LÍÚ fagnar að fá meiri kvóta í skulda óráðsíuna

Frétt af mbl.is

Stjórn LÍÚ fagnar kvótaaukningu
Þorskur á markaði Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, fagnar þeirri ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að auka heildaraflamark í þorski á yfirstandandi fiskveiði ári um 30.000 tonn. Jafnframt fagnar stjórn LÍÚ þeirri yfirlýsingu ráðherra að gert sé ráð fyrir því að heildaraflamark í þorski verði ekki lægra en 160 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári.
Lesa meira

LÍÚ er félag útgerðamanna sem hafa fengið "eignarhald" á öllum óveiddum fiski í sjónum við strendur Íslands allt að 200 sjómílur á haf út.   Enginn smá biti það  . Þó eru fiskimiðin, auðlindin sjálf - þjóðareign.   23 ár eru síðan settar voru takmarkandi aflaheimildir innan fiskveiðilögsögunnar . Það var gert í tvennum tilgangi : 

1)  Að koma í veg fyrir ofveiði sem þá var talin hætta á. 

2)  Að auka hagkvæmi veiðanna og útgerðanna.  Á þeim tíma voru veiðiheimildir milli 350- 400 þús   tonn af þorski/ári.  

Og nú  23 árum síðar er staðan sú að heimilt er að veiða 130 þús.tonn/ári af þorski . (2008)   Og útgerðin er skuldugri en nokkru sinni fyrr í sögu Íslands  . Útgerðin skuldar 800- 900 milljarða ísl kr.  

Afrakstur Íslandsmiða að verðmæti á ári eru rúmir 100 milljarðar ísl. kr.  Ljóst má vera að nákvæmlega ekkert hefur gengið eftir með tilgang kvótalaganna- þvert á móti - allt hefur gengið í þveröfuga átt. 

Og hvernig má það vera að skuldsetning útgerðarinnar er nærri 10 sinnum meiri en afraksturinn /fiskveiðiár ?  

Uppkaup á kvóta er ein ástæðan - kílóverð var komið 4500 ísl kr árið 2008 og síðan hlutabréfakaup útgerðanna í útrásarævintýrinu- alls óskylt útgerð fiskiskipa.  Þessa fjármuni getur útgerðin aldrei borgað til baka.

Bankarnir eiga allan útgerðapakkann á Íslandi- þjóðin sjálf.  Kvótakerfið hefur með öllu brugðist og það traust sem LÍÚ var sýnt með umsjón auðlindarinnar- er með öllu af þeim rúið.

Og nú í kreppunni á að bæta við 30 þús tonna þorskkvóta.  LÍÚ er afhentur þessu kvóti - í  sína botnlausu óráðsíu.  

Ráðamenn hafa ekkert lært á efnahagshruninu- allt við það sama.  

Það sem hefði átt að gera - er að hefja uppstokkun á þessu hryllilega kvótakerfi

Svona bátar áttu á fá viðbótarkvótann Grundarfjörður

Setja þessi 30 þús./árs tonna af þorski á frjálsan markað.  Allir hefðu heimild til að kaupa veiðiheimildina. 

Kvótagjaldið rynni í ríkissjóð - sem síðan ráðstafaði afrakstrinum í ýmis atvinnutækifæri - um landið allt.  

Hinum úthlutaða (gjafa) kvóta yrði síðan smá saman úthlutað með sama hætti- enda á þjóðin allan kvótann með veðum í hinni fallit útgerð...

LÍÚ hefur fyrirgert öllu sínu tilkalli til þess kvóta sem var... þeir ráðstöfuðu honum öllum í hlutabréf  sem með öllu voru óskyld útgerð til fiskveiða- sumir í bílaumboð og einkaþyrlukaup... Útgerðin var veðsett fyrir gróðafíkn útrásarbankanna, sem nú eru komnir á öskuhauga sögunnar.

 

 


mbl.is Stjórn LÍÚ fagnar kvótaaukningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Lög um stjórn fiskveiða.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Það er kristalskírt að þetta hefur með öllu brugðist enda var þetta aldrei í alvörunni tilgangurinn.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.1.2009 kl. 22:15

2 identicon

já, þetta er algjör skandall!!!

Nær hefði verið að dreifa þessum auka þorskkvóta á smábátana.

Ímyndið ykkur hverskonar atvinnu 30.000 tonn hefðu getað skapað fyrir fólkið í landinu ef þessi

30.000 tonn hefðu verin sett á frjálsan markað.

Nú að að gefa þessum fáu útvöldu ennþá meiri þork gefins. Er hættur að botna í þessu samfélagi okkar.

Sjávarútvegsráðherra er algjör ræfill og gunga, segi ég og skrifa

kv. Jónþór Eiríksson

Jónþór Eiríksson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband