Mismunun á lífeyri eldriborgara

"Heldur eftir 65.000 krónum af lífeyrinum
Innlent | Morgunblaðið | 9.2.2011 | 5:30

Kristín H. Tryggvadóttir er 74 ára lífeyrisþegi sem þarf að lifa á jafnvirði lágmarkslífeyris, eða 65 þúsund krónum á mánuði, þrátt fyrir að hafa á langri starfsævi unnið fyrir eftirlaunum sem nema að nafninu til á fimmta hundrað þúsund krónum.
Lesa meira "

Mér finnst nú að þessi ágæta kona sé mjög vel sett hvað lífeyrir varðar.

En það sem vekur mesta athygli mína er sá gífurlegi mismunur sem er á eftirlaunagreiðslum opinberra starfsmanna og hinna sem á almennum vinnumarkaði hafa starfað.

Krístín er fv. kennari og hefur að loknu 40 ára lífsstarfi um 405 þúsund krónur á mánuði í eftirlaun.

Mig bara sundlar yfir þeim mikla eftirlaunamun sem er á milli eftirlaunaþega eftir því hvort þeir hafa unnið hjá Ríkinu eða í framleiðslugreinum vinnumarkaðarins.

 Að loknu >50 ára lífsstarfi nýt ég um 160 þúsund króna lífeyris úr mínum lífeyrissjóði á mánuði fyrir skatta. Ég er aðeins yngri en Kristín.

Sú hrikalega mismunun sem hefur viðgengist milli lífeyris ríkisstarfsmanna og hins almenna vinnumarkaðar er með öllu ólíðandi.  Þetta dæmi sem að ofan er rakið er góð sönnun þess.

 Lífeyrisrétti fólksins í landinu verður að breyta til jafnræðis.

 


mbl.is Heldur eftir 65.000 krónum af lífeyrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Sævar, það er tvennt sem þarf nauðsynlega að endurskoða hér og það eru fiskveiðistjórnunarlögin og lífeyrissjóðakerfin 2.  Sú mismunun sem bæði þessi kerfi grundvallast á stríða á móti mannréttindum. Það er búið að úrskurða varðandi fislveiðistjórnarlögin svo nú þarf einhver að fara með lífeyrissjóðamismunina fyrir mannréttindadómstólinn. Persónulega legg ég til að allar inneignir verði þjóðnýttar og færðar inní ríkissjóð og öll réttindi núllstillt með lögum. Öðruvísi næst aldrei sátt á milli lífeyrisrétthafa hinna ólíku kerfa

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.2.2011 kl. 09:42

2 Smámynd: Sævar Helgason

Sæll Jóhannes

Ég er þér alveg sammála-og takk fyrir innleggið.

Sævar Helgason, 9.2.2011 kl. 09:49

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég tek undir með þér, hann er svimandi sá munur á eftirlaunakjörum fólks eftir því hvort það hefur starfað hjá ríkinu eða í einkageiranum.

Það sem skýrir þennan mismun er eitt töfraorð,  verðtryggingin.

Engir á íslenskum vinnumarkaði eru með verðtryggðan lífeyri nema ríkisstarfsmenn. Og skattgreiðendur borga undir þennan viðauka fyrir alla ríkisstarfsmenn á eftirlaunum svo lengi sem þeir lifa.

Marta B Helgadóttir, 9.2.2011 kl. 10:15

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega þarf að leiðrétta þetta misvægi Sævar. Lífeyriskerfið hjá okkur er komið í algert öngstræti. Ekki er nóg með að mikill munur er á ríkisstyrkta kerfinu og hinu almenn, heldur er einnig mikill munur milli þeirra lífeyrissjóða sem eru innan almenna kerfisins. Þar ræður mestu hvernig stjórnum þeirra er skipað. Í sumum sjóðum hafa stjórnir þeirra litið á þetta sem einhvert spilafé fyrir sig sjálfa.

Þetta breytir þó ekki þeirri staðreind að aumingja konan sem hefur á fimmta hundrað þúsund króna úr sínum lífeyrissjóð, fær ekki notið nema um 65.000 króna. Ríkið tekur til sín yfir 120.000 kr og dvalarheimili hennar hirðir svo restina! Þarna er eitthvað stórkostlegt að! Ef þetta á að vera með þessum hætti þarf í sjálfu sér ekki að breyta neinu í sjóðakerfinu, þeir einu sem á því græða verða þá ríkið og dvalarheimilin.

Gunnar Heiðarsson, 9.2.2011 kl. 11:07

5 Smámynd: Sævar Helgason

Gunnar H

"Þetta breytir þó ekki þeirri staðreind að aumingja konan sem hefur á fimmta hundrað þúsund króna úr sínum lífeyrissjóð, fær ekki notið nema um 65.000 króna."

Þessar 240 þúsund sem hún greiðir til sjálfseignarstofnunnarinnar DAS er ekki á glæ kastað. Hún fær góða íbúð fyrir sig. Allur kostnaður innifalinn. Hún er í fullu fæði og nýtur sjúkraumönnunar. Að auki nýtur hún alls þess sem svona dvalarheimili hefur í boði fyrir dvalagesti-sem er ekki lítið. Sem sagt 24 klst umönnun. Tekjur hennar gefa tilefni til þessarar greiðsluþáttöku. Ef ætti að lækka þetta og styrkja meira frá ríkissjóði- er það gert með skattahækkun á aðra þar á meðal mig. Og að eiga um 800 þúsund á ári aukreitis fyrir sig -öfunda ég hana af. Lúxus sem er mér fjarlægur....

Sævar Helgason, 9.2.2011 kl. 11:48

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svo rétt hjá þér Sævar - tek heilshugar undir orð eða skrif Mörtu hér að ofan þar sem hún "skrifar"

"Engir á íslenskum vinnumarkaði eru með verðtryggðan lífeyri nema ríkisstarfsmenn. Og skattgreiðendur borga undir þennan viðauka fyrir alla ríkisstarfsmenn á eftirlaunum svo lengi sem þeir lifa. "

þetta réttlætir ekki neitt - hvorki áður né nú

Jón Snæbjörnsson, 9.2.2011 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband