Kayakræðaranum á hringferð um Ísland - miðar vel.

Ég var að heyra í Gísla kayakræðara á hringferðinni.Hann var búinn að vera á róðri í 6 klst í dag þegar ég heyrið í honum. SPOT gps tækið góða er eitthvað truflað en unnið að lagfæringu.Tæki þetta skráir allan róðrarferilinn og hægt að sjá hvernig honum miðar- í beinni útsendingu.

Gísli lætur vel af sér , en þegar hann lýkur róðri í dag - verða > 120 km að baki - ekkert smáræði á þriðja degi ferðarinnar.
Í gær var ágætis veður en nokkur hafalda, þó vindur væri 5-6 m/sek- aðdragandi öldumyndunnar var það langur að það náði að mynda talsverða öldu.
Og þegar hann lagði frá Ökrum á Mýrum í morgun eftir næturdvöl þar- tók hann stefnuna á Hvaleyjar sem eru skammt undan og síðan beint strik á Traðir í Staðarsveit . Þetta þýddi að hann var langt á hafi úti lengst af þessa leggs. Flott hjá honum. Sjór er stilltur og bjart veður þannig að þetta var ekkert hættuspil.

Útsýnið framundan er sennilaga það tilkomumesta sem til er hér á landi-sjálfur Snæfellsjökull og fjallgarður Snæfellsness . Jökullinn býr yfir einhverjum dularkrafti .

Eða eins og skáldið HKL, sagði : „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu" Ekki amalegt að fá allan þennan dularkraft frá Jöklinum á kröfuhörðum kayakróðri. Nú ráðgerir Gísli að róa um 35 km langan áfanga. Veður er mjög gott og stilltur sjór. Tounge

Hér á kortinu er sú leið sem Gísli hefur róið á síðustu3 dögum..

lei_3_kort.jpg

 

 

 Í Morgunblaðinu í gær 2.júní 2009 var ágætt viðtal við Gísla H. Friðgeirsson kayakræðara sem nú freistar þess að verða fyrstur Íslendinga til að róa umhverfis Ísland.

Verðugt verkefni nú í kreppunni og kjarkmikið- góð fyrirmynd.

Nánar er hægt að fylgjast með róðri Gísla , hér:    Kayakklúbburinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband