10.11.2009 | 15:23
Viðskiptaráð ráðleggur í skattamálum
Segir hugmyndir um fjölþrepa skatt afleitar
Innlent | mbl.is | 10.11.2009 | 14:26
Viðskiptaráð Íslands telur hugmyndir um fjölþrepa skattlagningu launatekna hvorki til þess fallnar að efla tekjugrunn hins opinbera né hraða því endurreisnarstarfi sem framundan er í íslensku efnahagslífi.
Lesa meira
Viðskiptaráð Íslands er ennþá með ráð og tillögur til íslenskrar stjórnsýslu.
Í aðdraganda efnahagshruns íslensku þjóðarinnar kom þetta sama Viðskiptaráð Íslands mjög við sögu. Það hældist mjög um vegna þess að því hafði tekist að fá >90 % af villtustu tillögum sínum um afnám laga og reglna sem snéru að viðskiptaumhverfi á Íslandi - afnumið eða breytt í þá veru að bit yrði hið minnsta á nýfrjálshyggjuna og efnahagslífið í heild.
Það hömluleysi sem þessi þáttur hafði á efnagashrunið hefur verið talinn til þungavigtar í stöðu þjóðarinnar í dag.
Væntanlega leiðir Rannsóknarnefnd Alþingis það frekar í ljós.
Nú þykist þetta sama Viðskiptaráð hafa ráð undir hverju rifi í að setja fram fyrir ríkisstjórnina þær skattareglur sem duga við að greiða hrunreikninginn sem er að falla á þjóðina.
Það besta sem Viðskiptaráð Íslands gerði þessari þjóð er að leggja sig niður og það strax... Það er nóg komið af þeirra ráðum..
Segir hugmyndir um fjölþrepa skatt afleitar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.