Unga fólkið sem erfir skuldirnar- mótmælir

Frétt af mbl.is

Mótmæli halda áfram
Innlent | mbl | 18.12.2008 | 13:06
Ingvar Þórisson sem tók þátt í mótmælum við Fjármálaeftirlitið í morgun segir að þau hafi átt að vera friðsamleg en þegar dyrum stofnunarinnar hafi verið lokað og læst, hafi soðið upp úr. Hann á von á áframhaldandi mótmælum á morgun. Síðan taki við Jólafrí.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Athyglisvert er að unga fólkið sem á að erfa landið - er ekki sátt við að erfa einnig þá gríðarlegu skuldabagga sem nýfrjálshyggjan undangengin áratug hefur lagt á þjóðina.   Sökin liggur ekki hjá þessu unga fólki- það mótmælir spillingaröflunum og vill það burtu úr embættum sínum. Einn sagði af sér í morgun. Tryggvi Jónsson...Hvenær fara þeir næstu ? Mótmælin halda áfram- eftir áramótin verða þau sennilega harðari


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferð eldri borgara á erfiðum tímum

          Frá Þingvöllum-Flosagjá

p9280014.jpg Senn líður að hátíð friðarins- jólahátíðinni.  Þrátt fyrir erfiðleika í þjóðlífinu sem heimsótt hafa okkur af meiri þunga en um áratugaskeið, þá fylgir aðventunni ennþá sú sama eftirvænting til jólanna og um aldir, hjá þessari þjóð.

Og nú á aðventunni  bauð Samfylkingin eldri borgurum sem standa að félagskapnum 60 + í jólakaffi á Grand hótel.

 Fjölmenni ,um 300 manns, mætti og átti góða stund saman og með þeim ráðherrum, Ingibjörgu Sólrúnu,formanni, Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra og Björgvin G. Sigurðssyni , viðskiptaráðherra.

 Öll fluttu það ávörp og ræddu stjórnmálaviðhorfið. En eðlilega var það brennandi spurning á eldri borgurum - hvaða lífskjörum það mætti búast við að lifa við á þeim tímum er þær þrengingar sem nú eru, byggju þjóðinni.  Og svör komu við spurningum ,hvað efnahaginn og aðbúnað varðaði.  

 Við Strandakirkju- Landsýn

p8040004.jpg Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð vorið 2007 af Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki var ljóst að kjör eldri borgara höfðu dregist mjög aftúr úr miðað við það sem almennt gerðist í þjóðfélaginu.  Brýnt var því að gera úrbætur ,þó ljóst væri að nokkurn tíma tæki að rétta af það misræmi sem orðið var. Þrátt fyrir okkar miklu efnahagsörðuleika sem nú steðja að stendur þetta uppúr :

- Afnám tekjutengingar við maka hefur verið afnumið sem er mikið     mannréttindamál   og kjarabót fyrir mjög marga eða um 5000 manns

- Þeir sem engar tekjur fá frá lífeyrissjóði - fá nú 25 þús. kr sem lífeyrissjóðs-greiðslu

-  Dregið var mjög úr tekjutengingum almannatrygginga.

- Og nú geta eldri borgarar unnið sér inn 100 þús kr á mán. án  þess að það        skerði   bætur þeirra frá almannatryggingum.

- Séreignarlífeyrisparaður  verður ekki skertur við töku hans eftir 67 ára aldur.

Og þá er það hin beina peningahlið :

Á tímabili þessarar ríkisstjórnar hafa orðið umtalsverðar hækkanir á lágmarkslífeyri

- Í desember 2007 var lágmarkslífeyrir 126.537 kr   en verður nú um áramót 180.000 kr. fyrir  skatt en það er um 42% hækkun á þessu tímabili  eða 53.463 kr.  fyrir einstakling.  

Ljóst er að lögð hefur verið höfuðáhersla á að bæta kjör hinna lakast settu - það er vel.

Heimahjúkrun aldraða er vaxandi þáttur í  þjónustu við eldri borgara og er ríkulegur þáttur í að þeir geti dvalið sem lengst í heimahúsum.   Á þessu sviði hefur orðið gjörbreyting til hins betra:

Árið 2005 var varið til þessa málaflokks  50 milljónum kr.

Árið 2006 ------------------------------------- 20 milljónum kr

Árið 2007 ------------------------------------200 milljónum kr

Árið 2008------------------------------------ 300 milljónum kr

Árið 2009 er áætlað að verja ----------- 400 milljónum  kr

Það er því ljóst að verulegar úrbætur hafa orðið á högum eldri borgara á því tímabili sem liðið hefur frá því þessi ríkisstjórn tók við  stjórnartaumunum.  En nú harðnar í dalnum í efnahagsmálum þjóðarinnar og ekki þessa að vænta að hagur þeirra betur settu vænkist- þvert á móti. En hagur hinna lakast settu hefur fengið forgang og er það vel- enda í anda jafnaðarstefnunnar.

Gleðilega hátíð.


Þjóðaratkvæði um þjóðaratkvæði um aðildarumsókn að ESB

Frétt af mbl.is

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn
Innlent | mbl.is | 13.12.2008 | 20:53
Björn Bjarnason. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segist hallast að því, að hugsanleg aðild að Evrópusambandinu snerti svo víðtæka þjóðarhagsmuni, að leita eigi umboðs hjá þjóðinni í atkvæðagreiðslu, áður en aðildarumsókn sé lögð fram. Síðan verði málið borið að nýju undir þjóðina, eftir að skilmálar ESB hafa verið skýrðir.
Lesa meira

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Væri ekki ennþá betra að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ætti að efna til þjóðaratkæðagreiðslu um að hefja aðildarviðræður við ESB ?  Vera þannig bæði með belti og axlarbönd.

Það eru greinilega afar erfiðir tímar innanbúðar hjá Sjálfstæðisflokki... 


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Göran Persson fv forsætisráðherra Svía - kennir ráðmönnum Íslands.

www.ruv.is10. desember 2008

Beint í leiðarkerfi.

Persson: Kreppuáætlun mikilvæg

Persson: Kreppuáætlun mikilvæg Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar,

Þið verðið að endurheimta trúverðugleikann, þið verðið að hafa allt bókhald fjármálafyrirtækjanna opið og læsilegt fyrir almenning. Allt verður að vera uppi á borðinu, sagði Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sem hélt ræðu í hátíðasal Háskóla Íslands í dag.

Göran sagði að yfirvöld yrðu að birta skýra aðgerðaáætlun þannig að fólk sæi hvort eitthvað miðaði fram á veginn. Hafi fjármunum verið komið undan í bankahruninu væri lífsnauðsyn að ná aftur eins miklu af því fé því það væri eign þjóðarinnar.

Göran Persson var  forsætisráðherra Svía og stýrði þeirra þjóðarskútu út úr alvarlegri niðursveiflu á fyrri helmingi síðasta áratugar.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Það er gott að vera búinn að fá þennan liðsauka við fókið sem staðið hefur mótmælastöðu hvern laugardag í kulda og trekki á Austurvelli og víða um landið.. Göran Persson fv. forsætisráðherra Svíþjóðar hefur reynsluna og þekkinguna. Fram að þessu hafa íslensk stjórnvöld ekki haft neina tilburði í þessa átt sem Göran Persson leggur höfuðárheslu á.

Þær eru :

- Allt uppá borðið opið og læsilegt almenningi

- Endurheimta trúverðugleikann 

- Aðgerðir og aðgerðaáætlun

- Upplýsa um gang aðgerða.

- Hindra þjófnað og undanskot eigna almennins og endurheimta það 

Allt eru þetta atriði sem  gagngýni hefur beinst að. Trúverðuleiki Seðlabanka og Fjármálaeftirlits er enginn í hugum almennings.  Flest hefur verið gert í leyni og pukri - spilling talin vera í gangi við skil bankanna.   Engin aðgerðaáætlun sem heitið getur verði kynnt- kannski ekki til ?  Upplýsingar um gang "aðgerða" engar.  Undanskot eigna og jafnvel þjófnaður sætir vaxandi tortryggni um að lítið sé aðhafst.

Semsagt íslensk stjórnvöld hafa fengið Göran Persson til að upplýsa sig um  hörmuleg vinnubrögð hér á landi í kjölfar bankahrunsins...

Vonandi förum við að sjá einhvern árangur fljótlega af kennslu Göran Persson fv. forsætisráðherra Svíþjóðar. Hafi hann bestu þakkir fyrir.

 


Álfyrirtæki dregur saman seglin...

Vísir, 10. des. 2008 09:59

Rio Tinto dregur saman seglin um allan heim

mynd

Hið risastóra námafélag, Rio Tinto, sem meðal annars á álverið í Straumsvík er í miklum skuldavandræðum og hefur tilkynnt um uppsagnir á liðlega fjórtán þúsund starfsmönnum fyrirtækisins víðsvegar um heim. Tilkynnt var um aðgerðirnar í morgun en fyrirtækið hefur sett upp áætlun sem miðar að því að lækka gríðarlegar skuldirfélagsins sem eru taldar nema um 40 milljörðum bandaríkjadala.

Um er að ræða nær sex prósent af föstum starfsmönnum fyrirtækisins og helming allra verktaka sem starfað hafa hjá Rio Tinto. Auk þessara aðgerða hefur verið ákveðið að selja fleiri eignir en áður hafði verið áætlað.

Samkvæmt áætluninni mun Rio Tinto ná að grynnka á skuldum sínum um 10 milljarða dollara fyrir lok árs 2009. Eitt stærsta vandamál fyrirtækisins er sá skuldabaggi sem Rio Tinto tók á sig þegar það keypti álrisann Alcan í fyrra og eignaðist í leiðinni álverið í Straumsvík.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga ?  Verður skorið niður í Straumsvík- bæði mannafli og aðkeypt vinna ?  Og hvað með fyrirhugaða stækkun um 40 þús. tonn /ári. er hún í uppnámi ?  Allt þetta skiptir okkur miklu máli núna í kreppunni.   Á 40 ára rekstri álversins í Straumsvík hafa komið nokkrar slæmar kreppur- en að þeim loknum kom fyrirtækið alltaf sterkara út. Vonadi verður svo núna , þó erfitt tímabil sé framundan.

Nú er kreppa í áliðnaði sem öðru og við munum finna mjög fyrir því m.a vegna stærðar áliðnaðar í þjóðarframleiðslu okkar. Það hefur verið bent á að hættulegt sé að vera með of einsleit egg í sömu körfunni. Betra sé að dreifa orkusölueggjunum á fleiri körfur- jafna áhættunni.  Vonandi verðum við ekki hart úti vegna þessa - en við gætum dregið lærdóm af þessari hættu og vandað orkuuppbyggingu okkar með traustari undirstöðum- í framtíðinni. 


Eru hinar nýju mótmælaaðgerðir hafnar ?

Ólæti á þingpöllum
Innlent | mbl.is | 8.12.2008 | 15:11
Lögregla hefur handtekið fólk sem gerði hróp að þingmönnum... Fresta þurfti fundi á Alþingi örfáum mínútum eftir að hann var settur þar sem ungmenni á þingpöllum gerðu hróp og köll að þingmönnum. „Drullið ykkur út!" hrópuðu þau meðal annars og börðust á móti þingvörðum og lögreglu sem reyndu að fjarlægja þau af pöllunum.
Lesa meira

Á síðasta mótmælafundi á Austurvelli var tilkynnt um breytt fyrirkomulag mótmælanna . Hin friðsama klukkustundar mótmælastaða þúsundanna á hverjum laugardegi í 2 mánuði virtust lítið hafa hrist uppí stjórnvöldum.  Nú virðist sem aukin harka sé hlaupin í mótmælin....  Það horfir ófriðlega í þjóðfélaginu í aðdraganda hinnar miklu friðarhátíðar-jólanna...  Það eru nýjir tímar á Íslandi...áður óþekktir.


mbl.is Ólæti á þingpöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisráðherra boðar auknar friðlýsingar

Friðlýst svæði og fyrirhugaðar friðlýsingar samkvæmt náttúruverndaráætlun. 
Fjöldi svæða sem friðlýst hafa verið á grundvelli náttúruverndarlaga eða með sérlögum til náttúruverndar er nú 96 og þau ná yfir tæplega 20% af flatarmáli Íslands.Friðlýst svæði og fyrirhugaðar friðlýsingar samkvæmt náttúruverndaráætlun. Fjöldi svæða sem friðlýst hafa verið á grundvelli náttúruverndarlaga eða með sérlögum til náttúruverndar er nú 96 og þau ná yfir tæplega 20% af flatarmáli Íslands.

 Jarðfræðisvæði:

a) Langisjór og nágrenni. Langir móbergshryggir úr basalti, myndaðir við sprungugos undir jökli, einkenna svæðið. Eldgjársprungan liggur um svæðið austanvert og er lengsta gígaröð sem gosið hefur á landinu á sögulegum tíma. Langisjór og umhverfi hans er þekkt fyrir náttúrufegurð þar sem dökkbrúnt móbergið ásamt svörtum vikrinum frá Veiðivatnagosinu 1477 kallast á við tært fjallavatnið og mosagróður í fjallahlíðum. Á svæðinu er einstakt samspil jarðelds og jökla við mótun landsins.    

Frá Langasjó- Fögrufjöll

Frá Langasjó

 

Langisjór hefur um langt skeið verið á lista yfir virkjunarsvæði til raforkuframleiðslu.  Ráðgert hafði verið að veita Skaftá inní Langasjó og gera þar miðlunarlón.

Við þá röskun hefði þetta fagurbláa og gríðarstóra háfjallavatn breyst í forugan drullupoll ásamt mikilli hækkun vatnsyfirborðs með miklum yfirborðssveiflum eftir árstímum.

Umhverfi Fögrufjalla, sem mynda austurhlið Langasjávar hefði að mikluleyti orðið rústir einar frá því sem nú er, ef af þessum virkjanaáformum hefði orðið

  Sérstök ástæða er til að fagna fyrirhugaðri friðlýsingu Langasjávar og að innlima hann í Vatnajökulsþjóðgarð. 

  Nú þegar við höfum rústað efnahagskerfi okkar er gott til þess að vita að staðinn er vörður um náttúrulegt umhverfi okkar og dýrmætum svæðum ekki fórnað fyrir skammtíma gróða...

Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir er að leggja fram merkt frumvarp á Alþingi með öllum þessum friðlýsingaráformum. 

 


mbl.is Þrettán ný svæði friðlýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrif mótmælenda hafa áhrif á fylgi stjórnmálaflokkanna

VG stærsti flokkurinn
Innlent | mbl.is | 1.12.2008 | 18:01
Frá landsfundi VG. Vinstrihreyfingin-grænt framboð nýtur nú mesta fylgis meðal þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er komið niður í 21% og hefur ekki mælst minna.

Samkvæmt könnuninni er fylgi VG nú 32%, fylgi Samfylkingar 31%, Sjálfstæðisflokks 21%, Framsóknarflokks 8% og Frjálslynda flokksins og Íslandshreyfingarinnar 3%.

Um 32% aðspurðra sögðust styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

10% vildu ekki svara spurningu um stuðning við flokk og 16% sögðust myndu skila auðu.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Mótmælin , viku eftir viku stundum tvö í viku - hafa áhrif.     Höfuðpaurinn sem mótmælin beinast gegn - fellur neðar og neðar með hverri skoðanakönnun.   Fylgi við Sjálfstæðisflokk er hrunið og á eftir að hrynja ennþá neðar.   Flokkurinn og hans innsta klíka - neitar að axla nokkra stjórnmálalega ábyrgð.    Seðlabankastjórinn og fv forsætisráðherra - situr sem fastast- rúinn öllu trausti.   Fjármálaeftirlitið er ennþá óbreytt.    Samfylkingin sem einnig tekur ábyrgð á samstarfsflokknum- er að byrja að dala í stuðningi - frá síðustu skoðanakönnun.   Ljóst er að þúsundir mótmælenda , sem með samstöðu sinni og barátthug, hafa vaxandi áhrif í samfélaginu.   

Krafan um kosningar í vor verður háværari....

 


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrás fundarmanna í Háskólabíói , að mati forsætisráðherra.

Geir: Fólk var bara að fá útrás

Geir Haarde segir sér yfirleitt líða vel og fannst borgarafundurinn í gær enginn átakafundur.

Þriðjudagur 25. nóvember 2008 kl 12:58

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

„Mér líður nú yfirleitt vel," sagði Geir Haarde forsætisráðherra aðspurður um hvernig honum hefði liðið á borgarafundinum í Háskólabíói í gær. Fundargestir voru harðorðir, kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar og létu álit sig í ljós með púi og frammíköllum.

Margrét Pétursdóttir, einn frummælenda, beindi orðum sínum ítrekað að Geir og líkti honum meðal annars við norskan skógarkött sem lægi malandi í fangi Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Engin svipbrigði var að sjá á anditi Geirs við þessi orð hennar.

Þegar blaðamenn náðu tali af Geir eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun kannaðist hann ekki við átök á borgarafundinum. „Þetta var ekki átakfundur gagnvart okkur. Fólk var bara að fá útrás og tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum að. Auðvitað var bara lítill hluti fundarmanna sem fékk orðið en hinir gátu tjáð sig með því að klappa og standa upp," sagði Geir.

Hann sagðist ekki ætla að endurskoða afstöðu sína til brottvikningar stjórnar Seðlabankans í ljósi kröfu fundarins um slíkt en þegar Þorvaldur Gylfason, einn frummælenda, lagði það til reis allur salurinn á fætur og fagnaði. „Svona fundur ræður ekki afstöðu manns til einstakra mála," segir Geir.
„Auðvitað var gagnlegt að vera á þessum fundi og fróðlegt að heyra þau sjónarmið sem þar komu fram."

 -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Já auðvitað á ekki að hlusta á fólkið - enda var okkur tjáð þarna, að á þessum fundi  í Háskólabíó væri þjóðin ekki viðstödd.  Þetta væri því marklaus samkoma og að engu hafandi.

Þessi eru skilaboð "ríkisstjórnarinnar " Þá liggur það fyrir.

 


Óreiðustjórnvöld byrja naflaskoðun

Uppskeran eins og sáð var

Davíð Oddsson, Erlendur Hjaltason og Friðrik Már Baldursson... Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir að nýliðinn október líði seint úr minni en þá hafi leyst öfl úr læðingi sem höfðu lengi búið undir. Segir Davíð að uppskera mánaðarins hafi verið ömurleg og úr sér sprottin en að mestu eins og sáð hafði verið til. Fyrirhyggjuleysi sáðmanna hafi þar ráðið miklu.
Lesa meira

Nú leggjast margir í sagnfræði og tína þá mola út sem að gagni mega koma til réttlætingar á stöðu sinni. Seðlabankastjórinn er einn af þeim. Og aðalinntak í þeirri sagnfræði er að allt það  vonda sem hent hafi þjóðina með efnahagshruninu- hafi orðið þrátt fyrir alvarleg varnaðarorð um hvert stefndi - allt frá árinu 2006. Bútar úr ræðum viðkomandi eru tíndir til, því til sönnunar. 

Ábyrgð Seðalbankastjórans á hverning komið er fyrir þjóðinni - er mikil. en það er langur vegur frá því að við hann einan sé að sakast.

Ríkisstjórn , bæði sú fyrri og núverandi , eiga hér mikinn hlut að máli. Stjórnvöld hafa flotið sofandi að feigðarósi. 

Stjórnvöld fengu margar aðvaranir frá virtum þekkingaraðilum , bæði erlendum sem innlendum. um hvert stefndi- yrði ekkert að gert. Stjórnvöld kusu að gera ekki neitt. 

Tíminn var nýttur í að afla okkur vinsemdar til setu í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og alskyns útrásarhugmyndafræði.

Þjóðin var skilin eftir , án forystu, meðan eldar efnahagshrunsins loguðu glatt og í lok september var allt brunnið. Þjóðin er rúin trausti á alþjóðavettvangi sem óreiðuþjóð - þjóð er neitar að standa við skuldbindingar sínar.

Það þurfti allt Evrópusambandið til að leggjast á eitt við að gera stjórnvöldum það ljóst að hegðunin samræmdist ekki siðuðu samfélagi þjóða.

Við vorum við mörk útskrúfunar.

Traust þjóðarinnar til stjórnvalda hefur beðið alvarlegan hnekki. Enginn hefur í raun axlað ábyrgð.

Þau öfl sem öðrufremur leiddu til efnahagshrunsins- verða að víkja af vettvangi stjórnunar og áhrifa- það er fyrsta skrefið á langri vegferð þjóðarinnar til endurreisnar efnahags og trúverðugleika á alþjóðavettvangi. 

 

 

 


mbl.is Uppskeran eins og sáð var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin vill endurnýjaðan stjórnarsáttmála.

Vilja nýjan stjórnarsáttmála

Mynd 452570 Innan Samfylkingarinnar er nú vaxandi krafa um að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar verði endurnýjaður. Ríkisstjórnin verði að marka sér nýja framtíðarsýn til að slá á óróleikann í samfélaginu. Fréttastofa RÚV greindi frá því að viðmælendur úr röðum Samfylkingarinnar væru sammála um að ríkisstjórnin verði að taka af skarið og marka skýra stefnu. Stjórnarsáttmálinn frá því vorið 2007 heyrði nú sögunni til.
Lesa meira

Ljóst er að allar forsendur sem gengið var útfrá á vormánuðum árið 2007 , þegar stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar var gerður, hafa gjörbreyst. 

Því má ljóst vera að sú stefnumörkun sem þá þótti ásættanleg - er núna orðin að marklausu korti til siglingarleiðsögu út úr ríkjandi ástandi.

Allt er gjörbreytt.

Annar stjórnarflokkurinn hefur orðið fyrir miklu áfalli- hugmyndafræði hans eru rústir einar og ábyrgð hans á núverandi stöðu þjóðarinnar, mikil.

Hinn stjórnarflokkurinn, Samfylkingin , er við betri  aðstæður að þessu leyti-þó ábyrgðin sé einnig á ríkjandi ástandi, á hennar könnu- undan því verður ekki vikist.

Þjóðin er í losti og reiðin er að byrja að leita útrásar-eðlilega. 

Fólki finnst öll upplýsingagjöf stjórnvalda í skötulíki og þaðan af síður skynjar það að nokkur forysta sé yfirleitt til staðar.

Stjórnvöld eru á strandstað að deila út strandgóssinu, því sem bjargað hefur verið. Það ríkir leynd um það verkefni- er spilling þar í gangi spyr fólk ?- sporin hræða.

Fjöldauppsagnir ríða yfir í atvinnulífinu. Gjaldþrot heimila og fyrirtækja eru að verða daglegt brauð.  Bæjarfélög eru farin að huga að ,matargjöfum til skólabarna vegna bágrar stöðu margra heimila.  

Lánstraust þjóðarinnar á alþjóðavettvangi hefur beðið skipbrot- enginn vill lána okkur  við ríkjandi stjórnmálaaðstæður- við erum trausti rúinn.

Ábyrgð ríkisstjórnarinnar er mikil og þeirra flokka sem að henni standa. Ljóst er að ákveðin pattstaða ríkir í stjórnarsamstarfinu .  

Það sýnist að tvær leiðir séu í stöðunni :

- Að núverandi ríkisstjórnarflokkar endurskoði stjórnarsáttmálann ,strax, og  móti trúverðuga stefnu  til framtíðar þannig að hjól atvinnulífs snúist áfram. Peningamál og gjaldeyrismál komist á réttan kjöl. Að þær stofnanir sem með fjármálin fara fái nýja forystu. Að við öðlumst trúverðugleika á alþjóðavettvangi.

- Að alþingi samþykki vantraust á núverandi ríkisstjórn og mynduð verði utanþingsstjórn, skipuð vel hæfum einstaklingum, sem sitji fram til vors að afloknum kosningum.

Verði ekki fljótt breyting á er víst að við færumst nær og nær upplausnarástandi sem margfaldar bæði skaðann og vinnur gegn endurreisn þjóðfélagsins...


mbl.is Vilja nýjan stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Óháðir sérfræðingar skilanefnda bankanna" - Burt með spillingaröflin-

Beint í meginmál síðu.

FME segir óháða sérfræðinga komna í rannsóknarvinnu

       Forstjóri Fjármálaeftirlitsins

FME segir óháða sérfræðinga komna í rannsóknarvinnu

Fjármálaeftirlitið (FME) segir að hafin sé vinna óháðra sérfræðinga sem skilanefndir bankanna hafi fengið til liðs við s...

 

Visir.is upplýsir að Fjámálaeftirlitið sé komið með óháða sérfræðinga í vinnu við rannsókn á m.a Kaupþingi , fyrir yfirtöku ríkisins á bankanum.  Fréttir eru um gríðarlegar peningafærslur úr landi . Nefndar eru upphæðir allt að 100 milljörðum kr.  Þar fyrir utan eru 80 milljarðars kr sem dregnar voru frá ábyrgðum á lánum starfsmanna Kaupþings... 

Spurning : Er ekki rétt að upplýst verði hverjir þessir óháðu sérfræðinga eru ?   Sporin hræða.

 - Burt með spillingaröflin, hvar í flokki sem þau eru-

 


Er að myndast uppgjör í Sjálfstæðisflokknum ?

Ljóst má vera að pattstaða er komin í stjórnarsamstarfið og ný stjórnarmyndun án kosninga ekki sýnileg .

Þjóðin er að leysast upp í vonleysi um aðgerðir til varnar þeirri vá sem við blasir eftir hrun bankanna 

Óheyrilegar skuldir blasa við - sem gæti tekið áratugi að greiða. Nýfrjálshyggjan sem fylgt hefur verið síðan 2001 er búin að keyra þjóðina í þrot.

Ekkert kemur frá stjórnvöldum um viðnám og aðgerðir- hvert skal stefna- algjör ringulreið. Gömlu bankarnir eru rændir innanfrá , um milljarða- skuldir fyrrum starfsmanna afskrifaðar í einum þeirra um 50 milljarða kr , samkvæmt fréttum sem hafa verið staðfestar.  

Nú hafa tvær konur í Sjálfstæðisflokki risið upp gegn alræði  innan flokksins , þær Þorgerður Katrín ,menntamálaráðherra og Ragnheiður Ríkharðsdóttir , þingmaður og tekið undir með Samfylkingunni varðandi stjórn Seðlabankans og  aðildarviðræður við ESB og  gjörbreytta  peningastefnu.

 Sannarlega hugrakkar konur.

En meira þarf til. 

Er það mikill kjarkur til innan þingflokks Sjálfstæðismanna að fleiri feti þessa braut og þá með þeirri niðurstöðu að nægjanlega margir gangi til samstarfs við Samfylkinguna um myndun nýrrar stjórnar án tafar- stjórnar sem hafi afl og kjark til að leiða þjóðina útúr því öngþveiti sem nú er ?   

Það verður ekki gert nema Davíðsarmur Sjálfstæðisflokksins verði einangraður - en það kostar uppgjör.

Er það uppgjör ekki komið á gjalddaga.

Þjóðin væntir þess.

Er málið nokkuð flóknara en það að nægjanlega margir þingmenn Sjálfstæðisflokks standi upp og myndi meirihlutastjórn með Samfylkingunni- án Davíðs.

Burt með spillingarliðið


Að nýta landið og miðin þegar að kreppir

Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum
Gylfi Arnbjörnsson. „Það skiptir mjög miklu að koma í veg fyrir að fólkið missi húsin sín. Stefnan er að fólk verði aðstoðað við að vera áfram í íbúðum sínum í stað þess að ýta því út úr þeim, eins og t.d. hefur verið gert í Bandaríkjunum," segir Gylfi Arnbjörnsson, nýkjörinn forseti ASÍ.
Lesa meira

Er þetta ekki fulldjúpt í árina tekið - að líkja væntanlegri stöðu við móðuharðindin ? Þá fór bjargvegur fólks til matvælaöflunar í rúst í stórum landshlutum .

Búsmali féll í hrönnum og algjör bjargarskortur varð um stóran hluta landsins. Fólk hafði það sem sjórinn gaf. Samskipti við útlönd lítil utan vor og haustskipa.

Nú er öldin önnur. Sveitir landsins eru í fullri framleiðslu og hægt að stórauka hana. Sjávarútvegur sá tæknivæddasti í heimi. Ofgnótt bestu húskynna í víðri veröld.

Samskipti við útlönd ,bæði með flugi ,skipum og nettengingum eins og best gerist í veröldinni. menntunarstig þjóðarinnar mjög hátt. 

Það sem okkur vantar eru peningar og fyrst og fremst gjaldeyrir til kaupa á innfluttum nauðsynjum.

Auðvitað verðum við að draga saman í eyðslu og spara duglega. Og leggja alla áherslu á framleiðslu til útflutnings .

Leggja ekki aðaláhersluna á stóriðju sem krefst gríðarlegrar skuldsetninga- heldur vinnu sem gefur mikið en þarf litla skuldsetningu. Og nýta orkuna til smárra en margra iðnfyritækja á útflutningsvörum..

Þar kemur frekari vinnsla á sjávarafurðum sterkast inn. Leggja kvótakerfið af í núverandi mynd og dreifa aflaheimildum um landið - það skapar mikla vinnu-við lágan framleiðslukostnað en mikil útflutningsverðmæti.... tækifærin eru fyrir hendi,, bara nýta þau. Og burt með móðuharðindi hugans


mbl.is Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málstaður Íslands,kynntur erlendis

Eru nú fyrst að átta sig á alvarleika málsins

Árni Páll Árnason ,alþingismaður
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. „Mér finnst okkar norrænu kollegar vera fyrst að átta sig núna hvað þetta er alvarleg aðstaða. Hvað þetta geti haft mikið í för með sér fyrir íslenska þjóð. Og mikilvægi þess að finna heildstæða lausn á þessu máli," segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem í dag ávarpaði ráðstefnu þar sem fjallað var um norrænu víddina í Evrópusamstarfinu.
Lesa meira

Ljós er að Árni Páll , þingmaður Samfylkingarinnar hefur komið mjög áríðandi upplýsingum og skilaboðum frá Íslandi til Norðurlandaþjóðanna og einnig til Evrópusambandsins varðandi Breta og þeirra stjórnvalda.  Skömm Breta gagnvart Íslandi er að verða skýrari í alþjóðasamfélaginu...


mbl.is Eru nú fyrst að átta sig á alvarleika málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr verðbréfum í fiskinn

 

 Þeir fiska sem róa

 Frá höfninni í Stykkishólmi

Stykkishólmur
Handtök skipverjanna á dragnótabátnum Aðalbjörgu RE-5 voru fumlaus og hröð í blíðskaparveðri á Faxaflóa í liðinni viku. Þessu fengu fréttamaður og tökumaður mbl.is að kynnast þegar þeir slógust för með skipverjunum í 14 tíma veiðiferð. Þá komust þeir jafnframt að því að sjóveikin er ekkert grín.
Lesa meira

 Allt frá því landið byggðist hefur þessi þjóð lifað á framleiðslu sinni til sjávar og sveita . Einkum hefur sjávarafli verið undistaða verðmætasköpunarinnar.  Til viðbótar hefur, á seinni áratugum, álframleiðsla með sölu á orku og vinnuafli , bæst við framleiðsluflóruna. Ferðamannaiðnaður hefur reynst drjúg tekjulind. 

Fyrir áratug fengu Íslendingar þá hugljómun að fjármálastarfsemi á heimsvísu væri það sem gæti tekið við af þessu framleiðslubasli hér innanlands.

Okkar gömlu og traustu bankar voru einkavæddir og útrás fjármálageirans hófst af krafti. Lán voru slegin vilt og galið um heim allan .

Verðbréf urðu að framleiðsluiðnaði . Skammtímalán voru tekin í gríðarlegu magni erlendis - flutt hingað til lands og lánuð til langtíma húsnæðislána, bílakaupa , utanlandsferða og almennrar neyslu.

Það ríkti mikið góðæri í landinu.

Loksins var fundin eilífðarvél hinnar auðteknu hagsældar. Framleiðsla eftir hinum gömlu gildum virtist orðin úrelt.  Ríkissjóður varð "skuldlaus" vegna gríðarlegra neysluskatta. Allt virtist í miklum blóma. 

Enginn hafði af því áhyggjur að skuldir heimilanna voru komnar í meira en 1 þúsund milljarða ísl kr og lánaatvinnuvegurinn skuldaði 12-14 þúsund milljarða ísl kr. 

En umheimurinn fylgdist með áhyggjufullur- seðlabankar lokuðu fyrir frekari lánveitingar. Lánaframleiðslan minnkaði. Þá voru góð ráð dýr- rándýr. Aðallánafyrirtækið tók það ráð að opna rafræna innlánsreikninga , einkum í Bretlandi og Hollandi.

Sparifé þeirra landa var sópað inn og flutt til Íslands - lánaframleiðslan komst aftur á fullt.  Íslensk útrásar lánaframleiðslufyrirtæki sóttu hart fram á mörkuðum erlendis með uppkaupum á fyrirtækjum .

Það var einn stór galli á þessari lánaframleiðslu- það þurfti að endurgreiða lánaframleiðsluna. Það kom á óvart .

Fyrir því hafði bara ekki verið reiknað .  Í ljós kom að við áttum enga fjármuni - bara verðbréf án innistæðu. Í ljós kom að ríkasta þjóð í heimi var bara rík af skuldum. Efnahagshrun...

Atvinnugreinin nýja , lánastarfsemin, reyndist blekking og við orðin bónbjargarmenn meðal þjóðanna.

Nú taka við hin gömlu gildi , að framleiða vörur til útflutnings til gjaldeyrisöflunar og þeir fiska sem róa. Það verður okkar lán í framtíðinni...

 


mbl.is Þeir fiska sem róa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óháða rannsókn á efnahagshruninu- strax...


Vilja húsleitarheimildir
  Frá þingi ASÍ sem nú stendur yfir Fulltrúar starfsgreinafélagsins Afls vilja að ársfundur ASÍ krefjist ýtarlegrar rannsóknar á atburðum liðinna vikna í fjármálakerfi landsins. Vilja þeir að við rannsóknina fáist heimildir til yfirheyrslna og húsleitar, og að einhver verði dreginn til ábyrgðar vegna þess tjóns sem hefur orðið.
Lesa meira

Það er afarmikilvægt að setja óháða rannsókn í gang hið fyrsta.  Nauðsynlegt að erlendir aðilar leiði slíka rannsókn - annars verður hún  aldrei yfir vafa hafin.  Tekið er undir vilja starfsgreinafélagsins AFLS á þingi ASÍ.   Ef ekki verður brugðist við- er hætt við að málin færist út á götuna í vaxandi mæli....

 



mbl.is Vilja húsleitarheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrun stjórnmálaflokkanna - kosningar hið fyrsta

Varaformaður Framsóknarflokksins vill kjósa að nýju um leið og þjóðin sé komin framúr verstu erfiðleikunum. Hún segist hafa heyrt þær raddir að stjórnmálaflokkar hafi fallið með fjármálamarkaðnum. Hún ætli ekki alfarið að taka undir það en stjórnmálin sjálf hafi þó beðið nokkurn hnekki.
Lesa meira

Ekki er vafi á að í því efnahagshruni og gjaldþroti sem við íslensku þjóðinni blasir- þá er hlutur stjórmálanna á Íslandi yfirþyrmandi mikill.  Þeir stjórnmálaflokkar sem lengstum hafa haft forystuna í þeim gerningun sem öðru fremur hafa leitt til þeirrar niðurstöðu sem við blasir- bera mikla ábyrgð. Fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.  Núverandi ríkistjórn ber einnig  ábyrgð á því ástandi sem skapast hefur.  Þær óveðursblikur sem verið hafa á lofti voru farnar að birtast við núverandi stjórnarmyndun... og bentu til að mikið óveður væri í aðsigi - yrði ekki brugðist við.  Það var við litlu brugðist og fárviðrið skall á og feykti efnahag þjóðarinnar - veg allrar veraldar.

Nú er almenningi ætlað að borga skaðann að fullu - jafnvel næstu kynslóðir verða í prísund skuldaklafa.  Ljóst er að mikið gengisfall hefur orðið á stjórnmálamönnum almennt og þá mest hjá þeim sem höfuð ábyrgð bera.  Framundan er mjög erfitt ár eða fleiri.  Þjóðin á heimtingu á uppgjöri. Þegar núverandi neyðarvörn lýkur- er krafan sú að kosningar fari fram. Nýtt Ísland verður ekki byggt upp að nýju án þess.  Þeir sem ábyrgðina bera verða að víkja.

 


mbl.is Stjórnmálin biðu hnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB aðild skipti sköpum í bankakreppunni, segja Írar

ESB bjargaði okkur segir Cowen


„Ég vil ekki til þess hugsa ef staðan hjá okkur væri eins og hjá þeim (Íslendingum), með okkar eigin myntkerfi," sagði Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, í viðtali við fréttastofu Reuters í dag. Hann segir evrópska seðlabankann hafa skipt sköpum fyrir Írland í bankakreppunni.
Lesa meira

Hér er merkileg skoðun sett fram af forsætisráðherra Írlands . Evrópuandstæðingar á Íslandi hafa verið mjög uppteknir af tilvísunum til aðildar Írlands  að ESB - sem víti til varnaðar.  Við værum ekki í þessu efnahagshruni ef við hefðum borið gæfu til að ganga í ESB fyrir fáeinum árum síðan.  Er ekki orðið fyllilega tímabært að hefja aðildarviðræður nú þegar ? 


mbl.is ESB bjargaði okkur segir Cowen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásarstjórnmálamenn og ábyrgð

       Skarfar ráða ráðum sínum

Toppskarfar á stuðlabergssillum í Melrakkaey

Nú segja stjórnmálamenn hver um annan þveran að sýna skuli samstöðu og ekki styggja neinn eða benda á sökudólga í þeim hremmingum sem nú banka uppá. 

Þó held ég að umræða nú þegar sé nauðsynleg.  Nú  er verið að skipta strandgóssinu á strandstað. Fjöldi manns er mættur- vinir,ættingjar,viðskiptafélagar og stjórnmálaöfl...

Græðgin hvarf ekki með bankagjaldþrotinu.  Nú er áherslan væntanlega  að hremma sem mest.  Verður réttlátlega skipt ?  Hverjir tryggja það ?

Útrásarvíkingar eru nú á milli tannanna á almenningi sem stjórnmálafólki og þeir taldir einir sökudólga. Er það svo ?  Hverjir eiga að setja leikreglur þjóðfélagsins ? 

Og hverjir eiga að hafa eftirlit með að þeim sé fylgt ?  Bera stjórnmálamenn og konur hér ekki mikla ábyrgð ?

Útrásarvíkingar voru aðeins á því leiksvæði og með þau leiktæki og innan þess regluverks eða regluleysis  sem stjórnvöld lögðu blessun sína yfir með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi.

Það þarf að skipta fleiru en góssinu á strandstað.  Það verður að skipta um stjórn og  verulegan hluta þingmanna og kvenna.  Það er mikið verk fyrir höndum og nýir vendir sópa best.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband