Harður dómur um íslenska einkabankakerfið

"Prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics, Robert Wade, gagnrýnir í grein sem hann skrifar í Financial Times ýmislegt á Íslandi. Segir hann að rót þess vanda sem íslenskt efnahagslíf glími nú við nái aftur til þess tíma er bankarnir voru einkavæddir. Það hafi verið gert í flýti og þar hafi stjórnmál ráðið för. Segir Wade að uppi sé orðrómur um að Samfylkingin ætli sér að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til nýrra kosninga."

Stöndum við á rústum nýfrjálshyggjunnar sem Sjálfstæðisflokkur með  fulltingi Framsóknarflokksins innleiddi hér með einkavinabankavæðingunni ? 

- Gengið fallið um 35-40 % á fáeinum  vikum

- Stefnir í > 20 % verðbólgu á haustmánuðum

- Fjöldaatvinnuleysi á haustmánuðum

- Vextir þeir hæstu í hinum vestræna heimi

- Skuldsettnasta þjóð í heimi

- Handónýtur gjaldmiðill

- Vanræksla varðandi gjaldeyrisforða og bindingu útlána - meðan tími var til

Úrræðatillögur stjórnvalda  : Reisa fleiri álver...

Þarf ekki að fara að vinda ofanaf vitleysunni og marka nýja peninga og efnahagsstefnu og koma á nauðsynlegum aga og taka upp nýjan og traustan gjaldmiðill...evruna ?? 

 


mbl.is Rót vandans einkavæðing íslensku bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gjaldmiðillinn er ekkert ónothæfur, það eru þeri sem stjórna en þora ekki að stjórna.

ÞAr er verkurinn.

Bretar vilja komast í laustengdara samband við ESB og nú kváðu Svíar vilja úr sambandinu, vegna heftandi áhrifa á milliríkjasamninga í verslun, viðskiptum og rannsóknasamstarfi.

 Réttara væri, að menn hysjuðu upp um sig buxurnar og færu í þá sem með sviksamlegum hætti sölsuðu undir sig suma einkabakana og nú einn elsta sparisjóð landsins.

Afhauser átti að vera Kjölfestufjárfestir en það voru leiktjöld.

Þessa menn á að taka og kjöldraga og af þeim allar eigur um leið og bankinn væri tekin af þeim og þjóðnýttur (kaupum rift)

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 2.7.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll þetta er góður pistill hjá þér Sævar og góð lýsing á þeim vandræðum sem stjórnmálamenn og fjármálamenn hfa komið okkur í.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.7.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband