Fiskveiðstjórnunarkerfið -uppstokkun á árinu

Bræla vestur af Gróttu

Bræla á haustdegi út af Gróttu

Afnemi kvótakerfið strax í ár
Innlent | mbl | 15.1.2011 | 16:01

Fullt var út úr dyrum á fundi Samfylkingar og VG í... Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður landbúnaðar- og sjávarútvegsnefndar Alþingis, sagði á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og Reykjavíkurfélags VG í dag, að ríkisstjórnin verði að afnema núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi á þessu ári. Takist það ekki hafi ríkisstjórnin farið erindisleysu.
Lesa meira

Þetta sagði hún mikilvægasta verkefnið í atvinnumálum, byggðamálum og til lengri tíma í efnahagsmálum þjóðarinnar.

„Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins er hluti af endurreisn samfélags. Við getum ekki staðið hjá við uppbyggingu atvinnuveganna. og ofurselt þá tilviljanakenndum markaðslögmálum. Nógu lengi hefur sú vegferð staðið og afleiðingarnar of dýru verði keyptar. Lærum af sögunni. Látum sögulegt tækifæri ekki renna okkur úr greipum, því stundin er runnin upp," sagði Ólína."

Tekið er undir málflutning Ólínu Þorvarðardóttur. alþingismanns Samfylkingarinnar. Á þessu ári verður uppstokkun á þessu fiskveiðistjórnunarkerfi að eiga sér stað . Ekki verður lengur unað við óbreytt ástand. Fyrningaleið á 20 árum er skynsöm leið og unnt að aðlaga sjávarútvegsreksturinn að breyttum forsendum á þeim tíma-án áhættu. Grundvallarmálið er að auðlind sjávar verði ótvírætt þjóðareign og nýtingin taki mið af þjóðarhagsmunum.

Afli af handfæraveiðum á grunnslóð

"Tveimur atriðum bætti Ólína einnig við og uppskar lófatak fundarmanna fyrir þau bæði. Annars vegar að gefa þurfi handfæraveiðar frjálsar við strendur landsins, en hins vegar að leiga aflaheimilda miðist við magn en ekki hlutdeild. " 

 Það er tekið undir þetta . Gefa á handfæraveiðar á grunnslóð frjálsar. Ofveiði á handfæri er óhugsandi. Þetta myndi treysta mjög tilveru byggðanna við strendur landsins. Og hráefnið í hæsta gæðaflokki.

 Það er megin hlutverk núverandi ríkisstjórnar að leiða þetta brennandi mál til lykta.

Því miður komst ég ekki á þennan merka fund í dag vegna sjósóknar eftir langa brælu.

.


mbl.is Afnemi kvótakerfið strax í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Sævar, hvernig lýst þér á að gera sjómannsstarfið að lögverndaðri iðngrein? Ég er ekki sammála að gefa handfæraveiðar alfrjálsar þannig að allir geti stundað þær hvenær sem er. Umgengni um aflann í strandveiðitilrauninni var misjöfn og strandveiðar voru stundaðar af algjörum skussum sem í sumum tilfellum vissu ekki skil á grundvallaratriðum varðandi meðhöndlun á afla. þetta var staðfest í athuguninni sem gerð var um þessa tilraun. Sjómennska er matvælaiðnaður og hana þarf að læra og hana þarf að kenna. Og hana eiga þeir einir að fá að stunda sem lokið hafa námsskeiðum um meðferð afla og sem ætla að stunda hana sem aðalstarf

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.1.2011 kl. 17:45

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Samþykkt.

Árni Gunnarsson, 15.1.2011 kl. 17:46

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sævar, falleg var Ólína er hún sagði, það á að gefa handfæraveiðar frjálsar.

Aðalsteinn Agnarsson, 15.1.2011 kl. 23:03

4 Smámynd: Sævar Helgason

Jóhannes L.

Með frjálsar handfæraveiðar. Auðvitað verður að setja lög og reglur varðandi heimildir til handfæraveiða í íslenskri lögsögu. Mest um vert er eins og þú bendir á er að meðferð afla sé alltaf tryggð að löndunarstað. Þetta gæti verið svipað fyrirkomulag og með veiðikort ti skotveiðimanna. Leyfi gefið út til eins árs að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Og viðurlög yrðu ströng. Missir veiðileyfis og sektir.

Sævar Helgason, 18.1.2011 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband