Kvótagreifar óttast "móðuharðindi " fái aðrir að veiða fiskinn.

Atvinnulíf sjávarplássa lagt í rúst á 7 árum

- Bæjarstjóri Vestmannaeyja víkur að eignarupptöku og framsali nýtingaréttar til erlendra þjóða  

Bæjarfélag sem staðið hefur af sér eldgos, sjórán og margskonar óáran í gegnum árhundruðin stendur nú enn á ný frami fyrir vá sem kann að valda ómældum búsifjum. ...

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Textinn hér að ofan er afritaður af  Viðskiptablaðinu, á vefnum.

Er allt í lagi með svona málflutning  og ætlast menn til að þeir séu teknir alvarlega?

Kvótagreifarnir eru nú búnir að koma sér í þá stöðu ,almennt, að hafa veðsett óveiddan fiskinn í sjónum í landhelgi Íslands- sem nemur 3 x ársafla,brúttó. 

Veðin eru bæði í íslenskum og erlendum bönkum og því eign þjóðarinnar.

Fiskimiðin eru eign þjóðarinnar allrar. Það kvótakerfi sem við lýði hefur verið - hefur verið einokað við fáa útvalda og greinin að öðruleiti lokuð.

Þessir kvótagreifar hafa síðan að eigin geðþótta leigt út kvótann til kvótalausra sjómanna á okurprís og gert sjómenn að lénsþrælum að gamalli fyrirmynd.

Nú eru upp háværar kröfur um breytingar og deila þessum veiðum út með öðrum og réttlátari hætti.

Stefnt er að því að fara fyrningaleið- að fyrna 5% kvóta á ári- í 20 ár. Það þarf enga kvótagreifa til að sjá um fiskveiðar í landhelgi Íslands- hér hefur verið veiddur fiskur allt frá árinu 870 og til dagsins í dag. Notast hefur verið við ýmsar aðferðir-

Nú breytum við til- aukum mannréttindi og eflum byggðir landsins með jöfnum gæðanna. Réttlæti í stað ranglætis. Það kemur ný ríkisstjórn til valda á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband