Þingræði eða einræði ?

Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Innlent | mbl.is | 6.1.2010 | 10:27
Þórunn Sveinbjarnardóttir. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar á vef sinn að íslenskir kjósendur standi á milli þess að velja forsetann eða ríkisstjórnina í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ef kjósendur hafni Icesave-lögunum í atkvæðagreiðslunni telji hún einsýnt að ríkisstjórnin segi af sér.
Lesa meira

Ég tek undir með Þórunni Sveinbjarnardóttur,alþingismanni.  Í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu stendur valið milli tveggja póla: Þingræðisins eða einræðis forseta Íslands.

 Sigri þingræðið heldur ríkisstjórnin velli  en forsetinn segir af sér.

Sigri forsetinn, segir ríkisstjórnin af sér.

Þá taka hrunflokkarnir við og hafa forsetan sér til ráðgjafar og ákvörðunar - hvaða þingmál hljóti náð og fari í gegn sem lög.


mbl.is Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartur dagur í sögu þjóðar

Staðfestir ekki Icesave-lög
Innlent | mbl.is | 5.1.2010 | 11:07
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að synja nýsettum lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga staðfestingu. „Nú fær þjóðin valdið og ábyrgðina í sínar hendur," sagði Ólafur Ragnar meðal annars í yfirlýsingu.
Lesa meira

Það eru greinilega meiri völd sem "forseti" Íslands hefur eða tekur sér en kjósendur til þessa embættis gera sér grein fyrir.

Hann hefur - eða tekur sér einræðisvald á örlögum þjóðar.

Sjálfur hef ég talið að með minni atkvæðagreiðslu að ég væri að kjósa svona meðal samkvæmisljón þarna suður á Álftanesið við móttöku opinberra gesta sem við viljum sýna virðingu.

Annað er komið á daginn.

Alþingi íslendinga sem við kjósum til í þeirri trú að þar fari fram umsjón með fjöreggi þjóðarinnar- er gert að ómerkingi- markleysu.

Það er mjög alvarleg meinsemd í okkar stjórnarskrá varðandi hver hefur völdin í þessu þjóðfélagi.

Nú taka við erfiðir tímar hjá íslenskri þjóð.

Sá aðili sem við töldum forseta hefur tekið sér einræðisvald. Höfnun laga réttkjörinna stjórnvalda er stórt áfall. Tómarúm blasir við.

Og í fyrramálið flýgur þessi "forseti" af landi brott - til Indlands.

Væntanlega hefur hann þar þarfari hnöppum að hneppa en hjá þessari þjóð sem nú eru rústir einar.

Nú ríkir svartsýni í upphafi á nýju ári.

Enginn veit hver framtíðin verður...


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikalegur viðskilnaður íhaldsins

Gjaldeyristekjur duga ekki
Innlent | Morgunblaðið | 24.12.2009 | 5:30
Mynd 484884 Samkvæmt upplýsingum af skuldatryggingamarkaðnum og útreikningum erlends greiningarfyrirtækis eru fjórðungslíkur á greiðslufalli ríkisins.
Lesa meira

Mogginn birtir á forsíðu í dag ,aðfangadag jóla 2009 , hluta úr söguskoðun  Davíðshrunsins. Þar segir að 25 % líkur séu á greiðslufalli íslenska ríkisins , að mati erlends greiningafyrirtækis.

Alvarlegustu álitamálin eru gjaldþrot Seðlabanka Íslands,Icesave og kostnaður við endurreisn bankakerfisins.

Hér greinir Mogginn frá hrikalegri stöðu Íslands- ef svona fer.

Óstjórn Sjálfstæðisflokksins á liðnum árum er eftir þessu að dæma að leggja íslenska þjóð á hnén. Varla fer Mogginn hér með fleipur-  ritstjórinn er sjálfur hrunstjórinn að leggja mat á afleiðingu eigin verka..

En vonandi er of djúpt í árina tekið af hrunstjóranum á Mogganum og að okkar Íslendinga bíði bjartari og gæfuríkari framtíð - með þeirri ríkistjórn sem nú heldur um stjórnvölinn-það er okkar von.

En eigum gleðileg jól.


mbl.is Gjaldeyristekjur duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur bankaráðsmaður Framsóknar..

Frétt af mbl.is

Skert lífskjör og kaupmáttur
Innlent | Morgunblaðið | 11.12.2009 | 5:30
samkomulaginu við Breta og Hollendinga mótmælt á Austurvelli. Verði Icesave-samkomulagið samþykkt í núverandi mynd þurfa Íslendingar að búa sig undir verulega skerðingu lífskjara og kaupmáttar næstu árin, að sögn Daniels Gros, bankaráðsmanns í bankaráði Seðlabankans.
Lesa meira

----------------------------------------------------------------------------------------------------

Hér tjáir sig pólitíkst ráðinn bankaráðsmaður í  Seðlabankanum.

Ráðinn af Framsóknarflokknum.

Og boðskapurinn er sá sami og Framsókn heldur uppi á Alþingi. Hverjum er ekki ljóst að þetta hörmulega Icesave klúður sem er getið af gamla Landsbankanum með öflugum stuðning Sjálfstæðisflokks- er og verður íþyngjandi fyrir þjóðina. Það er ekki ný speki og þarf ekki belgískan pólitískt ráðinn Framsóknarmann til að upplýsa það.

En inn í fréttina og vantar alveg útlistun á því hvað það myndi kosta þessa þjóð að fella núverandi Icesave samning og með þeim hörmungum sem því myndi fylgja fyrir þjóðina.  Það hentar ekki pólitískri baráttu Framsóknar í augnablikinu. En það skipti þjóðina miklu að vita það.

Síðan væri ágætt að ritstjóri Mbl. tæki gott viðtal við sjálfan sig um þær hörmulegu álögur 300 milljarða gjaldþrots Seðlabanka Íslands á haustmánuðum 2008 -sem þjóðin er nú að byrja að greiða með skertum lífskjörum. 

Hann þekkir þá sögu alla. Hann stýrði Seðlabankanum í þrot...

 


mbl.is Skert lífskjör og kaupmáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárlagafrumvarpið úr nefnd

Fjárlagafrumvarpið afgreitt úr nefnd

mynd Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir að menn dreymi um að geta rætt fjárlagafrumvarpið í þinginu á mánudaginn.

Jón Hákon Halldórsson skrifar:

Fjárlagafrumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd í morgun. Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, segir að meirihlutinn vonist til þess að hægt verði að taka málið til umræðu í þinginu að nýju á mánudaginn.

Guðbjartur segir að farið hafi verið yfir alla liði. Atriði í frumvarpinu hafi verið uppfærð miðað við nýrri upplýsingar, svo sem þjóðhagsspá, verðbólguspá og spá um atvinnuleysi, auk fleiri nýrra upplýsinga.

Aðspurður segir Guðbjartur að minnihluti nefndarinnar hafi ekki viljað taka málið út úr nefnd strax. „Þetta var tekið út með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn ber fyrir sig að þetta sé unnið of hratt og það þurfi meiri tíma til að skoða þetta betur," segir Guðbjartur. Hann segir alltaf æskilegt að geta skoðað hlutina gaumgæfilega. „En við teljum að það liggi fyrir þær upplýsingar sem við höfum notað og hitt sé meira og minna handavinna," segir Guðbjartur.(Vísir.is)

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Sannarlega öflugur þingmaður Guðbjartur Hannesson ,formaður fjárlaganefndar.

Mikið hefur mætt á Guðbjarti í þeirri gríðalegu vinnu sem Icesave samningurinn hefur útheimt á Alþingi.

Almælt er af þeim sem til þekkja að Guðbjartur hafi unnið hreint afrek við að vinna málinu lýðræðislegt brautargengi á Alþingi. 

Það hlýtur að styttast í að Guðbjartur Hannesson verði skipaður ráðherra... 


Icesave þingfundur þar til yfirlýkur- loksins.

Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Innlent | mbl.is | 2.12.2009 | 20:27
Þingmenn eru brúnaþungir yfir Icesave-umræðunni. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, greindi þingmönnum frá því fyrir skömmu að þingfundi verði haldið áfram þar til mælendaskrá er tæmd. Fjórtán þingmenn eru enn á mælendaskrá, allir úr stjórnarandstöðunni. Umræðuefnið er sem fyrr frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga.
Lesa meira

----------------------------------------------------------------------------------------------------

Það var mikið að tekin var upp röggsöm þingfundarstjórn . Nú á þingfundi að ljúka þegar mælendaskrá er tæmd. Fróðlegt að sjá í fréttum í fyrramálið hvað margir verða ennþá á mælendskrá....


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Icesave málið upphaf nýrra ríkisábyrgða í heiminum ?

Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Innlent | mbl.is | 2.12.2009 | 12:54
Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi. Til nokkurra orðaskipta kom milli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, og þingmanna stjórnarandstöðunnar, á Alþingi í dag vegna ummæla, sem Steingrímur viðhafði fyrr í vikunni um að sumar ástæður þess að Icesave-málið verði að klára sem fyrst séu þess eðlis að ekki hægt sé að greina frá þeim á Alþingi.
Lesa meira

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Umheimurinn ætlar ekki að láta okkur komast undan ábyrgð gerða okkar.

Icesave málið er í raun prófsteinn á gjörbreytta tíma. Orðagjálfur ríkisstjórna um ríkisábyrgðir sem ekki er síðan ætlunin að standa við- heyra væntanlega sögunni til.

Allt ferli atburðanna varðandi ábyrgðarlaus umsvif Landsbankans í Bretlandi og Hollandi ,þar sem þáttaskil urðu með setningu hryðjuverkalaganna á Íslendinga- marka tímamót.

Hryðjuverkalögin eru í raun stríðsyfirlýsing, en án annarra vopna en efnahagslegra.

Bretar gera síðan samkomulag við aðrar "vígfúsar þjóðir" til að treysta grunninn. 

Alþjóðasamfélagið er þáttakandi í stríðinu gegn okkur. Við eigum enga bandamenn.

Þetta stríð er gjörtapað fyrir Íslendinga. Nú er verið að semja um vopnahlé og stríðsskaðabætur.

Lögspekingar hér á heimavelli hafa lagakróka á takteinum- en okkar lagaflækur eru marklausar í þessu stríði - eins og reynslan sýnir.

Eftir 6 mánaða þóf á Alþingi frá vormánuðum fram á haust- er árangurinn gagnvart Bretum og Hollendingum nákvæmlega enginn. 

Vonandi náum við að halda í þessa vopnahléssamninga sem Icesave samningurinn er með því að ljúka málinu nú þegar-eða byrðarnar margfaldast á þjóðina- ef við höfnum þeim. 

Staða okkar meðal þjóðanna er engin ,okkur í vil... Við erum sigruð þjóð. Eigin glópska varð okkur að falli.


mbl.is Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrsla Rannsóknarnefndar birt eftir 80 ár ?

Allt að 80 ára leynd yfir viðkvæmustu upplýsingunum í skýrslu Rannsóknarnefndar

althing2.jpgÞrátt fyrir fyrirheit stjórnmálamanna landsins í kjölfar bankahrunsins þess efnis að hrunið yrði rannsakað í kjölinn og allar upplýsingar yrðu upp á borðum er Alþingi mjög að draga úr allri upplýsingagjöf með nýjum lögum um Rannsóknarnefndina. Allra viðkvæmustu upplýsingarnar sem þar birtast munu ekki koma fyrir almenningssjónir fyrr en árið 2090.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Mun 80 ára leynd þannig hvíla yfir upplýsingum er Alþingi ákveður að sé of viðkvæmt fyrir almenningssjónir en í þann hóp falla meðal annars fjárhagsupplýsingar um fyrirtæki og einstaklinga sem hlut áttu að máli. Skulu slíkar upplýsingar verða dulkóðaðar og færðar til geymslu í Þjóðskjalasafninu. Verða þannig allra viðkvæmustu upplýsingarnar engum ljósar fyrr en árið 2090.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti þingsins, segir aldrei hafa staðið til að birta allar upplýsingar sem nefndin kemst yfir en segist gera ráð fyrir að nefndin sjálf muni gera opinber þau gögn er hún telur að eigi erindi til almennings. Skýrslan verði eins tæmandi og hægt hafi verið að gera hana á þeim tíma sem til stefnu var."En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsingar og ég geri ráð fyrir að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum."(eyjan.is)

-------------------------------------------------------------------------------------------------

Er líklegt að sátt muni ríkja um þessa afgreiðslu mála? Íslenska þjóðin hefur orðið fyrir algjöru efnahagslegu hruni af völdum innlendra afla sem fengu að leika lausum hala í 5-6 ár með þessum afleiðingum?

Fullveldi þjóðarinnar er jafnvel að ljúka- rúmlega 90 árum eftir að þjóðin fékk fullveldi meðal þjóðanna.

Í raun virðist framtíð fullveldisins velta á örlögum Icesave samningsins sem stjórnvöld ábyrgðust í nóvember árið 2008 . 

Verði þeir felldir er líklegt að við einangrumst hér norður í Atlantshafinu og verðum efnahagslega ósjálfstæð. 

Í kjölfar hrunsins var skipuð Rannsóknarnefnd Alþingis með það hlutverk að rannsaka til hlítar orsakir efnahagshrunsins.

Skýrsluna átti að birta 1 nóvember 2009 en var af einhverjum ástæðum frestað til 1 febrúar 2010.

Nú er Alþingi byrjað að gefa út að hitt og þetta verði ekki birt almenningi-þeim almenningi sem efnahagshrunið brýtur nú á með ofurþunga.

Verður þessi háttur Alþingis liðinn af þjóðinni ?  Á þjóðin ekki heimtingu á að sannleikurinn komi fram ?  Verður friður um þessa háttsemi Alþingis. 

Ég held ekki .

Reiðin vegna þeirra svívirðingar sem viðskipta og stjórnmálaöflin hafa leitt yfir þessa þjóð mun brjótast út. Þessi fyrirboði frá Alþingi er fyrsti blástur í þær glæður sem geta hæglega orðið að eldhafi...


Er Reykjavíkurborg að niðurgreiða skipaþjónustu ?

Rannsaka stuðning við Stáltak
Innlent | mbl.is | 27.11.2009 | 13:52
Reykjavíkurhöfn Eftirlitsstofnun EFTA hefur tekið ákvörðun um að hefja formlega rannsókn á kæru Hafnarfjarðarkaupstaðar til stofnunarinnar vegna opinbers fjárstuðnings Reykjavíkurhafnar (nú Faxaflóahafnir) við rekstur Stáltaks hf.
Lesa meira

---------------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta er frábært framtak hjá Hafnarfjarðarbæ.  Ef rétt reynist sem fram kemur í fréttinni - þá er hér á ferðinni mál sem löngu er tímabært að taka á. Að opinberir aðilar niðurgreiði aðstöðu einkaaðila og skekki þar með samkeppnisstöðu annarra í viðkomandi greinum atvinnulífsins. Í Hafnarfirði er rekin öflug skipaþjónusta  með flotkvíum ( slipp)  og hefur verið í áratugi. Mikilvæg atvinna er tengd þessum rekstri.

Það skiptir bæði Hafnarfjarðarbæ og viðkomandi skipaþjónustuaðila miklu- að rekstrarskilyrði séu af hálfu opinberra aðila sambærileg.

Hafnarfjarðarbær stendur sig vel í því að taka á þessu máli.


mbl.is Rannsaka stuðning við Stáltak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsleg ísöld verði ICESAVE fellt á Alþingi.

Frostavetur falli Icesave
Innlent | mbl.is | 26.11.2009 | 16:59
Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi í dag að verði Icesave-frumvarpið ekki samþykkt verði ekki í hendi þau lán, sem kallað hafi verið eftir. Tryggingasjóður innistæðueigenda geti þá ekki staðið við skuldbindingar sínar og afleiðingin yrði greiðslufall og væntanlega lækkað lánshæfismat Íslands.

----------------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta ICESAVE mál sem í raun var samþykkt af hálfu Íslendinga fyrir um einu ári síðan með undirskrift Seðlabankastjórans, Davíðs Oddssonar og fjármálaráðherra ,Árna Matthiesen  fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands- er stórpólitkst milliríkjamál.  Ísendingar standa einir gegn Evrópuþjóðunum- þar með talið Norðurlöndunum.

Við eigum engra kosta völ annan en þann að ganga að þessu samkomulagi við Breta og Hollendinga. Allar frekari tafir á afgreiðslu  þess- eru Íslendingum aðeins til tjóns. Við einöngrumst efnahagslega frá umheiminum-varðandi gjaldeyris og erlend lánamál.

Lífskjör okkar myndu hríðfalla á næstu misserum frá því sem nú er. Það átti að samþykkja þessa kosti strax sl. vor. Þá værum við betur komin efnahags og atvinnulega en nú er. 

Við höfum ekki afsalað okkur þeim rétti að endurupptaka málið síðar. Regluverk ESB er meingallað - en við ein og sér breytum því ekki. Miklar líkur eru á að eftir 5-6 ár verði skuld okkar jöfnuð út innan ESB þegar ró færist yfir efnahagskerfi ESB landanna...


mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamenn fyrir Landsdóm ?

Ráðherrar fyrir dóm?
Innlent | Morgunblaðið | 18.11.2009 | 5:30
Ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vorið 2007. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir upp þeirri alvarlegu spurningu hvort aðgerðir eða aðgerðaleysi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í aðdraganda hrunsins í fyrra kunni að varða við lög um ráðherraábyrgð.
Lesa meira

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Að fljóta sofandi að feigðarósi er ekkert fráleit samlíking þegar aðdragandi hrunsins á Íslandi er greindur.

Ljóst er að mjög margar aðvaranir og ábendingar komu til íslenskra stjórnvalda löngu áður en hrunið varð algjört.

Stjórnvöld brugðust við með dylgjum og háði - hér væri ekkert að og framtíð bankakerfisins björt og traust.

Ráðherrar fóru í leiðangra austur og vestur um höf til að leggja áherslur á traustleika stjórnarfarsins. 

Annar stjórnarleiðtoginn var allan sinn starfstíma á stöðugum ferðalögum um heiminn í kosningabaráttu fyrir sæti í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Hér heima var engu sinnt.

Látið var reka á reiðanum. Þjóðinni talin trú um að hér væri allt í stakasta lagi- þegar allt var leið í hrun .Ljóst er að þjóðin kýs á fjögurra ára fresti forystu fyrir sínum samfélagsmálum. Það er mikið traust sem því fólki er sýnt sem velst til forystu þjóðmála.

Komið hefur í ljós að auðmenn í viðskiptalífinu mokuðu milljónahundruðum í stjórnmálamenn - einkum í prófkjörsslag þeirra- til hvers ? Æ sér gjöf til gjalda.Viðskiptaráð Íslands hældist mjög um að það hafi náð fram > 90% af ýtrustu óskum um afnám hamlandi laga og reglna á viðskiptalífið.

Viðskiptalífið hreinlega virðist hafa yfirtekið stjórnmálalífið. 

Einkaþotur viðskiptajöfranna voru þéttskipaðar stjórnvaldsaðilum á tíðum ferðum þeirra-allt frá forseta Íslands og ráðherra til lægra settra. 

Og íslenskt efnahagslíf þraut örendið í októberbyrjun árið 2008. Stjórnmálaelítan vaknaði við martröð- en of seint.

Það var allt hrunið.

Allar aðvaranir sem það hafði fengið voru á rökum reistar. Ábyrgðartilfinningin var engin.

Við bíðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis....og viðbragða við henni.


mbl.is Ráðherrar fyrir dóm?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innlend orka fyrir bílaflotann sett á framkvæmdastig..

Beint í meginmál síðu.

Fréttablaðið, 17. nóv. 2009 06:00

Vill innlenda orkugjafa

mynd Iðnaðarráðherra tók við Athafnateygju númer eitt við setningu Alþjóðlegu athafnavikunnar í gær. Hún ætlar að rekja smiðshögg á áætlun sem leiðir til þess að bílar hér noti innlent eldsneyti. Mynd/GVA

„Með athafnateygjunni ætla ég að reka smiðshöggið á áætlun um orkuskipti, að í stað innflutts eldsneytis verði notuð innlend framleiðsla á bílaflotann," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Hún setti Alþjóðlegu athafnavikuna í Norræna húsinu í gær og tók á sama tíma við fyrstu Athafna­teygjunni svokölluðu.

Og :

„Það er eiginlega aðeins til að hvetja þau hjá Nýsköpunarmiðstöð áfram til góðra verka. Þau hafa lyft þvílíku grettistaki," segir Katrín og bætir við að kraftaverk hafi átt sér stað í íslenskum hátækni- og sprotageira. Bæði séu þar að verða til á fimmta hundrað störf auk þess að stefni í að velta í leikjaiðnaði einum verði tíu milljarðar króna í ár. „Þetta er stórkostlegur árangur," segir hún.

Katrín bindur miklar vonir við nýtt stjórnarfrumvarp sem felur í sér endurgreiðslu fyrirtækja vegna rannsóknar- og þróunarvinnu auk frumvarps um fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtækjum.(Visir.is)

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Undir forystu iðnaðarráðherra, Katrínar Júlíusdóttur er greinilega unnið af krafti við uppbyggingu smárra og meðalstórra nýsköpunarverkefna sem koma til með að leggja grunn að nýju atvinnulífi.  

Hæst ber auðvitað að hætta innflutningi og notkun á jarðefnaeldsneyti á bílaflota landsmanna og nýta okkar innlendu raforku.  Það verkefni er sambærilegt og þegar Íslendingar hófu nýtingu á  heitu vatni til húsahitunar.

Mikilvægt er að sóa ekki óhóflegri orku til álvera á lágu verði þar sem arðurinn hverfur úr landi til hinna erlendu eigenda. Nóg komið af álverum.

Þjóðin getur verið bjartsýn...

 

 

 

 


Viðskiptaráð ráðleggur í skattamálum

Segir hugmyndir um fjölþrepa skatt afleitar
Innlent | mbl.is | 10.11.2009 | 14:26
 Viðskiptaráð Íslands telur hugmyndir um fjölþrepa skattlagningu launatekna hvorki til þess fallnar að efla tekjugrunn hins opinbera né hraða því endurreisnarstarfi sem framundan er í íslensku efnahagslífi.
Lesa meira

Viðskiptaráð Íslands er ennþá með ráð og tillögur til íslenskrar stjórnsýslu.

Í aðdraganda efnahagshruns íslensku þjóðarinnar kom þetta sama Viðskiptaráð Íslands mjög við sögu.  Það hældist mjög um vegna þess að því hafði tekist að fá >90 % af villtustu tillögum sínum um afnám laga og reglna sem snéru að viðskiptaumhverfi á Íslandi - afnumið eða breytt í þá veru að bit yrði hið minnsta á nýfrjálshyggjuna og efnahagslífið í heild.

Það hömluleysi sem þessi þáttur hafði á efnagashrunið hefur verið talinn til þungavigtar í stöðu þjóðarinnar í dag.

Væntanlega leiðir Rannsóknarnefnd Alþingis það frekar í ljós. 

Nú þykist þetta sama Viðskiptaráð hafa ráð undir hverju rifi í að setja fram fyrir  ríkisstjórnina þær skattareglur sem duga við að greiða hrunreikninginn sem er að falla á þjóðina.

Það besta sem Viðskiptaráð Íslands gerði þessari þjóð er að leggja sig niður og það strax... Það er nóg komið af þeirra ráðum..


mbl.is Segir hugmyndir um fjölþrepa skatt afleitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misheppnaðir kvótagreifar

Misheppnaðar strandveiðar
Innlent | mbl.is | 30.10.2009 | 17:24
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritar reglugerð um... Því var harðlega mótmælt á aðalfundi LÍÚ í dag, að svokallaðar strandveiðar hafi tekist vel í sumar. Þvert á móti hafi þær verið eins misheppnaðar og efni stóðu til.
Lesa meira

Þetta er nú meiri afbrýðisemin í þessu kvótaliði  sem lifa á þjóðinni í skjóli einokunaraðstöðu sem pólitísk hagsmunaklíka útdeildi þeim-  úr sameign þjóðarinnar.

Nú þarf að stórauka þessar strandveiðar í vor og minnka tilsvarandi kvótann hjá þessu einokunarliði.

Einnig þarf að hraða upptöku á þeim ofurskuldsettu í kvótaliðinu og setja þann kvóta á almennan markað.

Síðan er að hraða tilkomu fyrningaleiðarinnar.

Bendi á frábærar greinar Ólínu Þorvarðardóttur, alþingismanns og varaformanns sjávarútvegsnefndar Alþingis- sem hún hefur sett fram bæði í Mbl . og á sinni boggsíðu. Þar kveður við nýjan og ferskan tón. LÍU eru lafhræddir við alþingismanninn, einkum skoðanir hennar og málafylgju.

 


mbl.is Misheppnaðar strandveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóriðjan og íslenska krónan

Ágreiningur í skattamálum
Innlent | mbl.is | 28.10.2009 | 7:30
Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson í Karphúsinu. Samninganefnd ASÍ fagnar því að tekist hefur að verja kjarasamninginn og treystir því að ásættanleg niðurstaða náist um framhald stöðugleikasáttmálans. Á fundi stjórnar Samtaka atvinnulífsins í gærkvöld var ákveðið að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skyldu framlengdir til nóvemberloka 2010.
Lesa meira

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Það er fagnaðaefni að sátt skuli haldast  á vinnumarkaði- nægur er annar vandi. 

Skattamál stóriðjufyrirtækja og fl. hafa verið mjög til umræðu í þessum kjaraviðræðum.

Atvinnulífið virðist hafa lagt þunga áherslu á að þessum fyrirtækjum verði ekki gert að leggja neitt til þessa samfélags á erfiðum tímum- fyrirtækin þoli það ekki. 

Nú er það svo að með falli krónunnar um 100% hefur rekstrargrundvöllur þessara fyrirtækja vænkast mjög .Þeirra gjaldmiðill er  USD.

Það er því ljóst að launakostnaður hefur lækkað stórlega og öll innlend aðföng, sem eru veruleg. Sama á við skattgreiðslur þær eru greiddar í ísl. kr en útlátin eru miðuð við USD.

Hagnaður þeirra á falli ísl. krónunnar er því mjög verulegur.

En stóriðjufyrirtækin bera sig illa.

Forstjóri ALCOA á Íslandi fullyrti að skattgreiðslur hjá því fyrirtæki væru um 4 milljarðar ísl kr.

Ríkisskattstjóri upplýsti að heildarskattgreiðslur allra stóriðjufyrirtækjanna væru 1,9 milljarðar ísl kr.

Þegar forstjóri ALCOA var spurður um þennan mikla mun á því sem hann héldi fram- kom í ljós að hann hafði slegið saman í einn pakka öllum skattgreiðslum sem yrðu til við rekstur Alcoa- þar með talið af launum starfsmanna og þeim sköttum sem viðskiptavinir ALCOA greiddu vegna viðskipta við fyrirtækið.

Þetta er ekki beint traustvekjandi málflutningur hjá forstjóra Alcoa á Reyðafirði. 

Að leggja einhver smágjöld á þessi fyrirtæki í því árferði sem íslenska þjóðin gengur nú í gegnum er þeim ekki íþyngjandi miðað við stöðu mála fyrir hrun gjaldmiðils okkar-ísl krónunnar...

 

 


mbl.is Ágreiningur í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný tækifæri í orkunýtingu og atvinnumálum

Samið við Verne Holding
Innlent | mbl.is | 23.10.2009 | 16:55
Athafnasvæði Verne Global á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Drög að fjárfestingarsamningi við Verne Holding ehf. um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ voru árituð í iðnaðarráðuneytinu í dag. Samningurinn kveður á um tímabundnar ívilnanir vegna fjárfestingarinnar hér á landi.
Lesa meira

Þetta eru mjög góðar fréttir.

Mikilvægt er hjá okkur Íslendingum að  fjölga orkunýtingarkostum okkar.

Að vera ekki með öll orkueggin á einni álkörfu.

Gagnaverin eru langt í frá eins orkufrek og áliðnaðurinn en skapa samt mjög góð atvinnutækifæri í hátækniiðnaði.

Áliðnaðurinn hér á landi er að verða kominn á mörkum þess sem æskilegt er. Búrfellsvirkjun og álverið í Straumsvík brutu blað í atvinnu og orkusögu okkar. Það reyndist heillaspor. Reynslan hefur sannað það . Mikil tækniþekking , verkfræðiþekking og reynsla af stórframkvæmdum fylgdi í kjölfarið. Sú þekking og reynsla yfirfærðist út í allt þjóðfélagið með einum eða öðrum hætti.

Og nú stöndum við á þröskuldi nýrrar tækni og þekkingar með þessum nýju orkunýtingarkostum sem eru að banka uppá .

Gagnaverin eru dæmi um það. Atvinnulífið verður fjölbreyttara og traustari stoðir verða undir okkar orkubúskap.

Verne Holding gagnaverinu er fagnað...


mbl.is Samið við Verne Holding
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegagerð um Teigsskóg hafnað

Vestfjarðavegur ekki um Teigsskóg
Innlent | mbl.is | 22.10.2009 | 16:47
Leið B liggur meðal annars gegnum Teigsskóg. Hæstiréttur hefur fallist á kröfur landeigenda, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Fuglaverndarfélags Íslands um að felldur verði úr gildi úrskurður umhverfisráðherra frá því í janúar 2007, sem féllst á svonefnda leið B í öðrum áfanga Vestfjarðavegar um Teigsskóg frá Bjarkarlundi til Eyrar í Reykhólahreppi.
Lesa meira

Frá Teigsskógi- þessu átti að rústa fyrir vegagerð

Vegastæði í Teigsskógi

 

Teigsskógur  er víðáttumesti náttúrulegi birkiskógurinn á Vestfjörðum og mjög stór á landsvísu. Teigsskógur er upprunalegur birkiskógur með reynitrjám og miklum undirgróðri, sem er einstakur. Teigsskógur er á náttúruminjaskrá auk þess sem fornminjar eru nokkrar á svæðinu. Dýralíf er mikið enda svæðið afskekkt  og afar fjölskrúðugt náttúrufar.

Með þessum úrskurði Hæstaréttar hefur umhverfisvernd á Íslandi unnið  merkan  sigur. 

Því ber að fagna...


mbl.is Vestfjarðavegur ekki um Teigsskóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn slæmi arfur Sjálfstæðisflokks með ívafi Framsóknar

Frétt af mbl.is

Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Innlent | mbl.is | 18.10.2009 | 9:31
Mynd 503132 Ríkisstjórnin mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins funda í hádeginu í dag. Tilefnið er sú niðurstaða sem fengin er í Icesave-viðræðum íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvald. Í framhaldinu munu stjórnarflokkarnir halda þingflokksfundi áður en boðaður fundur í fjárlaganefnd hefst kl. 14.
Lesa meira

-------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nú eru 11 mánuðir liðnir síðan Davíð Oddsson,seðlabankastjóri og Árni Matthiesen, fjármálaráðherra undirrituðu skuldbindingu Íslands á ICESAVE reikningi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi  fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands.

Núverandi ríkisstjórn tók við þessum slæma kaleik .

Í vor náði ríkisstjórnin fram hagstæðari vaxtakjörum en þeir félagar Davíð Oddsson og Árni Mathiessen höfðu náð fram.

Ljóst var orðið að allar lánalínur erlendis frá til Íslands yrðu lokaðar þar til samkomulag um ICESAVE skuldir Íslendinga væri í höfn.

Alþjóðasamfélagið krafðist þess að Íslendingar stæðu við skuldir sínar.

En alþingi féllst ekki á ríkisábyrgð fyrr en verulegir fyrirvarar á greiðslu væru settir inn í samninginn.

Það tók allt sumarið að þæfa þeim inn.

En Bretar og Hollendingar hafa nú svarað fyrir sitt leiti þessum fyrirvörum og að mestu hafnað þeim ,efnislega.

Það er því orðið ljóst að besta lausn okkar Íslendinga var sú að ganga frá þeim samningi sem lá fyrir í vor. Þá værum við í miklu betri málum í dag bæði atvinnulega og fjármálalega.

Við erum komin í heilan hring með þennan kaleik og erum á sama stað og í vor að mestu leiti.

Ljóst má vera að þessi samningur er stórpólitísk milliríkjadeila og skiptir nákvæmlega engu máli hvaða ríkisstjórn ríkir á Íslandi- undan þessu ICESAVE klúðri sem samþykkt var þann 15 nóvember 2008 verður ekki vikist.

Klárum icesave málið núna og snúum okkur að uppbyggingu Íslands.

Næsta mál sem bíður er að fara að greiða 300 milljarða skuld vegna gjaldþrots Seðlabanka Íslands sem átti sér stað við hrunið 2008 - Frjálshyggja Sjálfstæðisflokks og Framskóknarflokks er orðin þessari þjóð dýrkeypt.

Afleiðingar einkavinavæðingar bankanna sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn stóðu fyrir er að sliga þessa þjóð...

 

 

 


mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruddaskapur við veiðiheimildir í sjávarútvegi ?

Frétt af mbl.is

Segir fyrningarleið ruddaskap
Innlent | mbl.is | 15.10.2009 | 20:59
Arthúr Bogason á aðalfundi smábátamanna í morgun. Það er fullkominn ruddaskapur að tala um innköllun veiðiheimilda án þess að taka skuldir fyirtækjanna og einstaklinganna þar inn í. Þetta kom fram í máli Arthúrs Bogasonar formanns Landssambands smábátaeigenda í setningarávarpi á aðalfundi samtakanna í morgun.
Lesa meira

-------------------------------------------------------------------------------------------------------

 Hvaða hræðsla er þetta hjá formanni smábátaeigenda ? 

Það er verið að ræða um að innkalla veiðiheimildirnar á 20 árum.

Og það á ekki að hætta að veiða fisk. Veiðiheimildum verður að sjálfsögðu úthlutað, en í nýju og breyttu fiskveiðikerfi.

En í stað þess að kaupa veiðiheimildir í því braskumhverfi sem nú viðgengst- verða heimildir boðnar upp á markaði. þar standa allir jafnt að vígi. Svona er þetta hugsað í megin dráttum.

Nú er starfandi starfshópur hagsmunaaðila á vegum Sjávarútvegsráðherra sem er að finna ásættanlegan grunn að breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

það er talað um mikla skuldsetningu í sjávarútvegi- víst er það sumstaðar.

Eitt fyrrum öflugt útgerðarfyrirtæki á Grundafirði varð gjaldþrota með 3 milljarða skuld vegna hlutabréfakaupa í fjármálabólunni- alls óviðkomandi útgerð.

Einn í Vestmannaeyjum er með gjaldfallna skuld upp á 65 milljarða vegna svipaðra mála- óviðkomandi útgerð.

Því miður braskið með veð í lifandi fiskinum  í sjónum - sem er sameign íslensku þjóðarinnar- er ólíðandi.

Verulegur hluti aflaheimilda er nú veðsettur í banka í Luxembúrg- farinn úr landi.

Þetta fiskveiðistjórnunarkerfi sem við höfum búið við í 23 ár er ónýtt og hefur engu skilað varðandi fiskvernd-afli hefur hraðminnkað frá setningu þess.

Kominn tími á að breyta því.

 


mbl.is Segir fyrningarleið ruddaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður ICESAVE skuldin 75 milljarðar ?

Frétt af mbl.is

90% upp í forgangskröfur
Viðskipti | mbl.is | 12.10.2009 | 18:16
 Skrifað hefur verið undir samkomulag á milli íslenskra stjórnvalda, skilanefndar Landsbanka Íslands og Nýja Landsbankans (NBI) um uppgjör á eignum og skuldum vegna skiptingar bankans. Skilanefndin segir að gera megi ráð fyrir að tæplega 90% fáist upp í forgangskröfur í bú gamla Landsbankans.
Lesa meira

----------------------------------------------------------------------------------------------------

Samkvæmt þessu verður ICESAVE skuldin sem á almenning fellur um 75 milljarðar auk vaxta.

Á móti kemur að fyrsta afborgun er eftir 7 ár.

Vegna verðbólgu má gera ráð fyrir að raungildi skuldarinnar verði mun lægra. 

Þetta eru slæmar fréttir fyrir þá sem hafa haldið því fram með miklum áróðri að skuldin verði ekki undir 1000 milljörðum sem á Íslendinga falla.

En svona lítur þetta út.

Er ekki kominn tími til að alþingi fari að ljúka þessu máli þannig að við öðlumst virðingu alþjóðasamfélagsins og að allar lánalínurnar til okkar opnist.

Atvinnulífið komist í gang og unnt verði að snarlækka hér vexti.  

Mál er að þvargi um ICESAVE klúðrið linni og gengið verði til samninga að hætti siðaðra þjóða... strax.


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband