Stórefla skattrannsóknir í framhaldi rannsóknarskýrslu.

Fyrst birt: 13.04.2010 16:05 GMT Síðast uppfært: 13.04.2010 16:12 GMT

Stórefla á skattrannsóknir

Steingrímur J. Sigfússon, 
fjármálaráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Það á að stórefla þátt skattrannsóknarstjóra í kjölfar útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og það mun ekki standa á fjármunum þegar sérstakur saksóknari og settur saksóknari meta fjárþörf á sama tíma. Þetta sagði fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Forsætis- og fjármálaráðherra ræddu við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem rannsóknarskýrslan var til umfjöllunar. Ljóst er að efla þarf ýmis embætti á næstu misserum svo þau séu í stakk búin til að taka á þeim fjölmörgu verkefnum sem við blasi. Það á meðal annars við um embætti sérstaks og setts saksóknara.  Steingrímur segir að búast megi við því að starfsemin verði umfangsmikil sem muni kosta umtalsverða fjármuni.

Sagði Steingrímur J. Sigfússon. Það sama á við um embætti skattrannsóknarstjóra. Hann segist binda miklar vonir við skattarannsóknarþátt þessara mála. Ríkasti þáttur þeirra rannsókna verði sennilega kyrrsetning eigna.  Búið sé að ákveða að stórefla slíkar rannsóknir með því að bæta við 20 starfsmönnum í skattarannsóknir og aðgerðir á sviði skattamála á næstu vikum og mánuðum. Sá þáttur gæti í sumum tilfellum verið fyrr á ferðinni en sakarþátturinn sjálfur.(RÚV)

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 Þessi rannsóknarskýrsla hefur komið öllum í opna skjöldu.

Hún reyndist vera afburðavel og vandlega unnin.

Það eitt gerir hana að miklum veðmætum til framtíðar. Hún kemur til með að verða að fræðiriti um áratugi....

Stjórnvöld eru nú þegar byrjuð að efla skattrannsóknir á grundvelli hennar og margt fleira er í farvatninu.

Og það verður erfitt að gagnrýna tilvitnun í skýrsluna- fortíðin talar-skýrt...

Ljóst er að rannsóknarskýrslan er þegar orðin mikilvægur þáttur í endurreisn efnahags og siðmenningar Íslands .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband