Kreppa og útflutningsverðmæti

Lífskjör þjóðarinnar hafa öðru fremur markast af útflutningsverðmætum- um aldir.

Nú um nokkur ár virðast menn hafa talið að snúa mætti þessu við - óheftur innflutningur , langt umfram útflutningsverðmæti, hefur verið talið til marks um  frábær lífskjör þjóðarinnar.

Þessi mismunur á útflutningi og innflutningi nam allt að 26 %/ári,  innflutningi í vil. Sá mismunur var allur tekinn að láni erlendis. Skuldir hrúguðust upp og blaðran sprakk- harður veruleikinn blasir við- þessi lífskjör reyndust blekking- það er kreppa.

Meðal afleiðinga af þessu er svo sem versti bílafloti í Evrópu. Húsbyggingar langt umfram þörf.  Ofgnótt af alskyns dóti svo sem flatskjám, hjól og fellihýsum . Margar og  dýrar utanlandsferðir á ,mann á ári, svo eitthvað sé talið. Það á eftir að borga stóran hluta af öllu þessu dóti og lúxuslífi. Nú vill enginn lána okkur meir, nema á afar kjörum. 

Og hvaða verðmætasköpun verður að standa straum af þessu og áframhaldandi þokkalegum lífskjörum...  Fiskurinn úr sjónum, nýting orkuauðlindanna, ferðamanniðnaður- fjármálageirinn er lamaður sem stendur.  

Þá er það spurningin um hvar séu helstu vaxtarbroddarnir ?   Sjávarútvegur er ekki aflögufær frá því sem nú er. Ferðamannaiðnaður er í nokkurri óvissu vegna orkuverðs og skatta á loftslagsmál. Orkugeirinn ?

 Orkuflutningur
Raflínumastur Ljóst er að fjöldi virkjana sem tengist stóriðju eru uppgreiddar og mala okkur því gull í dag, meðan aðrar svo sem Kárahnjúkavirkjun og nýjustu jarðvarmavirkjanirnar eru skuldum vafðar.

Orkuverð er mjög hátt sem stendur og möguleikar okkar í orkusölu eru því mjög miklir.  Vandinn er að velja virkjanastaði svo og í hvað á að selja orkuna þannig að sæmileg sátt verði meðal þjóðarinnar.

Frá því virkjað var við Búrfell og Ísalverksmiðjan tók til starfa árið 1969 , þegar kosturinn var aðeins einn, álver, hafa möguleikar okkar á meiri fjölbreytni aukist verulega.

 Auk álvera eru boði , aflþynnuverksmiðjur, sólarrafhlöðufrumvinnsla og gagnaver. Álver hafa þann kost að um er að ræða sölu á miklu magni orku til mjög langs tíma ásamt því að orkukaupandinn eru öflug fyrirtæki á heimsvísu.

Hinir möguleikarnir sem fyrir hendi eru nota miklu minni orku en veita svipað hlutfall af störfum.  Nú má ljóst vera að veruleg áhætta er fólgin í því að vera með alla okkar orkusölu til einnar greinar- álveranna. 

 Hellisheiðarvirkjun

Hellisheiðarvirkjun

Saga áliðnaðar er að sveiflur verða á verði áls - þar skiptist á velgengni og kreppur. T.d  það fyrirtæki sem reisti Ísalverksmiðjuna í Straumsvík var á sínum tíma með þeim stærstu í greininni, í heiminum. Eftir álkreppuna 1988 hallaði undan fæti og árið 2000 leið það undir lok sem og áliðnaður í Sviss. Fyrirtæki í Norður Ameríku tóku við hér á landi og svo er enn.

 

Fyrir okkur Íslendinga sýnist því heppilegast að dreifa áhættunni og blanda orkusölunni á fleiri iðngreinar- við eigum núna val.

 

Ísal verksmiðjan í Straumsvík

Alcan verksmiðjan í Straumsvík

Við erum með þrjú álver í rekstri núna hér á landi- í Straumsvík, á Grundartanga og á Reyðarfirði alls um tæp 800.000 tonn af áli/ári. Nokkur raforkusala er einnig til kísilmálmsverksmiðjunnar á Grundartanga. 

Samkvæmt Kyotobókuninni rúmast eitt 280.000 tonna álver hér á landi til viðbótar, vegna loftsslagsmála fyrir árið 2012 . Þó eru á teikniborðinu og í framkvæmd tvö ný álver , hvort um sig um 280 þús. tonn ásamt 45 þús. tonna framleiðsluaukningu í Straumsvík eða alls um 600 þús. tonn/ ári 

    Verði þetta að veruleika er ljóst að við gefum loftsslagsmálum í heiminum - langt nef.

Er ekki affarasælast að byggðasjónarmið ráði miklu og álverið á Bakka við Húsavík verði að veruleika knúið af jarðgufuvirkjunum og hluti Þjórsár , neðan Búrfells,verði virkjaður fyrir framleiðsluaukningu í Straumsvík og restin ásamt jarðgufuvirkjun í Hverahlíð á Hellisheiði, fari til hinna nýju iðngreina sem taldar eru hér að ofan.

Síðan miðast framhaldið við þá losunarkvóta sem við kunnum að eignast eftir árið 2012... eða er það ekki ?

Samfara þessu þarf að móta hér nýja peninga og efnahagsstefnu til framtíðar og skapa nauðsynlegan stöðugleika- og ná verðbólgu í það horf sem gerist í löndunum í kringum okkur - í Evrópu.  Og ganga síðan í ESB og myntbandalag evrunar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband