8.2.2008 | 13:30
REI - hneykslið
Aðalatriðið í þessu REI máli og sem skiptir höfuðmáli,finnst mér, er sú staðreynd að fjármálaöflunum mistókst að komast yfir Orkuveituna ásamt Hitaveitu Suðurnesja með auðlindum Reykjanesskagans eins og greinilega var meginmálið. Svandís Svavarsdóttir, VG .og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ,án Vilhjálms Þ. V. , komu í veg fyrir gerninginn.
Eftir stendur að Orkuveitan er áfram í 100 % eigu almennings . Yfirtöku HS og auðlinda Reykjanesskagans hefur verið forðað , en við blasti um tíma að erlend yfirráð væru þar á næsta leiti. Ríkisstjórnarflokkarnir eru með fyrir Alþingi frumvarp sem á að tryggja Íslendingum að orkuauðlindirnar verði ávallt í samfélagslegri eigu .
Nú hafa borgarfulltrúar Reykjavíkur komið fram með skýrslu sem stýrihópur á þeirra vegum hefur unnið. Þessi skýrsla er í raun kolsvört lýsing á miklum veikleika á stjórnsýslukerfi Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar. Orðalag skýrslunnar ber með sér að mikil málamiðlun hafi átt sér stað milli borgarfulltrúa við endanlega gerð hennar til að tryggja sameiginlega niðurstöðu. Skýrsluna þarf því að skoða í því ljósi Þó blasir við að embættismenn í viðkomandi fyrirtækjum í eigu Reykjavíkurborgar svo og fv. borgarstjóri Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafa verið á miklum villigötum í stjórnsýslunni
Beðið er álits Umboðsmanns Alþingis varðandi allan þann gjörning sem REI málið er. Væntanlega kemur þar fram skýrari sýn á málið allt en nú liggur fyrir.
Almenningur á kröfu á því að þeir sem ábyrgð bera á öllu þessu ferli , hvort sem er í viðkomandi fyrirtækjum eða borgarstjórn Reykjavíkurborgar , axli hana með viðeigandi hætti.
Málið allt er hneyksli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.