Ísland sjálfbært með rafbílaframleiðslu og orku ?

Næg orka hér til að knýja bíla

 Ísland gæti hæglega orðið sjálfbært um alla þá orku sem þarf til að knýja bílaflotann, auk þess sem hagkvæmt væri að framleiða rafbíla á Íslandi til notkunar hér og til útflutnings.

Þetta segja sérfræðingarnir Rune Haaland, sem meðal annars hefur unnið fyrir norsku ríkisstjórnina og G8-hópinn og starfar nú sem formaður norska rafbílasambandsins, og Hans Kattström, einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í metantækni.

Þeir telja að þar að auki væri hægt að knýja alla bíla á Íslandi með metangasi úr innlendu rusli, úrgangi og þörungum.  Haaland og Kattström taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um sjálfbærar orkulausnir í samgöngum.

Í tilkynningu frá Framtíðarorku kemur fram að Orkusetur hafi reiknað það út að Íslendingar gætu sparað rúmlega einn milljarð króna í gjaldeyri í hverjum mánuði með því að hætta að nota innflutta olíu og bensín á bílaflotann og skipta yfir í innlenda orkugjafa svo sem rafmagn og metan.

Haaland telur að Norðurlönd eigi að sameinast um það markmið að verða óháð olíu fyrir bílaflotann. Þannig yrði til nógu stór markaður til að knýja fram fjöldaframleiðslu á rafbílum. Það myndi lækka verð þeirra umtalsvert og gera þá að raunhæfum valkosti við bensínbíla. Kattström segir að tæknin til framleiðslu, dreifingar og notkunar metans alla til staðar og hér á landi þurfi aðeins að framkvæma hlutina. ( af fréttavef RÚV)

Hér er ekkert smámál á ferðinni. Ekki bara að nýta okkar innlendu okru og spara þannig dýrmætan gjaldeyri-heldur er hér upplýst að framleiðsla á rafbílum eigi vel við hér á landi.  Framleiðsla á bílum er stórt atvinnumál-það þekkja bílaframleiðsluþjóðirnar vel. 

Í síðustu stórkreppunni sem reið yfir Ísland um árið 1930  varð m.a mikill skortur á gjaldeyri. Upphitunarmál húsa sem á þeim tíma voru kolakynt- komust í uppnám. Þá var brugðið á það ráð að huga að nýtingu heitavatnsins sem bullaði víða upp . Hitaveiturnar urðu til. Við gætum rétt ímyndað okkur ástandi hér á landi núna ef olía væri allsráðandi með húsahitun.

Og nú er væntanlega í sjónmáli að nýting innlendrar orku knýi bílaflotann okkar.  Það gæti gerst innan örfárra ára. Vísir að því er þegar kominn fram með metanknúnu bílunum.

Og að hér á landi rísi í náinni framtíð framleiðslufyrirtæki í rafbílaiðnaði - á heimsvísu- er okkur stórmál.

Þetta eru bjartar framtíðarhorfur fyrir okkur nú á tímum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hljómar mjög "farfetched" í mín eyru, að hefja bílaframleiðslu hér. Munum, að framleiðsla Rafha á eldavélum, lagðist fljótlega af, eftir að við gengum í EFTA á sínum tíma.

En, stórsniðugt, getur verið fyrir Ísland, að taka upp mjög virkt samstarf við erlenda bílaframleiðendur, um kostun á þeirri tilraun, að koma rafbílum í almenningsnot.

Ísland, sem tilraunamarkaður, gæti virkað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.9.2009 kl. 23:46

2 Smámynd: Sævar Helgason

Einar !

Bílaframleiðsla er orðin nokkuð alþjóðleg. Þó bíllinn komi frá tilteknu landi þá er heildarframleiðslan (einingarnar) komin víða að.  Oft er einungis boddýið smíðað á samsetningastað bílsins. Eins myndi þetta verða hér á landi . Megnið af íhlutum bílsins gæti þessvegna komið frá Kína. En rafmagnsknúinn bíll sem hefði lokagerð hér á hinu tæra og hreina orkulandi , Íslandi- þar sem öll farartæki væru knúinn vistvænni og endurnýjanlegri orku- hefði gríðarlega sterka ímynd . Þar liggja okkar miklu tækifæri í að "framleiða" hér rafbíla.  Kínverjar virðast nú þegar áhugasamir.... og Norðmenn...

Sjáðu fyrir þér heilsíðuauglýsingu í heimsblöðunum af rafmagnsbíl með tilvitnun í íslenskt landslag með fossum-gjósandi hverum-tæru lofti ... ferskleika og frelsi...

Sævar Helgason, 19.9.2009 kl. 09:28

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sævar - framleiðsla á tölvum, er einnig alþjóðleg. Engin hefur fram að þessu, séð sér hag í því að framleiða tölvur hér, en er þó stofnkostnaðir við það að hefja slíka framleiðslu, miklu mun lægri.

Virkilega, bílaframleiðsla hér, er absúrd hugmynd.

Þetta sníst um kostnað, allt sem til þarf yrði að vera innflutt,,,en einnig, að hér er enga verkþekkingu á þessu sviði að finna, heildardæmið gæti aldrei gengið upp kostnaðarlega.

Til að framleiðsla á tæknilega flóknum hlutum, sé möguleg, þarf að vera fyrir hendi, svokallað fyrirtækjanet, minni framleiðenda, er þjóna aðalframleiðslunni, og að sjálfsögðu einnig verkþekking.

Þú veifar ekki einhverjum töfra sprota, og einn dag, fer þetta í gang.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 13:24

4 Smámynd: Sævar Helgason

Einar !

Einu sinn var engin álframleiðsla hér á landi. Hún hófst 1969 í júlí. Ég er einn af frumherjum álvinnslu á Íslandi og í 37 ár-á tæknisviði. Nú eru Íslendingar meðal bestu rekstraraðila í áliðnaði í heiminum. Innlend tækniþekking og kunnátta í fremsta flokki. Hliðargreinar eru margar -á véltækni sviði-á tölvutæknisviði - á rafsviði . Allt íslenskir tæknimenn og konur.

Við getum alveg eins farið að framleiða bíla  með okkar innlendu tækniþekkingu vegna þess að  hún er á heimsmælikvarða.  Ég hef langa reynslu af samstarfi við erlenda tæknimenn í áliðnaði- þeir hafa margir sótt hingað þekkingu á síðari árum...einkum á sviði raf og tölvuverkfræði... 

Sævar Helgason, 19.9.2009 kl. 16:04

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Best að menn fari að ganga, áður en þeir fara að hlaupa.

Manstu eftir Alpan?

Aðalgangrýni mín, er á kostnað við framleiðsluna, sem ég get ekki séð, að þú hafir tekið á.

Eins og ég sagði, nokkru fyrr, lagðist Rafha niður eftir að við urðum meðlimir í NAFTA, þ.e. nánar tiltekið innlend framleiðsla þeirra á eldavélum, og eru eldavélar þó miklu mun einfaldari, en bifreiðar. Ástæða, ekki samkeppnisfærar um verð.

Innlend framleiðsla á húsgögnum, sem var töluvert umsvifamikil, og einnig vönduð, lagðist einnig af, af svipuðum ástæðum. Ekki, var vandinn skortur á verkþekkingu.

Innlendir framleiðendur, gátu ekki keppt við innflutning, eftir að tollamúrar fóru niður.

Ekki sé ég ástæðu til að ætla, að framleiðslukostnaðar hliðin, sé eitthvað raunsærri, í ljósi hugmyndarinnar um framleiðslu bifreiða.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 19:16

6 Smámynd: Sævar Helgason

"Ísland gæti hæglega orðið sjálfbært um alla þá orku sem þarf til að knýja bílaflotann, auk þess sem hagkvæmt væri að framleiða rafbíla á Íslandi til notkunar hér og til útflutnings.

Þetta segja sérfræðingarnir Rune Haaland, sem meðal annars hefur unnið fyrir norsku ríkisstjórnina og G8-hópinn og starfar nú sem formaður norska rafbílasambandsins, og Hans Kattström, einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í metantækni."

Þetta segja þeir Rune Haaland og Hans Kattström um málið.

 Og Mitsubishi bílaframleiðandinn er áhugasamur um rafbíla og Ísland. Auðvitað verður svona verkefni aðeins sett í framkvæmd með erlendu fjármagni , erlendri tækniþekkingu og birgjum. Sennilega er þetta mál lengra komið en opinberlega hefur verið fjallað um.  Eftir sem áður verður framleiðslan hér á Íslandi og því íslensk. Mín skoðun er sú að innan 3- 4 ára verði þetta staðreynd... en sjáum til

Sævar Helgason, 19.9.2009 kl. 19:44

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það breytir í engu minni skoðun.

Heyrði þeirra orð einnig, en hef enga trú á að þeir hafi rétt fyrir sér.

Tel mig hafa ágæt rök fyrir því, sem standist skoðun.

----------------------------------

Sjálfsagt að vinna með Mitsubishi, og hverjum þeim öðrum bílaframleiðanda, sem hefur áhuga á Íslandi, sem tilraunalandi, í rafbílavæðingu.

Þ.e. þannig sem þetta getur ef til vill verið mögulegt, því ekki höfum við þá milljarða Dollara, sem þróun slíkra ökutækja kostar. Ekki myndi skaða heldur, ef þeir vilja taka þátt í kostnaði, við uppsetningu þess infrastrúktúrs, er þarf til.

Lestu um Nissan Leaf - googlaðu nafninu. Mjög áhugaverður rafbíll, sem Nissan ætlar að hefja framleiðslu á.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.9.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband