Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.3.2010 | 10:52
Samtök atvinnurekenda klofin af skötusel
Mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði
Innlent | mbl.is | 25.3.2010 | 9:18
Félag atvinnurekenda segist standa við gerða kjarasamninga þrátt fyrir breytingar á stjórn fiskveiða. Félagið telur mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði, og það sé mikilvægt að fjárfestingarverkefni, stór og smá, verði að veruleika. Til þess þarf ríkisstjórnin að skapa hvetjandi umgjörð.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Það hefur ekki farið mikið fyrir Félagi atvinnurekenda (FA) í umræðunni.
Samtök atvinnurekenda (SA) hafa ráðið umræðunni og ferðinni.
Þau samtök virðast vera undirdeild í LÍÚ sérhagsmunasamtökum um einokun á fiskveiðum við Íslandsstrendur. Einokun á sameign þjóðarinnar allrar.
Þessa armur í LíÚ hefur nú lýst stríði á hendur þjóðinni- vegna þeirra óskammfeilni réttkjörinna stjórnvalda að leyfa frjálsar veiðar á nokkru magni af skötusel.
LíÚ telur að með þeirri ósvinnu sé verið að taka verðmæti sem annars rynnu í þeirra eigin vasa.
Og SA undirdeildin í LíÚ hefur í kjölfarið sagt upp stöðuleikasáttmála sem verið hefur milli ASÍ og SA
Ekki virðist Félag atvinnurekenda hafa haft mikið um það mál að segja- allt skal lúta einokunnarvaldi LíÚ.
Mikilvægt er að þjóðin taki hið fyrsta þennan einokunar kaleik sem veiðiheimildirnar eru fyrir LÍÚ- frá þeim .
Fyrningaleið er gott fyrirkomulag.
Ljóst er að núverandi ástand gengur ekki.
Efna þarf til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið - strax í vor....
Mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2010 | 15:33
Icesave samningar í langri biðstöðu ?
Erfitt að hefja viðræður aftur
Innlent | mbl.is | 18.3.2010 | 13:54
Það hefur ekki reynst eins auðvelt að koma [Icesave-viðræðunum] af stað aftur og við höfðum vonað," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sem á eftir mun hitta aðila úr samninganefndinni til að fá nýjustu fréttur af stöðu mála.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Auðvitað erum við búin að glata besta tækifærinu sem við áttum til að knýja fram hagstæða samninga í Icesave málinu.
Fyrir "þjóðaratkvæðagreiðsluna" var tækifærið.
Nú er ekkert sem knýr á hjá Bretum og Hollendingum .
Íslendingar hafa misst allan kraft -sem við höfðum.
Nú bíða Bretar og Hollendingar bara rólegir - vitandi að okkur fer að verða fjár vant.
Atvinnulífið dregst saman ennþá meir á næstu mánuðum og efnahagslífið sömuleiðis.
Þessi tveir "stjórnmálaguttar" Sigmundur Davíð úr Framsókn og Bjarni Ben. úr Sjálfstæðisflokki eru að keyra þetta þjóðfélag í rúst.
Báðir hafa þeir haft neitunarvald við Icesave samningagerðina.
Verst af öllu er að vera ekki með ríkisstjórn sem getur klárað málið...
Erfitt að hefja viðræður aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2010 | 12:24
Ríkisstjórnin tekur á hundruð milljarða skattsvikum
Hundruð milljarða skattsvik
Innlent | mbl.is | 16.3.2010 | 11:47
Stjórnvöld segja að rannsókn á skattalagabrotum í tengslum við hrunið hafi leitt í ljós, að tekjur sem nema hundruð milljörðum króna hafa ekki verið taldar fram til skatts eins og lög gera ráð fyrir. Verður sérstakur vinnuhópur settur á stofn hjá embætti skattrannsóknastjóra til að fjalla um þetta.
Lesa meira
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Það eru ekki neinir smá fjármunir sem skotið hefur verið undan - hundruð milljarðar króna.
Það er ekki seinna vænna en tekið sé á þessum glæpum.
Og ríkisstjórnin boðar hert skattaeftirlit.
Sannalega orðið tímabært.
Almennir launþegar eru mergsognir þar sem hver króna er skattlögð til hins ýtrasta.
Það hefur verið svo auðvelt- öll gögn vegna þeirra fara sjálfvirkt inní reikningskerfið.
Annað hefur gilt með þá sem stunda sjálfstæðan rekstur og fjármálaumsvif.
Þar hefur þurft verulegt framlag skattayfirvalda við aðhald og rannsóknir.
Nú á á bæta úr því og er löngu tímabært.
Ríkisstjórnin er að standa sig í þessu mikilvæga máli.
Hundraða milljarða skattsvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2010 | 23:24
Bjarni Ben. mælti fyrir verri samningum en hann vill nú fella
Þjóðin láti ekki kúga sig
Innlent | mbl.is | 4.3.2010 | 20:21
Sjálfstæðismenn funduðu í Valhöll í dag, en þar gagnrýndi Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, það hversu lítið reynt væri að gera úr fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni á Íslandi. Sagði hann mikilvægt að landsmenn flykktust á kjörstað og sýndu í verki að þjóðin láti ekki kúga sig.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Í upphafi Icesave málsins seinnihluta ársins 2008 ,2 mánuðum eftir hrun, talað þessi sami Bjarni Benediktsson þá alþingismaður Sjálfstæðisflokksins mjög fyrir samþykkt á nýgerðu samkomulagi við Breta og Hollendinga sem þáverandi ríkisstjórn hafði gert.
Það samkomulag hljóðaði upp á 6 ára greiðslutíma og 6,7% vaxtaálag .
Þetta þóttu Bjarna núverandi formanni Sjálfstæðisflokks þau bestu kjör sem buðust. Hann mælti með þeim.
En stjórnin féll áður en sá samningur var frágenginn.
Núverandi ríkisstjórn tók við kaleiknum og fékk fram verulegar endurbætur eða 10 ára greiðslutíma og 5,5%vaxtaálag.
Við þessi umskipti umhverfðist Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gekk til liðs. Þessari ósvinnu yrði að hafna. Ögmundur í Vg kom þeim til hjálpar og ríkisstjórnin komst í raun í minnihluta.
Lítilsháttar endurbættum samningsdrögum hafnaði síðan forsetinn um áramótin.
Þetta er nú staðan.
Þjóðaratkvæðagreiðsla framundan.
Í loftinu liggur betri samningur eftir að Íslendingar fengu erlenda ráðgjafa til að leiða nýjar sameiginlegar viðræður við Breta og Hollendinga.
Það er því ljóst að áramótasamkomulagið er lakara en það sem nú liggur fyrir- en samt skal hafna og segja í NEI í kosningunum.
Þess krefst nú þessi sami Bjarni Benediktsson sem mælti fyrir þeim verstu samningsdrögum sem komið hafa fram í málinu og hefðu örugglega verið samþykkt á fyrstu mánuðum ársins 2009 ef Sjálfstæðisflokkur hefði enn haldið um fjármálastjórnina.
Ekki tek ég eða mitt fólk þátt í þessum skrípaleik .
Þjóðin láti ekki kúga sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2010 | 15:35
Jóhannes í Bónus - fallið vörumerki ?
80% vilja ekki Jóhannes í Bónus
Innlent | mbl.is | 23.2.2010 | 13:51
80,1% eru frekar eða mjög andvíg því að Jóhannes Jónsson (Jóhannes í Bónus),starfandi stjórnarformaður Haga, fái að kaupa allt að 10% hlut í Högum af Arion Banka. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.
Lesa meira
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Það kemur ekki á óvart að 80% aðspurðra í skoðanakönnun lýsi yfir andstöðu við að Jóhannes í Bónus fái að kaupa 10 % hlut í hinu "gjaldþrota "fyrirtæki .
Ekki er hægt að aftengja Jón Ásgeir Baugs útrásarvíking frá hugsanlegum gerningi Arion banka - að færa þeim feðgum Haga að nýju á silfurfati. Baugur er stærsta gjalþrotamál Íslandssögunnar .
Við, íslenska þjóðin verðum fyrir þungum búsifjum vegna þess- í einu eða öðru formi.
Og að þessir menn,Baugsfeðgar, eigi að endurheimta Haga sem þeir "keyptu " útúr Baugi korteri fyrir gjaldþrot Baugs- hugnast þjóðinni ekki.
Þessi skoðanakönnun staðfestir það.
Einnig hefur þjóðfélagsumræðan vegna málsins verið á einn veg.
Stjórnvöld eiga nú valið.
80% vilja ekki Jóhannes í Bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2010 | 15:22
Icesave tilboð ekki ásættanlegt að mati Íslendinga
Tilboðið ekki ásættanlegt
Innlent | mbl.is | 22.2.2010 | 14:11
Forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar eru sammála um að tilboð Breta og Hollendinga frá því fyrir helgina sé ekki ásættanlegt eða gott. Sent verður svarbréf vegna tilboðsins sem barst fyrir helgina. Það er þó ekki gagntilboð.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Stjórnmálaflokkarnir íslensku eru sammála um að tilboð Breta og Hollendinga sem barst fyrir helgi helgina sé ekki ásættanlegt.
Þó er inni í því 60-70 milljarða vaxtalækkun vegna áranna 2009 til 2010.
Tafir á samþykkt Icesave af hálfu íslendinga hafa orðið okkur dýrar.Öll lánafyrirgreiðsla erlendis frá er stopp og það sem fæst er með óásættanlegum álögum.
Sökudólgurinn er hinn ósamþykkti Icesave reikningur. Ef við hefðum gengið frá málinu í júní 2009 þá væri atvinnustigið miklu betra en nú er og öll lánafyrirgreiðsla í jafnvægi og efnahagslífið á uppleið.
Það er því ljóst að tap þjóðarinnar vegna seinkunnar á lokum málsins er orðið mikið - einhverjir hundruð milljarðar ísl. króna.
Stjórnarandstaðan hefur reynst þjóðinni dýr.
En nú sitja allir stjórnmálaflokkar við samningsborðið og eru nauðbeygðir að koma fram saman með ásættanleg málalok sem Bretar og Hollendinga geti fallist á.
Vonandi er lokaferillinn í Icesave nú í gangi og styttist í málalok.
Tilboðið ekki ásættanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.2.2010 | 12:11
Töf á Icesave lausn dregur mátt úr atvinnulífinu
Atvinnuleysið ekki ásættanlegt
Innlent | mbl.is | 14.2.2010 | 10:50
Bág staða atvinnulífsins, hallærisrekstur fjölmargra fyrirtækja, afturför í velferðarmálum, fækkun starfa og 10% atvinnuleysi eru ekki ásættanleg framtíðarsýn að mati Samtaka atvinnulífsins. Þess vegna verður að grípa til aðgerða," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í leiðara nýs fréttabréfs samtakanna, sem hafa lagt fram víðtæka stefnumörkun undir heitinu Atvinna fyrir alla - aðgerðaáætlun
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Lýsing framkvæmdastjóra SA er rétt.
Staða atvinnulífs og afturför í velferðarmálum er slæm.
Ef þjóðin hefði borið gæfu til að klára þetta Icesave mál í júní á sl. ári hefði hér á landi verið bjartara yfir í atvinnu og efnahagsmálum.
Öll erlend lán til virkjana og stóriðjuframkvæmda hafa legið í láginni. Erlendir aðilar hafa haldið að sér höndum. Hátt skuldatryggingaálag hefur ekki hjálpað .
Dráttur á lánafyrirgreiðslu AGS hefur hægt enn meir á í efnahagslífinu. Lausn á þessu Icesave máli er orðið brýnt að klárist á næstu vikum.
Vonir um lausn þess hafa vaknað eftir að stjórn og stjórnarandstaða hafa sameinast um að knýja á Breta og Hollendinga um farsæla lausn.
Við bíðum þess.
En þegar losnar um lánafyrirgreiðslu og erlendir fjárfestar sækja á um orkusamninga- þá skapast hér hætta á nýrri græðgisvæðingu- að við kunnum okkur ekkert hóf.
Að hér eigi að rífa allt upp með látum-strax.
Mikilvægt er að röðun verkefna falli að okkar getu- að okkar vinnuafl sjái um allar þessar fyrirhuguðu framkvæmdir- að landið fyllist ekki af erlendu vinnuafli með erlendum verktakafyrirtækjum.
Og að örfáum árum liðnu sitji við uppi með sama ástand og nú er. Þessi hætta er fyrir hendi.
Græðgisliðið hefur lítið lært. Það er verið að fella niður risaskuldir þeirra og afhenda þeim hin föllnu fyrirtæki að nýju.
Mikilvægt er að stjórnvöld haldi með tryggum hætti um stjórnvölinn.
Atvinnuleysið ekki ásættanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2010 | 13:18
Búðarhálsvirkjun á framkvæmdastig .
Skref í mikilvægri framkvæmd
Innlent | mbl.is | 10.2.2010 | 11:52
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir mjög ánægjulegt að Landsvirkjun taki skref fram á við í þeirri mikilvægu framkvæmd sem Búðarhálsvirkjun sé. Meðan fjármögnun sé enn ekki ljós sé mikilvægt að taka skref sem þýði að hægt sé að fara hratt af stað þegar hún verði í höfn.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þó svo ekki sé um mikinn framkvæmdaáfanga að ræða við Búðarhálsvirkjun - þá skiptir þetta máli fyrir verktaka.
Ekki er líklegt að íslenskir verktakar fá samkeppni um verkið frá Evrópska efnahagssvæðinu. Áfanginn er of lítill til þess.
En eins og fram kemur eru það fjármögnunaliðirnir sem hindra byrjunarframkvæmdir við sjálfa virkjunina.
Ekki er vafi á að Icesave málið sem ennþá er óleyst- er stór hindrun við útvegun hagstæðs fjármagns. Það mál er orðin mikill dragbítur á endurreisn efnahags og atvinnulífs. Lausn þess má ekki dragast meir en orðið er.
Það sýnist mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að framkvæmdir við sjálfa virkjunina verði deilt í smáar útboðseiningar. Það tryggir okkur betur að erlendir aðilar sjái sér ekki hag í að bjóða í verkið .
Og að framkvæmdum verði deilt á lengri tíma til að tryggja okkur sjálfum sem mesta vinnu við verkefnið á hagkvæman hátt.
Og nú er að tryggja gott orkuverð. Samningar um það eru í gangi. Nýr forstjóri Landsvirkjunar er tekinn til starfa . Vonandi táknar það breytta tíma í orkusölu.
Skref í mikilvægri framkvæmd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2010 kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2010 | 10:05
Stór aukning á lyfjaframleiðslu í Hafnarfirði
Actavis stækkar verksmiðjuna í Hafnarfirði
Viðskipti | mbl.is | 8.2.2010 | 9:27
Actavis hefur ákveðið að stækka lyfjaverksmiðju sína í Hafnarfirði. Í kjölfarið verða til meira en 50 ný störf hjá fyrirtækinu og framleiðslugetan á Íslandi eykst um 50%. Framkvæmdir hefjast fljótlega og er áætlað að framleiðsla í nýja hlutanum fari af stað um næstu áramót.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Þetta eru mjög jákvæðar fréttir fyrir byggðalagið í Hafnarfirði -50% stækkun á Actavis lyfjaverksmiðjunni í Hafnarfirði.
Þessari stækkun fylgja a.m.k 50 ný störf. Fyrir bæjarfélag sem Hafnarfjörð skiptir þetta miklu máli.
Það er svo sannarlega fleira en álframleiðsla sem mynda gildar stoðir í atvinnulífinu í Hafnarfirði.
Til samanburðar má geta þess að væntanleg stækkun Rio Tintó álversins í Straumsvík um 40 þús. tonn/ári eykur starfsmannafjölda þess um 10 störf. Vegna þeirrar stækkunar þurfa Íslendingar að byggja Búðarhálsvirkjun með lántökum uppá 25-30 milljarða kr.
En við stækkun Actavís þarf ekkert þannig framlag Íslendinga. Er ekki orðið tímabært að horfa til smærri og meðalstórra fyrirtækjakosta en stóriðjunnar einnar.
Við eigum mörg mjög góð tækifæri sem leynast í litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem ekki krefjast rándýrra og skuldsettra mannvirkja sem virkjanir eru.
Fyrirtæki sem þurfa á miklum fjölda velmenntaðra starfsmanna að halda.
Veitum þeim kostum meiri athygli...
50 ný störf hjá Actavis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.2.2010 | 09:37
Verkmenntun hafin til vegs og virðingar
Stóðu sig vel á sveinsprófi
Innlent | mbl.is | 7.2.2010 | 8:27
Átján framúrskarandi sveinar sem luku sveinsprófi á síðasta ári fengu viðurkenningu Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík við hátíðlega athöfn sem efnt var til í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Þá var Björgvin Tómasson orgelssmiður á Stokkseyri útnefndur iðnaðarmaður ársins.
Lesa meira
------------------------------------------------------------------------------------------------------
Það er orðið tímabært að hefja upp verkmenntunina í landinu . Nú þegar harðnað hefur í dalnum í efnahagslífinu og gjaldeyrir er orðinn verðmætari en um áratugi verður góð verkmenntun gulls ígildi.
Fjármálabólan sem keyrt hefur efnahaginn í lægstu lægðir var keyrið áfram af mikilli alþjóðlegri hámenntun. Bankarnir soguðu til sín allt úrvalið sem háskólarnir útskrifuðu.
Allt kapp var lagt á "æðri" menntun hún átti að vera það afl sem fleytti okkur í fremstu röð í heiminum. Verkmenntun varð hornreka og ekki í hávegum höfð.
Verkmenntunarstigi þjóðarinnar hrakaði stórlega á síðustu áratugum. Það þótti ekki fínt að vera verkmenntaður.
Nú er fjármálabólan sprunginn með miklum hvelli og hámenntaða unga fólkið er að mestu horfið úr fjármálakerfinu.
Það er mikil slagsíða á menntun þjóðarinnar.
Ofmenntun á háskólastigi umfram þörf þjóðarinnar blasir við. Vinna við hæfi er ekki til í landinu fyrir alla þessa háskólamenntun. Þetta fólk leitar af landi brott í leit að atvinnu við hæfi erlendis.
En íslenskt þjóðfélag mun breytast hratt frá fjármálaþjóðfélaginu sem kom okkur í koll - yfir í útflutningsframleiðslu þjóðfélag .
Þar liggja okkar tækifæri í dag og næstu áratugina. Framleiðsluþjóðfélag á útflutningsstigi
Og þá verður gildi góðrar verkmenntunnar gulls ígildi.
Þetta er tímanna tákn að forseti Íslands skulu nú veita verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í verkmennt.
Stóðu sig vel á sveinsprófi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)