Gagnaver rís í Hafnarfirði

Gagnaver fær lóð í Firðinum
Innlent | mbl.is | 30.4.2010 | 21:07
Frá undirritun
 samninga. Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri... Undirrituð var í gær undirrituð viljayfirlýsing á milli Hafnarfjarðarbæjar og Titan Global ehf. um úthlutun lóðar vegna uppbyggingar gagnavers í Hafnarfirði. Fyrirhugað gagnaver verður allt að 40 þúsund fermetrar að stærð.
Lesa meira 

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta eru góðar fréttir fyrir Hafnarfjörð og raunar þjóðina alla.

Það er skemmtileg tilviljun að í Hafnarfirði hófst fyrsta stóriðjan á Íslandi með byggingu Ísal álversins í Straumsvík  sem tók til starfa árið 1969 og hefur verið Hafnarfirði farsælt alla tíð.

Og nú 41 ári síðar er enn brotið blað,  nýr orkukaupandi á allt öðru svið enn áður , gagnaver fyrir hátækniðnað á sviði netmiðlunar rís í Hafnarfirði 

Hafnarfjörður er vel að þessu kominn.

Og nú eru orkueggin okkar að fara í fleiri körfur en hina einhæfu álkörfu. Það er til eitthvað annað en álframleiðsla þó góð sé með öðru.

Þetta er fagnaðar efni.


mbl.is Gagnaver fær lóð í Firðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar fréttir ? Það mun tíminn leiða í ljós ! Hvaðan á orkan að koma og hvað verður borgað fyrir hana ?

Verður vonandi ekki eins og með laxeldið forðum sem allir ætluðu að verða ríkir á.

Veit ekki hvort að gaflarar eru að brjóta eitthvað blað með þessu, er ekki bara verið að apa eftir kennaranum í Reykjanesbæ?

Til hamingju Ísland  sagði prinessa næturinnar (Silvía Nótt) , og Guð blessi Ísland sagði svo Geirskýr og Haarderaði. 

Hallgrímur Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband