Fylgi við Sjálfstæðisflokk dalar..Samfylkingin bætir mikið við sig

Þá er fyrsta skoðanakönnun á fylgi stjórnmálaflokkanna eftir að hallarbyltingin í Ráðhúsi Reykjavíkur var gerð seinnihluta janúar, komin fram.

Niðurstaðan er þessi :

Samfylkingin fékk 39%, Sjálfstæðisflokkur 34%, Vinstri grænir 12%, Framsóknarflokkur 8,5% og frjálslyndir tæp 7%.

Þessi skoðanakönnun er framkvæmd áður en REI skýrslan var kunngerð og Kastljóss fingurbrjótur Vilhjálms fv. borgarstjóra ekki kominn fram.  

Gera má  ráð fyrir því að uppákoman í borgarstjórninni sé ráðandi í þessari skoðanakönnun og hefði orðið mun lakari fyrir Sjálfstæðisflokk hefði hún verið tekin til dagsins í dag.  

Þeir flokkar sem stóðu að því meirihlutasamstarfi ,undir forystu Dags B. Eggertssonar fv borgarstjóra , sem Vilhjálmur Þ, Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon veltu úr sessi , eru með um 60 %  fylgi samkvæmt þessari könnun.

Ljóst er af þessu að vandi Sjálfstæðisflokks í Reykjavík er mikill...tiltrú fólks á flokknum fer þverrandi.  

Samfylkingin getur vel við unað og ljóst að Dagur B. Eggertsson nýtur vaxandi trausts .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Sævar, þetta er kannski eini ljósi punkturinn í öllu þessu klúðri stjórnmálamanna.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.2.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband