hefur hún verið málsvari og málafylgjukona fyrir bættum kjörum íslenskrar alþýðu á alþingi Íslendinga bæði sem þingmaður og ráðherra.

Og nú í síðustu ríkisstjórn Geirs H.Haarde hefur hún gengt stöðu félags og tryggingamálaráðherra við góðan orðstír. Mörg réttindamál barna,kvenna  sem og aldraða og öryrkja hafa orðið að veruleika  í þeirri ríkisstjórn. 

Og nú er tekin við ný ríkisstjórn í kjölfar efnahagshruns nýfrjálshyggjunnar. Sú ríkisstjórn er mynduð af Samfylkingu og Vinstri grænum og  með hlutleysi Framsóknar.

Enginn þótti betur til þess hæf en Jóhanna Sigurðardóttir að veita þeirri verkefnastjórn forystu- forsætisráðherra.  Gríðarleg verkefni bíða þessarar ríkisstjórnar- tími hennar er mjög skammur eða aðeins 82 dagar.

Mörg tímamótamál fyrir þjóðina verða verkefni þessarar stjórnar. Lýðræði , auðlindamál og tiltekt í stjórnkerfinu ber hátt. 

Og eins og Jóhanna Sigurðardóttir sagði- dugi ekki dagurinn í verkið þá bætum við nóttinni við. 

Og blómin spretta á rústum efnahagshrunsins

                  Rauð og Græn

p7040032_785925.jpgRíkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur boðar upphaf endurreisnar Íslands í kjölfar efnahagshrunsins.

það eru bundnar miklar vonir við verkin sem unnin verða.

  Jóhanna Sigurðardóttir og ríkisstjórn hennar þarf á miklum stuðningi þjóðarinnar að halda næstu 2 mánuðina.

           Veitum henni öflugan stuðning.

                                                       


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband