Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.1.2010 | 08:50
Að ljúka milliríkjadeilunni um Icesave
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi
Innlent | mbl.is | 7.1.2010 | 7:29
Breska viðskiptablaðið Financial Times segir í leiðara í dag, að Landsbankamálið hafi sýnt fram á, að Evrópa verði að styrkja sameiginlegt regluverk sitt. Það verði ekki gert með því að setja Ísland í skuldafangelsi.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------
Mestu mistökin í upphafi hrunsins voru að mismuna innistæðueigendum eftir þjóðerni.
Ef það hefði ekki verið gert og jafnræði látið gilda, þá væri ekkert ICESAVE og við ekki í teljandi vanda-í dag.
Þjóðaratkvæði um fyrri samninga er ekki gæfulegt með öllum þeim átakaundanfara sem það útheimtir.Og ekki bætir úr skák að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis verður birt eftir nokkra daga. Þar bætist við mikill eldiviður í hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu. Við megum ekki við frekari upplausn.
Nú er stóra málið að fá erlendan milligöngumann (sáttasemjara) sem verði leiðandi hjá þverpólitískum hópi Íslendinga við gerð samnings við Breta og Hollendinga- sem líkur þessu ömurlega máli- með sæmilegri sátt - allra...
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2010 | 12:47
Framkvæmdir stöðvast ein af annari
Frétt af mbl.is
Framkvæmdir við gagnaver stöðvaðar
Innlent | mbl.is | 6.1.2010 | 12:14
Framkvæmdir við gagnaver Verne Holding hafa verið stöðvaðar. Fram kemur á fréttavef Víkurfrétta að tugir iðnaðarmanna, sem hafa verið við störf við mikla uppbyggingu húsnæðis fyrirtækisins, hafi fengið bréf um að leggja verkfærunum þangað til annað kæmi í ljós.
Lesa meira
Þökk sé forseta vorum. Ætli hann sé í sæmilegu sambandi þarna suður í Indlandi...
Framkvæmdir við gagnaver stöðvaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 11:10
Þingræði eða einræði ?
Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Innlent | mbl.is | 6.1.2010 | 10:27
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar á vef sinn að íslenskir kjósendur standi á milli þess að velja forsetann eða ríkisstjórnina í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ef kjósendur hafni Icesave-lögunum í atkvæðagreiðslunni telji hún einsýnt að ríkisstjórnin segi af sér.
Lesa meira
Ég tek undir með Þórunni Sveinbjarnardóttur,alþingismanni. Í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu stendur valið milli tveggja póla: Þingræðisins eða einræðis forseta Íslands.
Sigri þingræðið heldur ríkisstjórnin velli en forsetinn segir af sér.
Sigri forsetinn, segir ríkisstjórnin af sér.
Þá taka hrunflokkarnir við og hafa forsetan sér til ráðgjafar og ákvörðunar - hvaða þingmál hljóti náð og fari í gegn sem lög.
Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2010 | 13:21
Svartur dagur í sögu þjóðar
Staðfestir ekki Icesave-lög
Innlent | mbl.is | 5.1.2010 | 11:07
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að synja nýsettum lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga staðfestingu. Nú fær þjóðin valdið og ábyrgðina í sínar hendur," sagði Ólafur Ragnar meðal annars í yfirlýsingu.
Lesa meira
Það eru greinilega meiri völd sem "forseti" Íslands hefur eða tekur sér en kjósendur til þessa embættis gera sér grein fyrir.
Hann hefur - eða tekur sér einræðisvald á örlögum þjóðar.
Sjálfur hef ég talið að með minni atkvæðagreiðslu að ég væri að kjósa svona meðal samkvæmisljón þarna suður á Álftanesið við móttöku opinberra gesta sem við viljum sýna virðingu.
Annað er komið á daginn.
Alþingi íslendinga sem við kjósum til í þeirri trú að þar fari fram umsjón með fjöreggi þjóðarinnar- er gert að ómerkingi- markleysu.
Það er mjög alvarleg meinsemd í okkar stjórnarskrá varðandi hver hefur völdin í þessu þjóðfélagi.
Nú taka við erfiðir tímar hjá íslenskri þjóð.
Sá aðili sem við töldum forseta hefur tekið sér einræðisvald. Höfnun laga réttkjörinna stjórnvalda er stórt áfall. Tómarúm blasir við.
Og í fyrramálið flýgur þessi "forseti" af landi brott - til Indlands.
Væntanlega hefur hann þar þarfari hnöppum að hneppa en hjá þessari þjóð sem nú eru rústir einar.
Nú ríkir svartsýni í upphafi á nýju ári.
Enginn veit hver framtíðin verður...
Staðfestir ekki Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.12.2009 | 11:12
Hrikalegur viðskilnaður íhaldsins
Gjaldeyristekjur duga ekki
Innlent | Morgunblaðið | 24.12.2009 | 5:30
Samkvæmt upplýsingum af skuldatryggingamarkaðnum og útreikningum erlends greiningarfyrirtækis eru fjórðungslíkur á greiðslufalli ríkisins.
Lesa meira
Mogginn birtir á forsíðu í dag ,aðfangadag jóla 2009 , hluta úr söguskoðun Davíðshrunsins. Þar segir að 25 % líkur séu á greiðslufalli íslenska ríkisins , að mati erlends greiningafyrirtækis.
Alvarlegustu álitamálin eru gjaldþrot Seðlabanka Íslands,Icesave og kostnaður við endurreisn bankakerfisins.
Hér greinir Mogginn frá hrikalegri stöðu Íslands- ef svona fer.
Óstjórn Sjálfstæðisflokksins á liðnum árum er eftir þessu að dæma að leggja íslenska þjóð á hnén. Varla fer Mogginn hér með fleipur- ritstjórinn er sjálfur hrunstjórinn að leggja mat á afleiðingu eigin verka..
En vonandi er of djúpt í árina tekið af hrunstjóranum á Mogganum og að okkar Íslendinga bíði bjartari og gæfuríkari framtíð - með þeirri ríkistjórn sem nú heldur um stjórnvölinn-það er okkar von.
En eigum gleðileg jól.
Gjaldeyristekjur duga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2009 | 10:54
Pólitískur bankaráðsmaður Framsóknar..
Frétt af mbl.is
Skert lífskjör og kaupmáttur
Innlent | Morgunblaðið | 11.12.2009 | 5:30
Verði Icesave-samkomulagið samþykkt í núverandi mynd þurfa Íslendingar að búa sig undir verulega skerðingu lífskjara og kaupmáttar næstu árin, að sögn Daniels Gros, bankaráðsmanns í bankaráði Seðlabankans.
Lesa meira
----------------------------------------------------------------------------------------------------
Hér tjáir sig pólitíkst ráðinn bankaráðsmaður í Seðlabankanum.
Ráðinn af Framsóknarflokknum.
Og boðskapurinn er sá sami og Framsókn heldur uppi á Alþingi. Hverjum er ekki ljóst að þetta hörmulega Icesave klúður sem er getið af gamla Landsbankanum með öflugum stuðning Sjálfstæðisflokks- er og verður íþyngjandi fyrir þjóðina. Það er ekki ný speki og þarf ekki belgískan pólitískt ráðinn Framsóknarmann til að upplýsa það.
En inn í fréttina og vantar alveg útlistun á því hvað það myndi kosta þessa þjóð að fella núverandi Icesave samning og með þeim hörmungum sem því myndi fylgja fyrir þjóðina. Það hentar ekki pólitískri baráttu Framsóknar í augnablikinu. En það skipti þjóðina miklu að vita það.
Síðan væri ágætt að ritstjóri Mbl. tæki gott viðtal við sjálfan sig um þær hörmulegu álögur 300 milljarða gjaldþrots Seðlabanka Íslands á haustmánuðum 2008 -sem þjóðin er nú að byrja að greiða með skertum lífskjörum.
Hann þekkir þá sögu alla. Hann stýrði Seðlabankanum í þrot...
Skert lífskjör og kaupmáttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.12.2009 | 14:08
Fjárlagafrumvarpið úr nefnd
Fjárlagafrumvarpið afgreitt úr nefnd
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir að menn dreymi um að geta rætt fjárlagafrumvarpið í þinginu á mánudaginn.Jón Hákon Halldórsson skrifar:
Fjárlagafrumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd í morgun. Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, segir að meirihlutinn vonist til þess að hægt verði að taka málið til umræðu í þinginu að nýju á mánudaginn.
Guðbjartur segir að farið hafi verið yfir alla liði. Atriði í frumvarpinu hafi verið uppfærð miðað við nýrri upplýsingar, svo sem þjóðhagsspá, verðbólguspá og spá um atvinnuleysi, auk fleiri nýrra upplýsinga.
Aðspurður segir Guðbjartur að minnihluti nefndarinnar hafi ekki viljað taka málið út úr nefnd strax. Þetta var tekið út með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn ber fyrir sig að þetta sé unnið of hratt og það þurfi meiri tíma til að skoða þetta betur," segir Guðbjartur. Hann segir alltaf æskilegt að geta skoðað hlutina gaumgæfilega. En við teljum að það liggi fyrir þær upplýsingar sem við höfum notað og hitt sé meira og minna handavinna," segir Guðbjartur.(Vísir.is)
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Sannarlega öflugur þingmaður Guðbjartur Hannesson ,formaður fjárlaganefndar.
Mikið hefur mætt á Guðbjarti í þeirri gríðalegu vinnu sem Icesave samningurinn hefur útheimt á Alþingi.
Almælt er af þeim sem til þekkja að Guðbjartur hafi unnið hreint afrek við að vinna málinu lýðræðislegt brautargengi á Alþingi.
Það hlýtur að styttast í að Guðbjartur Hannesson verði skipaður ráðherra...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2009 | 22:03
Icesave þingfundur þar til yfirlýkur- loksins.
Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Innlent | mbl.is | 2.12.2009 | 20:27
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, greindi þingmönnum frá því fyrir skömmu að þingfundi verði haldið áfram þar til mælendaskrá er tæmd. Fjórtán þingmenn eru enn á mælendaskrá, allir úr stjórnarandstöðunni. Umræðuefnið er sem fyrr frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga.
Lesa meira
----------------------------------------------------------------------------------------------------
Það var mikið að tekin var upp röggsöm þingfundarstjórn . Nú á þingfundi að ljúka þegar mælendaskrá er tæmd. Fróðlegt að sjá í fréttum í fyrramálið hvað margir verða ennþá á mælendskrá....
Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.12.2009 | 14:32
Er Icesave málið upphaf nýrra ríkisábyrgða í heiminum ?
Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Innlent | mbl.is | 2.12.2009 | 12:54
Til nokkurra orðaskipta kom milli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, og þingmanna stjórnarandstöðunnar, á Alþingi í dag vegna ummæla, sem Steingrímur viðhafði fyrr í vikunni um að sumar ástæður þess að Icesave-málið verði að klára sem fyrst séu þess eðlis að ekki hægt sé að greina frá þeim á Alþingi.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Umheimurinn ætlar ekki að láta okkur komast undan ábyrgð gerða okkar.
Icesave málið er í raun prófsteinn á gjörbreytta tíma. Orðagjálfur ríkisstjórna um ríkisábyrgðir sem ekki er síðan ætlunin að standa við- heyra væntanlega sögunni til.
Allt ferli atburðanna varðandi ábyrgðarlaus umsvif Landsbankans í Bretlandi og Hollandi ,þar sem þáttaskil urðu með setningu hryðjuverkalaganna á Íslendinga- marka tímamót.
Hryðjuverkalögin eru í raun stríðsyfirlýsing, en án annarra vopna en efnahagslegra.
Bretar gera síðan samkomulag við aðrar "vígfúsar þjóðir" til að treysta grunninn.
Alþjóðasamfélagið er þáttakandi í stríðinu gegn okkur. Við eigum enga bandamenn.
Þetta stríð er gjörtapað fyrir Íslendinga. Nú er verið að semja um vopnahlé og stríðsskaðabætur.
Lögspekingar hér á heimavelli hafa lagakróka á takteinum- en okkar lagaflækur eru marklausar í þessu stríði - eins og reynslan sýnir.
Eftir 6 mánaða þóf á Alþingi frá vormánuðum fram á haust- er árangurinn gagnvart Bretum og Hollendingum nákvæmlega enginn.
Vonandi náum við að halda í þessa vopnahléssamninga sem Icesave samningurinn er með því að ljúka málinu nú þegar-eða byrðarnar margfaldast á þjóðina- ef við höfnum þeim.
Staða okkar meðal þjóðanna er engin ,okkur í vil... Við erum sigruð þjóð. Eigin glópska varð okkur að falli.
Yndislega ótrúlega ómerkilegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2009 | 23:55
Skýrsla Rannsóknarnefndar birt eftir 80 ár ?
Allt að 80 ára leynd yfir viðkvæmustu upplýsingunum í skýrslu Rannsóknarnefndar
Þrátt fyrir fyrirheit stjórnmálamanna landsins í kjölfar bankahrunsins þess efnis að hrunið yrði rannsakað í kjölinn og allar upplýsingar yrðu upp á borðum er Alþingi mjög að draga úr allri upplýsingagjöf með nýjum lögum um Rannsóknarnefndina. Allra viðkvæmustu upplýsingarnar sem þar birtast munu ekki koma fyrir almenningssjónir fyrr en árið 2090.
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mun 80 ára leynd þannig hvíla yfir upplýsingum er Alþingi ákveður að sé of viðkvæmt fyrir almenningssjónir en í þann hóp falla meðal annars fjárhagsupplýsingar um fyrirtæki og einstaklinga sem hlut áttu að máli. Skulu slíkar upplýsingar verða dulkóðaðar og færðar til geymslu í Þjóðskjalasafninu. Verða þannig allra viðkvæmustu upplýsingarnar engum ljósar fyrr en árið 2090.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti þingsins, segir aldrei hafa staðið til að birta allar upplýsingar sem nefndin kemst yfir en segist gera ráð fyrir að nefndin sjálf muni gera opinber þau gögn er hún telur að eigi erindi til almennings. Skýrslan verði eins tæmandi og hægt hafi verið að gera hana á þeim tíma sem til stefnu var."En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsingar og ég geri ráð fyrir að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum."(eyjan.is)
-------------------------------------------------------------------------------------------------
Er líklegt að sátt muni ríkja um þessa afgreiðslu mála? Íslenska þjóðin hefur orðið fyrir algjöru efnahagslegu hruni af völdum innlendra afla sem fengu að leika lausum hala í 5-6 ár með þessum afleiðingum?
Fullveldi þjóðarinnar er jafnvel að ljúka- rúmlega 90 árum eftir að þjóðin fékk fullveldi meðal þjóðanna.
Í raun virðist framtíð fullveldisins velta á örlögum Icesave samningsins sem stjórnvöld ábyrgðust í nóvember árið 2008 .
Verði þeir felldir er líklegt að við einangrumst hér norður í Atlantshafinu og verðum efnahagslega ósjálfstæð.
Í kjölfar hrunsins var skipuð Rannsóknarnefnd Alþingis með það hlutverk að rannsaka til hlítar orsakir efnahagshrunsins.
Skýrsluna átti að birta 1 nóvember 2009 en var af einhverjum ástæðum frestað til 1 febrúar 2010.
Nú er Alþingi byrjað að gefa út að hitt og þetta verði ekki birt almenningi-þeim almenningi sem efnahagshrunið brýtur nú á með ofurþunga.
Verður þessi háttur Alþingis liðinn af þjóðinni ? Á þjóðin ekki heimtingu á að sannleikurinn komi fram ? Verður friður um þessa háttsemi Alþingis.
Ég held ekki .
Reiðin vegna þeirra svívirðingar sem viðskipta og stjórnmálaöflin hafa leitt yfir þessa þjóð mun brjótast út. Þessi fyrirboði frá Alþingi er fyrsti blástur í þær glæður sem geta hæglega orðið að eldhafi...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.12.2009 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)