Viðskiptaráð ráðleggur í skattamálum

Segir hugmyndir um fjölþrepa skatt afleitar
Innlent | mbl.is | 10.11.2009 | 14:26
 Viðskiptaráð Íslands telur hugmyndir um fjölþrepa skattlagningu launatekna hvorki til þess fallnar að efla tekjugrunn hins opinbera né hraða því endurreisnarstarfi sem framundan er í íslensku efnahagslífi.
Lesa meira

Viðskiptaráð Íslands er ennþá með ráð og tillögur til íslenskrar stjórnsýslu.

Í aðdraganda efnahagshruns íslensku þjóðarinnar kom þetta sama Viðskiptaráð Íslands mjög við sögu.  Það hældist mjög um vegna þess að því hafði tekist að fá >90 % af villtustu tillögum sínum um afnám laga og reglna sem snéru að viðskiptaumhverfi á Íslandi - afnumið eða breytt í þá veru að bit yrði hið minnsta á nýfrjálshyggjuna og efnahagslífið í heild.

Það hömluleysi sem þessi þáttur hafði á efnagashrunið hefur verið talinn til þungavigtar í stöðu þjóðarinnar í dag.

Væntanlega leiðir Rannsóknarnefnd Alþingis það frekar í ljós. 

Nú þykist þetta sama Viðskiptaráð hafa ráð undir hverju rifi í að setja fram fyrir  ríkisstjórnina þær skattareglur sem duga við að greiða hrunreikninginn sem er að falla á þjóðina.

Það besta sem Viðskiptaráð Íslands gerði þessari þjóð er að leggja sig niður og það strax... Það er nóg komið af þeirra ráðum..


mbl.is Segir hugmyndir um fjölþrepa skatt afleitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband