Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Seðlabankastjórann út- lækkum vextina

Frétt af mbl.is

Vildu lækka vexti en ekki IMF
Viðskipti | mbl.is | 29.1.2009 | 11:07
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans Bankastjórn Seðlabanka Íslands taldi tímabært að hefja lækkun vaxta nú og var sú afstaða kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Framkvæmdastjóri hans hvatti hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum að sinni m.a. vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum.
Lesa meira

Ljóst er að  Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn (AGS) sem hefur tryggt okkur lágmarks lánsfé í erlendri mynt gerir miklar kröfur um skilvísa nýtingu þeirra fjármuna fyrir fólkið í landinu. 

Strangt eftirlit er með okkar meðferð á þeim fjármunum. Á þriggja mánaðafresti er okkur gert að gera  fulltrúum AGS grein fyrir framkvæmd okkar peningamála.

Ef við uppfyllum ekki okkar hluta samningsins- missum við af frekari lánum.  Seðlabankanum er gert að stýra framkvæmd samningsins í peningamálum. 

Nokkrum mánuðum fyrir hrun okkar efnahags og bankakerfis lokaði alþjóðafjármálakerfið á allar lánveitingar til okkar.

Stjórn peningamála naut einskins trausts . Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið ásamt Fjármálaráðuneyti var og er algjörlega trausti rúið. 

Stjórnvöld sem leiddu þjóðina í hrunið eru trausti rúin. Nú hafa þau stjórnvöld sagt af sér- einn ráðherra hefur axlað ábyrgð- viðskiptaráðherra. Fjármáleftirlitið hefur verið leyst upp.

Ennþá situr trausti rúin stjórn Seðlabankans.

Þjóðin bíður þess nú að síðustu leifarnar af þessu stjórnvaldi sem leiddi þjóðina á heljarþröm efnahagshruns- verði vikið frá- Seðlabankastjórnina burt- strax. 

Þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum nú um helgina - hefst endurreisn íslensks efnahags og þjóðlífs. Mikið hreinsunarstarf liggur fyrir og margar bráðaaðgerðir til hjálpar atvinnulífi , heimilum og fjármálalífinu í landinu.  

Mótmælaöldur fjöldans- fólksins í landinu hafa verð kraftmiklar síðustu 16 vikurnar og æ fjölmennari.

Allar kröfur fólksins hafa náð fram að ganga - utan ein- Seðlabankastjórinn situr ennþá og fer hvergi.

Og vextir haldast því  ennþá háir- atvinnulífi og heimilum - blæðir

Mætum öll á Austurvöll á laugardaginn kl. 15 og leggjum áherslu á þá kröfu að stjórn Seðlabankans víki- strax 



mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Vg stjórntækur flokkur við ríkjandi ástand ?

Frétt af mbl.is

„Allt kemur til greina"
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja kosningar í vor þar sem nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálamenn að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir fólkið í landinu.
Lesa meira

  Nú er talað um stjórnarslit og kosningar í vor . Horft er til Vg um myndun ríkisstjórnar fram að kosningum í vor.  Er það raunhæfur kostur ?

VG skorar alltaf hátt í skoðanakönnunum. Mælist nú samkvæmt skoðanakönnun með um 28%  fylgi

Fólk sem er stuðningsfólk annarra flokka, en er ósátt við þá- notar gjarnan VG , þegar spurt er í skoðanakönnunum- til að veita sínum flokki ráðningu, telji það þess þörf.

Á kjördag er gamli flokkurinn síðan kosinn og raunfylgi VG birtist upp úr kjörkössunum 14-16 % .

Nú er ólga og margir ósáttir , einkum í stjórnarflokkunum- VG fær þann skell með sýndarfylgi.   Nú er ljóst að samkomulag milli stjórnarflokkanna er í molum og samstarfið hangir í lausu lofti. 

Bráðavandi er framundan á næstu dögum vegna fjárhagsmála- atvinnulífs og heimila. Einnig eru ESB málin á mikilvægum tímapunkti.

Gríðarlegir erfiðleikar eru við lánsfjárútvegun erlendis frá vegna þess vantrausts sem ríkir í garð Íslendinga vegna forystu í Seðlabanka,fjármálaeftirliti og fjármálaráðuneyti. Þessar stofnanir eru öllu trausti rúnar.

Sjálfstæðisflokkur er alls ófær um að leysa vanda þessara fjármálastofnana ,en þær heyra undir forsætisráðherra.  Vegna þessa er stjórnakreppa og brýnt að þessi ríkisstjórn verði leyst upp nú þegar. 

Best væri að VG og Samfylkingin , með hlutleysi Framsóknar, myndi ríkisstjórn fram að kosningum í vor.

Nú reynir á VG ,bæði í bráð og lengd. Eru þeir yfirhöfuð ábyrgur stjórnmálaflokkur sem getur tekið á  erfiðum málum , en lífsnauðsynlegum fyrir þjóðina-  eða er hann óábyrgur ?   Fram að þessu hefur þjóðin metið hans trúverðugleika á 16 % 

Við bíðum spennt..

 


mbl.is „Allt kemur til greina"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi mótmælenda - fordæmt

Frétt af mbl.is

Táragasi beitt á Austurvelli

Gasmökkinn lagði yfir Austurvöll. Táragasi var skotið á mótmælendur á Austurvelli nú um klukkan hálf eitt en það mun vera í fyrsta skipti frá árinu 1949 sem slíku gasi er beitt hér á landi. Hvítan reyk lagði yfir Austurvöll þegar gashylkjunum var skotið flúðu mótmælendur af svæðinu en lögreglumenn voru allir búnir gasgrímum.
Lesa meira

Á hverjum laugardegi frá því hrunið varð ,hafa farið fram friðsöm mótmæli á Austurvelli . Þar hafa í heildina tugþúsundir manna og kvenna á öllum aldri og þjóðfélagsgreinum, mótmælt.

Alltaf í friði og spekt.  

Fáar en mjög skýrar og ákveðnar kröfur hafa þar verið framsettar og hafa þær átt mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar og einnig notið stuðnings frá virtum aðilum erlendis frá. 

Þessar kröfur eru að stjórnum Seðlabanka og Fjármálaeftirlits sé vikið frá , að ríkisstjórnin víki og kosið verði til þings á vori komandi. 

Þessar kröfur hafa með öllu verið hundsaðar og að engu hafðar,af stjórnvöldum.

Allt hrunaliðið situr sem fastast- enginn axlar ábyrgð eða hefur verið látinn axla ábyrgð. 

Við setningu alþingis , að loknu mánaðarlöngu jólaleyfi þingmanna- voru friðsöm en hávaðasöm mótmæli við alþingishúsið - þó urðu átök vegna útrásar víkingasveitar lögreglu við einskorðað atvik. 

En inni á alþingi höfðu þingmenn ekki áhyggjur af stöðu mála- umræða dagsins , eftir mánaðar leyfi , var að ræða brennivínssölu í verslunum stórmarkaða. Veruleikfirrt alþingi.

Uppúr sauð utandyra.

Ofbeldisfólk fékk aukið vægi - því miður. Og mótmæli með aukinni virkni ofbeldisfólks hélt áfram.  Þetta ofbeldisfólk er fordæmt og beita þarf öllum ráðum til að fjarlægja það og leiða því fyrir sjónir villu síns vegar- við friðsamir mótmælendur höfnum þessu ofbeldi. 

Nú berast fregnir um að núverandi ríkisstjórn sé í þann veginn að fara frá- það er vel.  Hún nýtur einskins trausts né trúnaðar.  Það besta sem hún getur gert þjóð sinni er að fara frá nú þegar. Og í kjölfarið verður að hreinsa út úr Seðlabankanum og Fjármálaeftirliti.  Það er verkefni þeirra sem við taka að framkvæma þá hreinsun- Og kosningar í apríl- maí 2009 og friðum þjóðfélagið.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldahandtökuskipanir í kjölfar bankahrunsins

Frétt af mbl.is

Milljarðalán án áhættu
Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún. Útvaldir viðskiptavinir Kaupþings, þar á meðal Ólafur Ólafsson, annar stærsti eigandi bankans, fengu milljarða króna að láni til að gera samninga sem þeir gátu ekki tapað á.
Lesa meira

 Nú stendur sýslumaðurinn í Selfossi í fyrstu fjöldahandtökunum sem tengjast bankahruninu á Íslandi. 340 Íslendingar til heimilis á Suðurlandi eru á handtökulistanum.

Ákærurnar eru vegna áranguslaus fjárnáms hjá viðkomandi. 

Ekki er þetta fólk nú fyrrum útrásarbankamenn eða þeirra stærstu viðskiptavinir- þetta fólk telst til almennings- sem væntanlega hefur komist í greiðsluþrot til þessara fv.einkabanka. 

Lög skulu gilda í landinu.  En réttlætiskennd er misboðið hjá fólkinu í landinu. 

Ekki einn einasti þeirra sem höfuðábyrgð bera á efnahagshruni Íslands er þessa heiður aðnjótandi að lögreglan sjái ástæðu til  að hýsa þá - meðan stórfelld vafasöm viðskipti þeirra eru rannsökuð. 

Viðskiptamódel Ólafs Ólafssonar,Sigurðar Einarssonar og sheiksin frá Qatar er í meira lagi grunsamlegt . 

Þeim eru lánaðir tugir milljarða kr.  , án heimilda, án veðtrygginga út úr Kaupþingi til einkabraks- til stórfelldar eignatilfærslu í þeirra eigin vasa- á síðustu dögum fyrir hrun.

Hluthafar Kaupþings borga tapið .þ.á.m  gamla fólkið á Íslandi með tapi á lífeyrisfjármunum sínum. Og auðvitað fór gerningurinn um skattaparadís á Jómfrúeyjum. 

Tap hluthafa Kaupþings m.a lífeyrissjóaðanna er áætlað 37,5 milljarða kr. Grunur er um stórfelldan þjófnað þessara ofangreindu manna. 

Þess er krafist að þeir verði handteknir nú þegar og verði í gæslu það til öll þeirra mál verða upplýst , af saksóknara.  Yfirvöldum ber að forgangsraða málum með tilliti til mikilvægis og stærðar og byrja hjá þeim stóru... 

Síðan mætum við , almenningur á Austurvöll í dag þ. 20 . janúar  2009 og fögnum endurkomu alþingismanna og kvenna til starfa að nýju eftir mánaðarlangt jólaleyfi-- og klöppum rækilega fyrir framtakinu.

Ríkisstjórn Íslands segi afsér hið fyrsta og kosningar í vor


mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk náttúra er auðævi þjóðar til framtíðar.

Frétt af mbl.is

Ísland eitt það heitasta
Gullfoss hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn Ísland fær um þessar mundir jákvæða umfjöllun í erlendum miðlum um ferðamennsku, sem hagkvæmur kostur eftir fall krónunnar.
Lesa meira

Þetta eru góð tíðindi í kjölfar víkingaherferðar okkar til nágrannalandanna .

Leiðarvísirinn Lonely Planet hefur útnefnt Ísland sem einn af sínum „heitustu“ áfangastöðum á árinu 2009 . Þannig að Bretar eru ekki mjög langræknir á að við skyldum gerast helst til fingralangir í sparifé þeirra á tímum hinnar óheftu gróðafíknar.  Þeir kenna kannski þjóðinni ekki um brambolt nokkurra útrásarvíkinga.                                                                                                                                      Náttúruperlan-Flosagjá á Þingvöllum

Frá Þingvöllum-Flosagjá

En landið er fagur og frítt - enn sem komið er. Mikið í að sækja hingað fyrir þá sem dá óspillta náttúru- en þau verðmæti aukast sífellt. 

Og ekki eru ferðalangar lengur bundnir við við hásumar tímann einan. Hingað eru að streyma skemmtiferðaskip - nú þegar í janúar.

Ferðamannatíminn er að lengjast - hann er að ná til ársins alls.  Tekjumöguleikar okkar af ferðamannastraumnum eru mjög miklir og fjölbreytni þjónustunnar eykst. 

 

 Öræfakyrrð á LangasjóFrá Langasjó

Við eigum að leggja okkur mjög fram á þessum stóra og vaxandi markaði.  Utan hásumarstímans eru það fyrst og fremst fólk sem komið er á eftirlaun sem eru markhópurinn. 

Við verðum að taka ferðamannaþáttinn inní okkar framtíðarsýn í atvinnumálum- orkunýtingin er okkur mjög mikilvæg- en þar verður að fara með varúð.

Enginn vafi er á að hálendi Íslands heillar.  Hverir og vatnsföll eru upplifun . Eldsumbrotasvæði eru eitt af undrum veraldar.

Af öllum þessum gersemum getur Ísland ennþá státað.  Verksmiðjuvæðingin hefur ekki skaðað landið svo mjög. 

Óspillt fuglabjarg í Melrakkaey

Toppskarfar á stuðlabergssillum í Melrakkaey

Við höfum enn tíma til að byggja upp okkar framtíð með gæðum landsins lítt spilltum.

Við þurfum að endurnýja sjávarbyggðir landsins með því að færa okkar rómuðu fiskveiðar og sjálfbæra nýtingu þeirra aftur til byggða landsins- fólksins sem byggir landið allt.

Það hefur mikið aðdráttarafl fyrir gesti okkar - sem ferðast um landið. Að upplifa fagurt mannlíf - nátengt sjálfbærum náttúru gæðum.

Í ferðamannageiranum liggja ómæld tækifæri okkar, sem búum hér norður við mörk hins byggilega heims.

Nýtum það til fulls, á sem sjálfbærastan hátt.

 


mbl.is Ísland eitt það heitasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ fagnar að fá meiri kvóta í skulda óráðsíuna

Frétt af mbl.is

Stjórn LÍÚ fagnar kvótaaukningu
Þorskur á markaði Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, fagnar þeirri ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að auka heildaraflamark í þorski á yfirstandandi fiskveiði ári um 30.000 tonn. Jafnframt fagnar stjórn LÍÚ þeirri yfirlýsingu ráðherra að gert sé ráð fyrir því að heildaraflamark í þorski verði ekki lægra en 160 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári.
Lesa meira

LÍÚ er félag útgerðamanna sem hafa fengið "eignarhald" á öllum óveiddum fiski í sjónum við strendur Íslands allt að 200 sjómílur á haf út.   Enginn smá biti það  . Þó eru fiskimiðin, auðlindin sjálf - þjóðareign.   23 ár eru síðan settar voru takmarkandi aflaheimildir innan fiskveiðilögsögunnar . Það var gert í tvennum tilgangi : 

1)  Að koma í veg fyrir ofveiði sem þá var talin hætta á. 

2)  Að auka hagkvæmi veiðanna og útgerðanna.  Á þeim tíma voru veiðiheimildir milli 350- 400 þús   tonn af þorski/ári.  

Og nú  23 árum síðar er staðan sú að heimilt er að veiða 130 þús.tonn/ári af þorski . (2008)   Og útgerðin er skuldugri en nokkru sinni fyrr í sögu Íslands  . Útgerðin skuldar 800- 900 milljarða ísl kr.  

Afrakstur Íslandsmiða að verðmæti á ári eru rúmir 100 milljarðar ísl. kr.  Ljóst má vera að nákvæmlega ekkert hefur gengið eftir með tilgang kvótalaganna- þvert á móti - allt hefur gengið í þveröfuga átt. 

Og hvernig má það vera að skuldsetning útgerðarinnar er nærri 10 sinnum meiri en afraksturinn /fiskveiðiár ?  

Uppkaup á kvóta er ein ástæðan - kílóverð var komið 4500 ísl kr árið 2008 og síðan hlutabréfakaup útgerðanna í útrásarævintýrinu- alls óskylt útgerð fiskiskipa.  Þessa fjármuni getur útgerðin aldrei borgað til baka.

Bankarnir eiga allan útgerðapakkann á Íslandi- þjóðin sjálf.  Kvótakerfið hefur með öllu brugðist og það traust sem LÍÚ var sýnt með umsjón auðlindarinnar- er með öllu af þeim rúið.

Og nú í kreppunni á að bæta við 30 þús tonna þorskkvóta.  LÍÚ er afhentur þessu kvóti - í  sína botnlausu óráðsíu.  

Ráðamenn hafa ekkert lært á efnahagshruninu- allt við það sama.  

Það sem hefði átt að gera - er að hefja uppstokkun á þessu hryllilega kvótakerfi

Svona bátar áttu á fá viðbótarkvótann Grundarfjörður

Setja þessi 30 þús./árs tonna af þorski á frjálsan markað.  Allir hefðu heimild til að kaupa veiðiheimildina. 

Kvótagjaldið rynni í ríkissjóð - sem síðan ráðstafaði afrakstrinum í ýmis atvinnutækifæri - um landið allt.  

Hinum úthlutaða (gjafa) kvóta yrði síðan smá saman úthlutað með sama hætti- enda á þjóðin allan kvótann með veðum í hinni fallit útgerð...

LÍÚ hefur fyrirgert öllu sínu tilkalli til þess kvóta sem var... þeir ráðstöfuðu honum öllum í hlutabréf  sem með öllu voru óskyld útgerð til fiskveiða- sumir í bílaumboð og einkaþyrlukaup... Útgerðin var veðsett fyrir gróðafíkn útrásarbankanna, sem nú eru komnir á öskuhauga sögunnar.

 

 


mbl.is Stjórn LÍÚ fagnar kvótaaukningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bregaðst hlutverki sínu- Sjálfstæðisflokkur í kreppu

„Brygðist sögulegu hlutverki sínu"

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn yrði með öllu ótrúverðugur og brygðist sögulegu hlutverki sínu léti hann við það eitt sitja á landsfundi sínum að binda trúss sitt við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í nýjum pistli Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, á vefsvæði hans.
Lesa meira

Að bregðast sögulegu hlutverki ?  Frá því ég man fyrst eftir mér gagnvart stjórnmálunum hér á landi - hefur það verið meginn málflutningur Sjálfstæðisflokksins að honum einum væri treystandi fyrir efnahagsmálum þjóðarinnar hvort sem væri á landvísu eða í borg.  Það væri hans stærsta og viða mesta sögulega hlutverk.

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn lokið þessu sögulega hlutverki- hér á landi er allt efnahagslífið í rúst , að lokinni 17 ára samfelldri umsjón Flokksins við foystu efnahagsmála.  

Mér finnst engu frekara hægt að bæta við ótrúverðuleika Sjálfstæðisflokksins frá því sem þegar er orðið....


mbl.is „Brygðist sögulegu hlutverki sínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þúsundir mótmæla á Austurvelli

Auðlindir sjávar í þjóðareign er krafan

p1010002_768381.jpg Mikið fjölmenni mætti til mótmælafundar á Austurvelli í dag 10. janúar 2009 . Í  fréttum RÚV kl. 16 var sagt að um 1500 mann væru á fundinum - sennilega haft eftir lögreglunni. En raunverulegur fjöldi sem mætti til þessarar mótmælastöðu hefur verið á bilinu 4-5000 manns .

Veður var hið besta , logn og hiti ofan frostmarks.

Og kröfur fólksins eru hinar sömu og frá fyrsta mótmælafundinum í október 2008 :

- Stjórn Seðlabankans víki frá

- Stjórn  Fjármálaeftirlitsins víki frá

Og að ríkisstjórnin víki og boðað verði til kosninga svo fljótt sem verða má.

Krafa um að Elín og Birna bankastjórar víki.

p1010003.jpg  Ræðumenn og konur fengu mikinn og góðan hljómgrunn .

Nú hafa verið haldnir 14 mótmælafundir á Austurvelli frá því banka og efnahagshrunið skall á þjóðinni í októberbyrjun árið 2008.

Ákalli mótmælenda , sem eiga mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar, hefur í engu verið svarað af stjórnvöldum. Þögn og afskiptaleysi er svarið. 

Fram kom að nú fari í hönd fjölgun mótmælafunda og er skammt að bíða setningar Alþingis- Hvað skeður þá ?

 Ennþá eru eftirlaun ráðamanna gegn siðvitund fólksins

p1010014.jpg

"Raddir fólksins "  hópurinn sem skipuleggur og stendur fyrir þessum mótmælum- leggur áherslu á að mótmælt sé friðsamlega.  Það hefur án undantekningar tekist . Mótmælin hafa verið og eru friðsamleg.

Kannski væri árangurinn meiri og víðtækari ef friðurinn væri minni ?

Vonandi átta ráðmenn og konur sig á að þarna eru kjósendur til þings þjóðarinnar  að láta raddir sínar heyrast og að koma saman á Austurvelli , vikulega ,  og sýna samstöðu.

Frá upphafi hafa tugþúsundir mætt á Austurvöll til þessara mótmæla.  

En ríkisstjórnin og hennar lið - liðið sem við kusum vorið 2007- hundsar fólkið.


mbl.is Fjórtándi fundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingin heldur áfram í bönkunum

Frétt af mbl.is

Tryggvi hafði bein afskipti
  Tryggvi Jónsson. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hafði bein afskipti af sölum á tveimur fyrirtækjum til fyrirtækja tengdum Baugi á meðan hann starfaði í Landsbankanum. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum RÚV.
Lesa meira

Ef hávær mótmælaalda hefði ekki komið til þá væri þessi skúrkur þarna ennþá inni í Landsbankanum við iðju sína .      Sjálfur afneitaði hann með öllu nokkrum afskiptum af Baugsmálum í störfum sínum í Landsbankanum-  allt ein tóm lygi.   Þessir yfirmenn sem ennþá eru innanborðs í Landsbankanum og eru tengdir fyrri tíð-fyrir hrun, þeim hlýtur að verða vikið frá störfum - nú þegar.    Allt þetta lið er samsekt- sérstaklega bankastjórinn.     Hvað með hina tvo bankana ?  Er alveg það sama uppi teningnum þar ?

Fer ekki hörð mótmæla alda af stað núna- Allavega mætum á Austurvöll kl 15 á morgun ,laugardag,


mbl.is Tryggvi hafði bein afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland fordæmir innrásina á Gaza

Æfðu innrásina í átján mánuði
Erlent | AFP | 4.1.2009 | 20:59
Undirbúningur ísraelska hersins fyrir innrásina á Gaza stóð í átján mánuði, að sögn talsmanns hersins. Undirbúningurinn fór fram í yfirgefinni herstöð í eyðimörk en þar hafði verið reist eftirlíking af Gazaborg. Að minnsta kosti 500 Palestínumenn hafa fallið síðan árásir Ísraelshers á Gaza hófust lok desember og allt að 300 þúsund særst. Þjóðir heims þrýsta nú mjög á um vopnahlé á Gaza.
Lesa meira

Eftir þessum fréttum að dæma virðast Ísraelsmenn ætla að þurrka út Palestínuþjóðina sem býr á Gaza.  Ísraelríki er ekkert annað en útibú frá BNA- án þeirra stuðnings á öllum sviðum, bæði hernaðalega og stjórnmálalega, gætu þeir ekki stundað' þessa gereyðingarstyrjöld .  Fyrst og fremst eru þeir núna að murka lífið úr konum og börnum. Meira en 500 Palestínumenn hafa fallið en einn Ísraeli- slíkt er ofureflið. Í 18 mánuði hafa þeir undirbúið glæpaverkið.

Utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fordæmt Ísraelsmenn fyrir glæpinn - það er vel og sómi Íslands.

Hugur okkar er nú hjá Palestínuþjóðinni.


mbl.is Æfðu innrásina í átján mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband