Er að myndast uppgjör í Sjálfstæðisflokknum ?

Ljóst má vera að pattstaða er komin í stjórnarsamstarfið og ný stjórnarmyndun án kosninga ekki sýnileg .

Þjóðin er að leysast upp í vonleysi um aðgerðir til varnar þeirri vá sem við blasir eftir hrun bankanna 

Óheyrilegar skuldir blasa við - sem gæti tekið áratugi að greiða. Nýfrjálshyggjan sem fylgt hefur verið síðan 2001 er búin að keyra þjóðina í þrot.

Ekkert kemur frá stjórnvöldum um viðnám og aðgerðir- hvert skal stefna- algjör ringulreið. Gömlu bankarnir eru rændir innanfrá , um milljarða- skuldir fyrrum starfsmanna afskrifaðar í einum þeirra um 50 milljarða kr , samkvæmt fréttum sem hafa verið staðfestar.  

Nú hafa tvær konur í Sjálfstæðisflokki risið upp gegn alræði  innan flokksins , þær Þorgerður Katrín ,menntamálaráðherra og Ragnheiður Ríkharðsdóttir , þingmaður og tekið undir með Samfylkingunni varðandi stjórn Seðlabankans og  aðildarviðræður við ESB og  gjörbreytta  peningastefnu.

 Sannarlega hugrakkar konur.

En meira þarf til. 

Er það mikill kjarkur til innan þingflokks Sjálfstæðismanna að fleiri feti þessa braut og þá með þeirri niðurstöðu að nægjanlega margir gangi til samstarfs við Samfylkinguna um myndun nýrrar stjórnar án tafar- stjórnar sem hafi afl og kjark til að leiða þjóðina útúr því öngþveiti sem nú er ?   

Það verður ekki gert nema Davíðsarmur Sjálfstæðisflokksins verði einangraður - en það kostar uppgjör.

Er það uppgjör ekki komið á gjalddaga.

Þjóðin væntir þess.

Er málið nokkuð flóknara en það að nægjanlega margir þingmenn Sjálfstæðisflokks standi upp og myndi meirihlutastjórn með Samfylkingunni- án Davíðs.

Burt með spillingarliðið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin er ekki stjórntæk og lýðskrumið og bullið með inngöngu í ESB er skýrasta dæmið um það. Vegna þess að nú þarf að leysa bráðavanda og að standa nú í þessum deilum um ESB þjónar alls ekki hagsmunum þjóðarinnar. Þetta veit Samfylkingin alveg en telur samt ástæðu til að slá ryki í augu almennigs til þess að reyna að breiða yfir sinn þátt í þessu efnahagshruni sem Smfylkingin á mjög stóran þátt í. Nei takk, Samfylkingunni er alls ekki trystandi.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband