Sjálfstæðisflokkur ekki vandur að virðingu sinni

Boða formenn flokka á fund í fyrramálið
Innlent | mbl.is | 6.10.2010 | 19:49

Bjarni Benediktsson á Alþingi í Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að í dag kl. 15.00 hafi borist fundarboð vegna fundar í fyrramálið þar sem fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar hyggjast ræða skuldavanda heimilanna.
Lesa meira

Hinn ungi formaður Sjálfstæðisflokksins telur það Flokknum ekki samboðið að vinna með ríkisstjórninni að skuldavanda heimilanna í landinu og afþakkar boð um það.

 Nú er þessi skuldavandi heimilanna til kominn vegna hörmulegrar stjórnar Sjálfstæðisflokksins sem leiddi til efnahagshruns á Íslandi.

 Gríðarleg mótmæli urðu við setningarræðu forsætisráðherra við þingsetningu að kvöldi 4.október sl. Um 8-10000 manns mótmæltu vinnubrögðum Alþingismanna í heild sinni og lýstu miklu vantrausti á allt það lið-og krafðist úrbóta þegar í stað fyrir heimilin í landinu..

 Bjarni þessi, formaður Sjálfstæðisflokksins var þar síst undanskilinn. 

 Hann rífur bara kjaft og snýr upp á sig.

 Heimilin í landinu eiga ekki mikils að vænta frá hrunflokknum í  þeim skuldavanda sem Flokkurinn kom þeim í.


mbl.is Boða formenn flokka á fund í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þetta lýsir því bara hvernig sjálfstæðismenn eru.

Þeir eiga ofboðslega bágt nú um stundir, algerlega valdalausir bæði í ríkisstjórn og Borg.

Hamarinn, 6.10.2010 kl. 22:42

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Æ jæjæ greyin mín þið eruð kannski með betri lausnir eða leiðir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.10.2010 kl. 23:30

3 Smámynd: Hamarinn

Stærsta vandamál Íslands, heitir Sjálfstæðisflokkurinn, eins og hefur sést síðastliðin 20 ár.

Það þarf að útræma þessarri glæpaklíku.

Hamarinn, 7.10.2010 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband