12.10.2009 | 10:32
Ný störf á vegum NATO á Suðurnesjum
Frétt af mbl.is
Þjóna herjum NATO-ríkja
Innlent | Morgunblaðið | 12.10.2009 | 7:04
Viðræður standa yfir milli hollenska félagsins ECA og ÍAV Þjónustu, dótturfélags Íslenskra aðalverktaka, um að setja á stofn aðstöðu til að geyma og þjónusta flugvélar og þyrlur, sem ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) munu geta tekið á leigu fyrir æfingar.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Þetta eru frábærar fréttir, gangi mál eftir sem miklar líkur eru á.
Sannarlega gott fyrir Suðurnesjamenn að atvinnuumsvif á Keflavíkurflugvelli séu að færast í aukana. Hér er merkilegt sprotafyrirtæki að koma til landsins.
Takist vel til og orðsporið verði traust og gott- fylgir fleira í kjölfarið.
Sannarlega gott að heyra þetta nú þegar dökk ský hrannast upp varðandi Helguvíkuráformin. En komið hefur í ljós að næg orka er ekki í sjónmáli svo og fjármögnum bæði álversins og ekki síst OR eru í uppnámi.
Höfum við ekki horft of einangrað til stóriðju sem allsherjarlausnar í atvinnumálum ?
Er ekki heppilegra að atvinnulífið verði fjölbreitt og að sú orka sem við ráðum yfir verði nýtt til smærri en fleiri framleiðsluþátta en þeirrar einsleitni sem ráðið hefur ?
Við uppbyggingu álvera er kostnaður /starfsmann um 350 milljónir ísl kr eða meir. Nú verðum við að nýta fjármuni mjög vel- tími sóunar er liðinn.
Vonandi tekst vel til með þetta Nato-verkefni sem er í uppsiglingu á Suðurnesjum.
Þjóna herjum NATO-ríkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2009 | 13:00
Landráðabrigsl þingmanna Framsóknar ?
Frétt af mbl.is
Jóhanna beitti sér gegn láninu
Innlent | mbl.is | 10.10.2009 | 11:35
Ég hef heyrt að Jóhanna hefði sent Stoltenberg tölvupóst þar sem hún hefði sagt að förin okkar væri henni mjög óþægileg og því beðið forsætisráðherrann um svona bréf," segir Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um bréf forsætisráðherra Noregs til Jóhönnu Sigurðardóttur.
Lesa meira
Og meira:
Höskuldur Þór segir að ef rétt reynist hafi Jóhanna valdið íslensku þjóðinni miklum skaða með því að leggja stein í götu lánsins, en í bréfi Stoltenbergs kemur fram að um 90 milljarða króna umsamið lán sé skilyrt samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og að frekari lánagreiðsla frá Noregi sem geri samvinnu við sjóðinn óþarfa komi ekki til greina.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Ef svo er þá það skemmdarverk gagnvart íslensku þjóðinni. Við fengum engin önnur svör en að það þyrfti að koma formlegt boð. Það var alveg sama við hverja við töluðum.
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Hér er mjög alvarleg yfirlýsing á ferð . Er hægt að skilja þetta öðruvísi en brigsl um hrein landráð ?
Ljóst er að þessi Noregsferð þeirra félaga Sigmundar formanns og Höskuldar þingmanns Framsóknaflokksins var hrein sneypuför. Hún byggðist á tilboði sem nánast utangarðs þingmaður Miðflokksins Norska gaf þeim félögum um 2.000 milljarða ísl.kr lán til Íslendinga. Miðflokkurinn er utan stjórnar í Noregi og er mjög lítill flokkur - svona svipaður og Hreyfingin á Íslandi. Þessum manni treystu þeir félagar og fóru utan. Það eina sem þeir fengu var að stjórnvöld í Noregi myndu engin lán veita til Íslands nema að undangenginni endurskoðun AGS. Það hefur legið fyrir í marga mánuði.
Lágmarks krafa er að þeir félagar biðji forsætisráðherra Íslands afsökunar á þeim ummælum sem frá þeim hafa komið og vísað er til hér að framan af vef mbl.is
Jóhanna beitti sér gegn láninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
2.10.2009 | 10:33
Stóriðjuskattar - gengismunur ?
Frétt af mbl.is
Stórtækir auðlindaskattar
Innlent | Morgunblaðið | 2.10.2009 | 6:37
Þetta eru tölur og áform sem ég sé ekki að gangi upp á nokkurn hátt," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í fjárlagafrumvarpi er áformaður sextán milljarða tekjuauki af umverfis-, orku- og auðlindasköttum. Það gæti þýtt milljarðaskattheimtu af hverju álfyrirtæki fyrir sig, þegar fram í sækir, en þau eru kaupendur að nærri þremur fjórðu allrar raforku í landinu.
Lesa meira
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Erlendu stóriðjufyrirtækin hafa fengið miklar skattaívilnanir - langt umfram venjuleg íslensk fyrirtæki.
Og við hið gríðarlega gengisfall íslensku krónunnar hefur allur innlendur kostnaður þeirra svo sem launagjöld og skattgreiðslur minnkað tilsvarandi.
Allur rekstur þeirra er gerður upp í USD .
T.d upplýsti Alcoa á Reyðarfirði, nýlega, að launakostnaður væri núna um 6,6% af rekstrarkostnaði. Fyrir þetta mikla gengishrun var meðallaunakostnaður svona fyrirtækja ca. 10-11 % af rekstrakostnaði. Tilsvarandi má ætla skattgreiðslurnar- þær hafa orðið þeim miklu léttbærari- í USD talið.
Þess vegna er ekkert verið að íþyngja þessum ágætu fyrirtækjum þó nokkrir fjármunir komi í okkar hlut vegna þessa gengismunar.
Tímabundin sanngjörn skattheimta á þau er því réttlætanleg .
Stórtækir auðlindaskattar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2009 | 10:13
Ríkisstjórnin og ICESAVE reikningurinn
Ríkisstjórnin sem sat að völdum fyrir einu ári síðan -hrunstjórnin-samþykkti að greiða ICESAVE reikninginn að kröfu Breta og Hollendinga.
Sá gjörningur var gerður á þeim tíma þegar allt efnahagskerfi okkar var hrunið og svo virtist sem allt alþjóðafjármálakerfið væri einnig rústir einar. Það var mikill rykmökkur sem enginn sá útúr. En við sitjum uppi með þennan reikning - svo djöfullegur sem hann er.
Þjóðin telur sig saklausa af ábyrgð hans. Landsbankinn sem var einkabanki -var gerandinn mikli. En hann virðist hafa fengið heimild frá FME til verknaðarins. Við sitjum því sem þjóð í súpunni. Núverandi ríkisstjórn tók við þessum kaleik eins og hann var grunnlagður í október 2008.
Nokkrar breytingar tókst að gera á honum í vor- til hagsbóta fyrir okkur. En það myndaðist hörð andstaða á þinginu gegn ríkisábyrgð hans.
Allskyns fyrirvarar voru settir inn og sá alvarlegasti er sá að eftir 2024 hættum við öllum greiðslum til Breta og Hollendinga- vegna þessa ICESAVE reiknings- í hvaða stöðu sem eftirstöðvarnar eru á þeim tíma..
Þetta ákvæði sætir eðlilega harðari andstöðu okkar kröfuhafa. ICESAVE samningurinn er í fullkomnu uppnámi. Það er hörð milliríkjadeila milli Íslands ,Hollands og Bretlands.
Umheimurinn krefst þess að við viðurkennum og greiðum skuldir okkar.
Við stöndum alein og höfum engan stuðning .
Ef sá samningur sem ríkisstjórnin náði fram sl vor - fellur- verður vá fyrir dyrum. Allar lánalínur til Íslands eru lokaðar og verða það áfram.
Við einangrumst frá umheiminum. Hversu lengi það ástand varir veit enginn. Dómstólaleið sem talað er um gæti tekið mörg ár- ef hún er þá fær.
Að semja uppá nýtt um málið við Breta og Hollendinga sýnist ógæfulegt í ljósi þeirra viðbragða sem frá þeim heyrist. Verri samningur yrði væntanlega niðurstaðan að loknum einhverra mánaða þófi. Hollendingum og Bretum liggur ekkert á- en lífsspursmál fyrir okkur.
Mín skoðun er sú að strax í vor þegar ICESAVE samningurinn lá fyrir áttum við að ganga þá þegar frá málinu. Staða okkar nú væri öll önnur og bjartari. Að sjö árum liðnum hefðum við getað tekið upp nýjar viðræður við Hollendinga og Breta um bættan samning- enda þá með fullri reisn þess sem stendur við sínar skuldbindingar og öðlast hefur virðingu þjóðanna- eitthvað sem við höfum alls ekki í dag.
Ég treysti Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra til að leiða þetta mál til lykta út úr þeim pólitísku ógöngum sem það er nú statt í- þjóðinni til heilla....
Þó svo það kosti slit núverandi ríkisstjórnar...
Fellur ef ekki næst sátt um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.9.2009 | 15:41
Olíuvinnsla og auðævi þjóðar
Olíuverð er mjög lágt núna sem stendur. Þessi vinnsla þarna Drekasvæðinu er langt á hafi úti og á miklu dýpi. Vinnslan er því að því leitinu til kostnaðarsöm.
Vinnsla er ekki arðbær sem stendur.
En olíusvæði heimsins fara þverrandi og því ljóst að Drekasvæðið kemur sterkt inn eftir nokkur ár.
En það er heppilegt fyrir hagsmuni þessara aðila sem um sinn eru að falla frá vinnslu- að benda á að skattaumhverfi sé þeim óhagstætt.
Efnahagsumhverfið á Íslandi núna er viðkvæmt og því reynt að koma í kring miklum skattaafslætti sem yrði þessum hugsanlegu vinnsluaðilum að miklum auðævum síðar- þegar svæðið er orðið vinnsluhæft.
Þetta ber okkur að varast núna. Við þurfum engan afslátt að gefa á þessum auðævum sem bíða þarna róleg-þau fara ekki neitt og við eigum þau.
Tími okkur mun koma fyrr en varir.
Skattarnir afar íþyngjandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2009 | 19:32
Eru fjöldauppsagnir Moggans í farvatninu ?
Nú styttist í að nýr Moggaritstjóri verði ráðinn.
Spenna er í lofti vegna þessa.
Verði það raunin að sjálfur hrunformaðurinn , Davíð Oddsson, verði settur í ritstjórastólinn- virðist að áskrifendum Moggans fækki mjög.
Ég hef verið sáttur við Moggann undanfarið undir ritstjórn Ólafs Stephensen- en læt áskriftina fjúka ef hrunformaðurinn verður valinn....
22.9.2009 | 12:31
Að taka milljarðalán og láta þjóðina greiða tapið.
Frétt af mbl.is
Söluverð til kaupa bréfa af eigendum
Innlent | Morgunblaðið | 22.9.2009 | 5:30
Við sölu Haga, móðurfélags Hagkaupa, Bónuss, 10-11 o.fl. verslana, úr Baugi Group til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. fyrir 30 milljarða króna í júlí á síðasta ári fór aðeins hluti af söluverðinu beint og milliliðalaust til Kaupþings þvert á það sem áður hefur verið tali
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þetta mál Jóns Ásgeirs og konu hans sýnir í hnotskurn hvernig þetta lið hefur farið að í fjáröflun sinni. Að eignast banka - eiga krosseignatengsli í hina bankana og síðan nokkur eignarhaldsfélög.
Þegar þetta er allt saman klárt - hefst spilverkið.
Fyrirtæki eru keypt með aðstoð eigin banka og það síðan bútað niður í aðrar einingar og með endurteknum lánum.
Allt klabbið sett í eingarhaldsfélög sem hafa litla sem enga persónulega ábyrgð. Fjármagn hirt út og skuldirnar skildar eftir í eigarhaldsfélögum. Þau fara síðan í gjaldþrot og við- þjóðin- borgum skuldirnar. Icesavemálið er einn angi af þessu. Og allt er þetta gert með dyggri aðstoð lögmanna og hagspekinga sem þetta lið kaupir til þjónustu við sig.
Við sáum og fundum smjörþefinn í Baugsmálinu. Allir helstu stjörnulögmenn landsins á ofurlaunum við að velta hverri lagaþúfu til stuðnings þessu liði- og þeim tókst að fá liðið sýknað sem engla . En það kostaði Baug milljarða- sem við erum nú taka á okkur- þjóðin..... Skuldir heimilanna ..hvað ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 10:51
Ísland sjálfbært með rafbílaframleiðslu og orku ?
Næg orka hér til að knýja bíla
Ísland gæti hæglega orðið sjálfbært um alla þá orku sem þarf til að knýja bílaflotann, auk þess sem hagkvæmt væri að framleiða rafbíla á Íslandi til notkunar hér og til útflutnings.
Þetta segja sérfræðingarnir Rune Haaland, sem meðal annars hefur unnið fyrir norsku ríkisstjórnina og G8-hópinn og starfar nú sem formaður norska rafbílasambandsins, og Hans Kattström, einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í metantækni.
Þeir telja að þar að auki væri hægt að knýja alla bíla á Íslandi með metangasi úr innlendu rusli, úrgangi og þörungum. Haaland og Kattström taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um sjálfbærar orkulausnir í samgöngum.
Í tilkynningu frá Framtíðarorku kemur fram að Orkusetur hafi reiknað það út að Íslendingar gætu sparað rúmlega einn milljarð króna í gjaldeyri í hverjum mánuði með því að hætta að nota innflutta olíu og bensín á bílaflotann og skipta yfir í innlenda orkugjafa svo sem rafmagn og metan.
Haaland telur að Norðurlönd eigi að sameinast um það markmið að verða óháð olíu fyrir bílaflotann. Þannig yrði til nógu stór markaður til að knýja fram fjöldaframleiðslu á rafbílum. Það myndi lækka verð þeirra umtalsvert og gera þá að raunhæfum valkosti við bensínbíla. Kattström segir að tæknin til framleiðslu, dreifingar og notkunar metans alla til staðar og hér á landi þurfi aðeins að framkvæma hlutina. ( af fréttavef RÚV)
Hér er ekkert smámál á ferðinni. Ekki bara að nýta okkar innlendu okru og spara þannig dýrmætan gjaldeyri-heldur er hér upplýst að framleiðsla á rafbílum eigi vel við hér á landi. Framleiðsla á bílum er stórt atvinnumál-það þekkja bílaframleiðsluþjóðirnar vel.
Í síðustu stórkreppunni sem reið yfir Ísland um árið 1930 varð m.a mikill skortur á gjaldeyri. Upphitunarmál húsa sem á þeim tíma voru kolakynt- komust í uppnám. Þá var brugðið á það ráð að huga að nýtingu heitavatnsins sem bullaði víða upp . Hitaveiturnar urðu til. Við gætum rétt ímyndað okkur ástandi hér á landi núna ef olía væri allsráðandi með húsahitun.
Og nú er væntanlega í sjónmáli að nýting innlendrar orku knýi bílaflotann okkar. Það gæti gerst innan örfárra ára. Vísir að því er þegar kominn fram með metanknúnu bílunum.
Og að hér á landi rísi í náinni framtíð framleiðslufyrirtæki í rafbílaiðnaði - á heimsvísu- er okkur stórmál.
Þetta eru bjartar framtíðarhorfur fyrir okkur nú á tímum...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.9.2009 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.9.2009 | 08:40
Vinnumiðlun Framsóknarflokksins -gjaldeyrisbrask
Frétt af mbl.is
Gegn markmiðum Seðlabanka
Innlent | Morgunblaðið | 12.9.2009 | 5:30
Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan viðskiptaaðila með gjaldeyri erlendis.
Lesa meira
Það er traustleikafólk sem Framsóknarflokkurinn kemur í vinnu hjá hinu opinbera.
Þessi maður Magnús Árni Skúlason var skipaður í bankaráð Seðlabanka Íslands þann 11. ágúst sl. af Framsóknarflokknum.
Nú einum mánuði síðar er hann uppvís af gjaldeyrisbraski sem gengur þvert á stefnu Seðlabanka Íslands.
Þetta er Framsóknarflokknum stórt áfall og mátti hann nú ekki við miklu úr átt spillingar- þó hér hafi kannski ekki verið framið hreint lögbrot.
Nú er fróðleg að sjá hvert framhaldið verður hjá Framsóknarflokknum- kannski afsögn mannsins og afsökunarbeiðni ?
Nú eru nýir tímar.... Við bíðum
Gegn markmiðum Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.9.2009 | 13:00
Brestur í bankaleynd hrunliðsins...
Frétt af mbl.is
Öllum kærum á hendur blaðamönnum vísað frá
Innlent | mbl.is | 9.9.2009 | 12:36
Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum vegna bankahrunsins hefur vísað frá kærum á hendur sex blaðamönnum fyrir meint brot á lögum um bankaleynd. Forsendur frávísunar eru þrenns konar en niðurstaða setts ríkissaksóknara er endanleg.
Lesa meira
Í hugum almennings er þessi bankaleynd- einkum sem snýr að þeim ofurmennum sem stýrðu efnahag heillar þjóðar í rústir einar- hin verstu ólög.
Ef ákærur á hendur þessum blaðamönnum, fyrir að skýra frá þeim málum sem láku út úr bankaleyndarkerfinu, hefðu leitt til dómsmeðferðar-er næsta víst að almenningur í þessu landi hefði tekið að sér vörn þessara blaðamanna- utan veggja dómshússins.
Með þessari niðurstöðu setts ríkissaksóknara hefur miklu þjóðarslysi verið afstýrt... Öll munum við Baugsmálið og nú undir nýju ljóskeri. Fjármunir auðmanna reyndust dómsvaldinu öflugri... það skynjar þjóðin núna eftir hrunið...
Þessari niðurstöðu setts ríkissaksóknara er fagnað.
Öllum kærum á hendur blaðamönnum vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2009 | 10:26
Ekki má skoða alla spillingu stjórnmálamanna og fyrirtækja
Vísir .is greinir frá því dag 2.sept.2009 að Ríkissaksóknari hafni að skoðuð verði mál tengd fjárstuðningi til stjórnmálamanna og flokka frá fyrirtækjum.
Aðeins er leyft að skoða mál sem tengjast opinberum fyrirtækjum sem styrkþegum flokkanna og stjórnmálamanna- ekki einka eða hlutafélögum.
http://www.visir.is/article/20090902/FRETTIR01/459229191/-1
http://www.visir.is/article/20090902/FRETTIR01/364608426/-1
Ekki eru þetta nú traustvekjandi fréttir.
Og var Eva Joly ekki einmitt að leggja hart að okkur Íslendingum að núverandi Ríkissaksóknari viki úr embætti vegna vanhæfis .
Ekki veit ég um vanhæfi hans eða þekki til - en þessi mál sem hér eru tilgreind á Vísi.is gefa tortryggni byr undir vængi....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 22:31
62% telja slæmt að hafna ICESAVE samningnum.
Frétt af mbl.is
Meirihluti á móti ríkisábyrgð
Innlent | mbl.is | 1.9.2009 | 19:08
Meirihluti landsmanna er á móti ríkisábyrgð vegna Icesave-lánasamninganna ef marka má Þjóðarpúls Gallup, sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins.
Lesa meira
Hún er nokkuð mótsagnakennd þessi skoðanakönnun ,hvað svörun snertir.
63% landsmanna eru andvíg ríkisábyrgð á ICESAVEsamningunum- en 62 % landsmanna telja slæmt að hafna ICESAVE samningunum.
Það verður greinilega ekki bæði haldið og sleppt.
En þetta sýnir að gríðarleg óánægja er með þá bölvun sem kölluð var yfir þjóðina af Landsbankaliðinu með öflugum stuðningi Sjálfstæðisflokks og í bland við Framsókn.
Meirihluti landsmanna vill samt greiða þó hábölvað sé.
Meirihluti á móti ríkisábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2009 | 15:06
Þungavigtarmaður í fiskveiðistjórnunarmálin
Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið
Innlent | mbl.is | 31.8.2009 | 14:24
Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, hefur ráðið Guðjón Arnar Kristjánsson fv. alþingismann til sérstakra verkefna í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Lesa meira
Hér hefur tekist vel til hjá Jóni Bjarnasyni,sjávar og landbúnaðarráðherra. Tæpast er hægt að hugsa sér öflugri þekkingar og reynsluaðila en Guðjón Arnar Kristjánsson í þetta verkefni.
Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2009 | 10:43
Fv. bankastjóri Kaupþings gefur Seðlabanka Íslands ráð.
"Hreiðar Már segir vaxtastefnu vitleysu
Afnám verðtryggingar, lækkun stýrivaxta og breyting erlendra lána í krónur eru nauðsynlegar efnahagsaðgerðir að mati Hreiðars Más Sigurðssonar.
Efnahagsmál: Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að vaxtastefna Seðlabanka Íslands sé með ólíkindum. (Fréttablaðið 29.08.2009)"
Þetta er forsíðufréttin í Fréttablaðinu í dag 29.08.2009 .
Nú eru útrásarvíkingar og þar með eigendur Fréttablaðsins orðnir langeygir eftir að fá að ljúka við að sópa öll verðmæti út úr þjóðinni. Helst hafa þeir augastað á lífeyrissjóðunum.
Með því að afnema verðtryggingu þeirra og lækka almenna vexti og undir verðbólgustig- þá er auðveldur leikur að fá alla þá fjármuni á silfurfati.
Þessum mönnum er greinilega ekki alls varnað - eftir að hafa sett heila þjóð á hausinn og á vonarvöl.
Í gær var verið að gangast við ábyrgð þjóðarinnar á ICESAVE reikningnum sem þeir stofnuðu til í Hollandi og Bretlandi.
Og nú á haustmánuðum verður mesti niðurskurður fjárlaga sem þjóðin hefur kynnst frá upphafi.
Allt í boði þessara banka og útrásarglæframanna-þar með talinn þessi Heiðar Már Sigurðsson fv. bankastjóri.
Og hver skyldi vera "eigandi " Fréttablaðsins.... Jón Ásgeir Jóhannesson..útrásagúrú og stærsti gjaldþrota einstaklingur Íslands... Þá höfum við samhengið í málflutningi þessa snepils....
Nú þegar hefur lífeyrir rýrnað um 25-30% vegna þessara gjaldþrota og enn meiri rýrnun er framundan--- allt í boði þessara fjárglæframanna .
Vonandi fer senn að líða að því að þessir fjárglæframenn fari að svara til ábyrgðar- fyrir dómstólum...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 10:04
Skuldaniðurfelling auðmans og sægreifa - almenningur borgar
Það er eitthvað algjörlega galið við málið ef satt reynist.
Niðurfelling á 50 milljörðum kr og og hann sjálfur þarf aðeins að greiða smáaura af láninu til baka. Ef satt reynist hlýtur þetta að að marka tímamót skuldara.
Mega íbúða/hús eigendur eiga von á niðurfellingu skulda með sama hætti og þurfa perónulega aðeins að greiða sem nemur einu sófasetti eða svo ? Er þessi niðurstaða ekki gríðarlegt eldsneyti á uppsafnaða reiði í þjóðfélaginu .
Nú er verið að semja um ICESAVE , sem þessi sami Magnús er hluthafi í sem eignaraðili Landsbankans gamla.... þar á þjóðin einnig að greiða stórar fúlgur- Síðan kemur þetta.... 50 milljarðar afskrifaðar af þessum manni....
Hitnar ekki all verulega í kolunum í haust- þegar niðurskurður fjárlaga kemur fram og leggst með fullum þunga á almenning- í ofanálag við þetta...
Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2009 | 12:17
Fyrirvarar innan samninga eða uppsögn samninga ?
Hagvöxtur stýri greiðslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2009 | 10:04
Norðurlöndin hjálpa okkur undir verndarvæng Alþj.galdeyrissjóðsins.
Norrænu ríkin lána Íslendingum
Viðskipti | mbl.is | 1.7.2009 | 9:43
Norrænu ríkin hafa skrifað undir langtímalánasamning við íslenska seðlabankann en alls munu þau lána Íslendingum 1,775 milljarða evra, rúma 318 milljarða íslenskra króna. Norðmenn lána Íslendingum 480 milljónir evra.
Lesa meira
Þá höfum við það.
Okkur er ekki lengur teyst fyrir fjármunum að láni - erlendis frá. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er með okkur í peningalegri gjörgæslu.
Sjálf getum við ekki lengur haft stjórn á okkar fjármálum.
Við erum- sum okkar- svo forstokkuð að við viljum neita að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem við sópuðum til okkar frá sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi- svokallað ICESAVE mál.
Eina von þessarar þjóðar er að komast hið fyrsta undir ESB sáttmála hinnar sameinuðu Evrópu og fá að taka upp sameiginlegan gjaldmiðill Evruna.
Og vera síðan að fullu tengd Seðlabanka Evrópu og öllu því regluverki sem ábyrgar þjóðir hafa á fjármálum- Við Íslendingar erum með öllu ófær um að stjórna okkar fjármálum- reynsla af þeirri tilraun er hörmuleg ....
Norrænu ríkin lána Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.7.2009 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2009 | 15:23
Einn á kayak umhverfis Ísland í kreppunni...
Að róa einn síns liðs á kayak umhverfis Ísland er mikið afrek.
Öll strandlínan sem farið er um, er fyrir opnu hafi og það um eitt erfiðasta hafsvæði heims.
Gísli H. Friðgeirsson er nú á kayakróðri sínum umhverfis Ísland og sækist róðurinn mjög vel. Gísli verður 66 ára gamall á þessu ári . Það eitt gerið afrek hans því meira en ella.
Fullbúinn sjókayak til langferðar
Til að takast á við svona krefjandi verkefni þarf gott líkamlegt ástand og þjálfun- en sálræna hliðin er ekki síður mikilvæg .
Það er ekki aðeins að sitja í kayaknum í 8-12 klukkustundir á dag og róa. Landtaka er mjög mismunandi. Sumstaðar eru góðar sandfjörur-annarstaðar eru fjörur grýttar .
Mismunur á flóði og fjöru getur verið allt að fjögurra metra hæðarmunur
Og ekki er alltaf hægt að lenda og setja á flot á flóði. Það getur því verið mikið viðbótarerfiði að koma kayaknum í öruggt var yfir hvíldartíma næturinnar.
Rauða lína sýnir heildarróður Gísla á 15 dögum.
Nú hefur Gísli róið alls 520 km á þeim 15 róðrardögum sem liðnir eru frá því hann lagði af stað þann 1. júní 2009 frá Geldinganesinu í Reykjavík og þar til hann tók land í Bolungavík við Ísafjarðardjúp þann 15. Júní 2009.
Hann fékk samróður kayakfélaga þegar hann réri þvert yfir Breiðafjörðinn frá Stykkishólmi í Brjánslæk og síðan réru nokkrir kayakfélagar með honum frá Dýrafirði til Bolungavíkur.
Gísli kayakræðari hefur verið með eindæmum heppinn með veður og sjólag á allri þessari löngu sjóleið. En þó stillt sé í sjó þá eru straumar samir við sig og gefa ekkert eftir .
Það fékk Gísli kayakræðari að reyna bæði á róðri um eyjar Breiðafjarðar og ekki síst við Bjargtanga þegar hann fór um hina illræmdu Látraröst.
Látraröstin er eitt erfiðasta siglingasvæði við Ísland og á norðurhveli jarðar einkum fari vindur og alda gegn straumi.
Og um Látraröst þurfti Gísli kayakræðari að neyta allra sinnar orku til að fara yfir straumkastið við Bjargtanga- en það tókst vel til. Nú er Gísli kaykaræðari að leggja í næsta róðraráfanga sinn á hringferð um Ísland- að fara fyrir Hornstrandir og til norðurlandsins...
Gísli hittir kayakfélaga úti fyrir Vestfjörðum
Það eru því ekki allir landsmenn og konur upptekið af IceSave eða ekki IceSave- svikulum bankastjórum og misheppnuðu útrásarliði.
Lífið getur verið miklu skemmtilegra og meira gefandi - þó auðvitað verði að takast á við hrunið og afleiðingar þess.
Þessi mikla áskorun Gísla H. Friðgeirssonar , að sigra í sínu mikla ætlunarverki - að róa einn síns liðs á kayak umhverfis Ísland gæti verið mörgum öðrum fyrirmynd við þá baráttu sem þessi þjóð er nú að ganga í gegnum.
Að takast á við vandann - vinna á honum og sigra--- eða er það ekki ?
Til þess þarf dug og þor- af því eigum við Íslendingar nóg - notum það bara...
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2009 | 14:13
Kayakræðara á hringferð um Ísland -miðar vel.
Gísli H. Friðgeirsson , kayakræðari sem nú freistar þess að róa á kayak einn síns liðs umhverfis Ísland-lauk fyrsta áfanga sínum að þessu marki-í gær. Um kl 16 á Sjómannadaginn lenti hann í Stykkishólmshöfn að afloknum 260 km kayakróðri frá Geldinganesinu í Reykjavík til Stykkishólms. Ferðin tók hann 7 daga. Þetta er mikið þrekvirki hjá Gísla H. Friðgeirssyni.
Gísli H. Friðgeirsson kayakræðari .
Í fjörunn á Jónsnesi unnan Stykkishólms.
Ég gerði mér ferð í Stykkishólm í gær og réri til móts við hann við Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og varð honum samferða á þessum loka áfanga inn í Stykkishólmshöfn. Sú leið var stutt aðeins 20 km
Veður var gott en vestan strengur með krappri öldu þar sem ekki naut vars af eyjum.
Svæðið kringum Stykkishólm er mikið kjörsvæði fyrir kayakræðara og á leið okkar mættum við okkar góðu kayakvinum hjónunum Þórólfi Matthíassyni og frú sem voru þarna á róðri.
Það urðu fagnaðarfundir.
Kayakvinir hittast sunnan Stykkishólms
Nú tekur við tveggja daga hvíld hjá Gísla kayakræðara , í Stykkishólmi ,áður en næsti kafli í hringróðri hans hefst sem er leiðin frá Stykkishólmi og allt vestur á Ísafjörð.
Og nú þegar hann leggur á þverun Breiðafjarðar frá Stykkishólmi í Flatey og síðan að Brjánslæk hefur honum bæst róðrarfélagi a.m.k einn, þessa löngu leið sem að mestu er um úthaf að fara.
En Gísli H. Friðgeirsson er hvergi banginn hver róðrardagur er í raun þrekvirki.
Það er ekki bara að sitja í kayaknum og róa klukkutímum saman því landtaka getur reynt á .
Fjörur misgóðar , allt frá mjúkum skeljasandafjörum í stórgrýti.
Og síðan er það þessi mikli munur á flóði og fjöru eða allt að 4 metrum í Breiðafirðinum.
Það er ekki alltaf hægt að koma á náttstað á háflóði. Það er því viðbótar erfiði að draga þungan kayakinn upp fjörurnar og upp fyrir sjávarborð flóðs
En að róa á kayak með ströndum landsins er sjónarhorn sem ekki margir upplifa og er í raun ólýsanlegt ævintýri - slíkt er náttúrufarið..
Rauðalínan með ströndinni á þessu korti
sýnir róðrarleið Gísla H. Friðgeirssonar
á leiðinni Reykjavík - Stykkishómur
En meira síðar.
3.6.2009 | 17:57
Kayakræðaranum á hringferð um Ísland - miðar vel.
Ég var að heyra í Gísla kayakræðara á hringferðinni.Hann var búinn að vera á róðri í 6 klst í dag þegar ég heyrið í honum. SPOT gps tækið góða er eitthvað truflað en unnið að lagfæringu.Tæki þetta skráir allan róðrarferilinn og hægt að sjá hvernig honum miðar- í beinni útsendingu.
Gísli lætur vel af sér , en þegar hann lýkur róðri í dag - verða > 120 km að baki - ekkert smáræði á þriðja degi ferðarinnar.
Í gær var ágætis veður en nokkur hafalda, þó vindur væri 5-6 m/sek- aðdragandi öldumyndunnar var það langur að það náði að mynda talsverða öldu.
Og þegar hann lagði frá Ökrum á Mýrum í morgun eftir næturdvöl þar- tók hann stefnuna á Hvaleyjar sem eru skammt undan og síðan beint strik á Traðir í Staðarsveit . Þetta þýddi að hann var langt á hafi úti lengst af þessa leggs. Flott hjá honum. Sjór er stilltur og bjart veður þannig að þetta var ekkert hættuspil.
Útsýnið framundan er sennilaga það tilkomumesta sem til er hér á landi-sjálfur Snæfellsjökull og fjallgarður Snæfellsness . Jökullinn býr yfir einhverjum dularkrafti .
Eða eins og skáldið HKL, sagði : Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu" Ekki amalegt að fá allan þennan dularkraft frá Jöklinum á kröfuhörðum kayakróðri. Nú ráðgerir Gísli að róa um 35 km langan áfanga. Veður er mjög gott og stilltur sjór.
Hér á kortinu er sú leið sem Gísli hefur róið á síðustu3 dögum..
Í Morgunblaðinu í gær 2.júní 2009 var ágætt viðtal við Gísla H. Friðgeirsson kayakræðara sem nú freistar þess að verða fyrstur Íslendinga til að róa umhverfis Ísland.
Verðugt verkefni nú í kreppunni og kjarkmikið- góð fyrirmynd.
Nánar er hægt að fylgjast með róðri Gísla , hér: Kayakklúbburinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)