Skuldir óreiðumanna og ICESAVE gjaldþrot

Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Davíð Oddsson. „Við erum að ákveða að við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna," sagði Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, í Kastljósi í kvöld. Ríkið muni ekki borga skuldir bankanna „sem hafa farið dálítið gáleysislega."
Lesa meira

Auðvitað eiga þeir sem stofnuðu til þessara skulda utan Íslands að vera ábyrgir fyrir þeim.  En það sem veldur áhyggjum er þessi ICESAVE netbanki í Bretlandi sem nú stefnir í þrot.  Við Íslendingar virðumst ábyrg fyrir tryggingagreiðslum vegna innistæðna . Þessi upphæð er talin um 500 milljarðar íslkr.  Hver gaf heimild fyrir þessari ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á þessum banka í Bretlandi ?  Hver er ábyrgur ?   Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna ,segir Seðlabankastjóri.  Þessi skuldaábyrgð Landsbankaóreiðumanna hlýtur að vera okkur íslendingum óviðkomandi...er það ekki ?

Það er beðið svara.

 


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að auka veiðiheimildir ?


 Landróðrarbátar- krókaveiðar

Grundarfjörður Nú er útrásarævintýrinu er lokið og með risavöxnum skelli fyrir þjóðina. Neyðarlög hafa verið sett í landinu og útrásarpakkinn skorinn frá hinu nýja íslenska hagkerfi sem nú er að hefja sín fyrstu spor- til framtíðar.

Ekki er vafi á að við þurfum á öllum okkar mannauð að halda þar sem beitt er hugviti og atorku - þar liggja okkar tækifæri.

Við höfum mikil náttúruauðævi í okkar höndum. Þau auðævi eru þeir sjóðir sem eru og verða undistaða velferðar þjóðarinnar. Nú ríður á að nýta þau skynsamlega og ekki af þeirri ævintýramennsku sem einkenndi útrásina í fjármálum og varð henni að falli.

Við eigum gott land til landbúnaðar. Við eigum gnótt orku í fallvötnum og jarðvarma .Við eigum ennþá gjöful fiskimið. Og nú þegar að kreppir um stund og mikil þörf á  verðmætasköpun til að afla mikilvægs gjaldeyris- þá er eðlilega hugað að því hvað okkur kemur fyrst að gangi með öflugum hætti.  Aukin framleiðsla í landbúnaði tekur nokkur ár. Sama er að segja um nýtingu orkunnar, þar eru nokkur ár sem fara í uppbyggingu áður en arður fer að skila sér. Þá er það fiskurinn í sjónum. Aukin sókn í sjávarafla skilar þjóðarbúinu gjaldeyris mjög fljótt- þar liggur okkar fyrsta tækifæri. Nú um sinn hefur úthlutun á veiðiheimildum verið í sögulegu lágmarki að ráði Hafró. Ekki eru allir á eitt sáttir með þá ráðgjöf. Sjómenn sem árum og áratugum saman hafa stundað fiskveiðar við landið eru yfirleitt á öndverðum meiði- verða varir við mikinn fisk, einkum þorsk.  

Nú þegar þjóðin verður fyrir þessu efnahagsáfalli verður að skoða mjög alvarlega með að auka veiðiheimildir. Það má hugsa sér 50-60 þús tonn af þorski í eitt ár  - meðan verið er að styrkja fjármálastöðuna á öðrum vettvangi. Þá er það aðferðin sem verður viðhöfð vegna þessa viðbótarafla. Er vitlegt að setja aukinn kvóta til núverandi kvótahafa ?  Mér finnst það ekki koma til greina.  Aukningin færi á mjög fáa aðila og myndi litlu breyta í atvinnulegutilliti á landsvísu auk þess eru viðkomandi með mjög dýran skipaflota í rekstri þannig að alltof mikið færi í sjálft sig.  Það sem mér finnst mikilvægast ,ef af viðbótaúthlutun yrði, að hún yrði skilyrt til landróðarabáta , dreift á sjávarbyggðir landsins. Arðurinn af krókaveiðum yrði mjög mikill vegna lítils sóknakostnaðar. Sjávarbyggðirnar myndu styrkjast . Vermætasköpunin í dýrmætum gjaldeyri yrði meiri.  Síðast en ekki síst gæti þessi háttur orðiðtil undirbyggingar þess að hið rangláta kvótakerfi yrði endurskoðað til aukinar velsældar fyrir byggðir landsins.

 

Þetta finnst mér.

 

 


Vegastæði um Teigsskóg fellt úr gildi

 Frá Þorskafirði- Teigsskógur

Séð út Þorskafjörð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð umhverfisráðherra frá því í janúar 2007 þar sem fallist var á svonefnda leið B í öðrum áfanga Vestfjarðavegar frá Bjarkarlundi til Eyri í Reykhólahreppi.

Nokkrir landeigendur á svæðinu, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands höfðuðu málið og kröfðust ógildingar.

 Lesa meira

 Þetta þýðir að vegagerð um Teigsskóg  í vestanverðum Þorskafirði er hafnað svo og þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar.

 Frá  Teigsskógi                                                        Vegastæði í Teigsskógi 

Teigsskógur  er víðáttumesti náttúrulegi birkiskógurinn á Vestfjörðum og mjög stór á landsvísu. Teigsskógur er upprunalegur birkiskógur með reynitrjám og miklum undirgróðri, sem er einstakur. Teigsskógur er á náttúruminjaskrá auk þess sem fornminjar eru nokkrar á svæðinu. Dýralíf er mikið enda svæðið afskekkt  og afar fjölskrúðugt náttúrufar.

Með þessum úrskurði hefur umhverfisvernd á Íslandi unnið  merkan  sigur. 

 Er einhver jafngóður eða betri kostur í stöðunni varðandi samgöngubætur þarna ?

Bent hefur verið á fara með veginn í göngum um Hjallaháls yfir í Djúpafjörð og síðan í öðrum göngum frá botni Gufudals, þvert yfir í Kollafjörð. Þessi leið myndi stytta leiðina frá því sem nu er um 20 km og  yrði 8 km styttri en leið um Teigskóg og það sem meira er , sennilega yrði kostnaður minni.

Þessum úrskurði Héraðsdóms  Reykjavíkur er fagnað 

 


mbl.is Úrskurður um Vestfjarðaveg ógiltur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjör eldri borgara

 Frá Hafnarfirði- sólsetur-degi hallar

P9130003

Í gær þ. 16. september undirritaði Jóhanna Sigurðardóttir félags og tryggingamálaráðherra reglugerð sem tryggir lífeyrisþegum ákveðna lágmarksframfærslu á mánuði. Þessi lágmarksframfærsluupphæð er kr. 150 þúsund á mánuði fyrir einstakling og kr. 256 þúsund  á mánuði fyrir hjón, fyrir  skatt.  

Þessi reglugerð tekur nú þegar gildi. 

Fyrir einu ári síðan var lágmarksupphæð til einstaklings kr 126 þúsund á mánuði . Þetta er því  hækkun á lífeyri til aldraða  um 19 %  á einu ári og því er fagnað.

Frá því núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tók við stjórnartaumunum  vorið 2007 hafa orðið ýmsar mikilvægar umbætur gagnvart kjörum aldraða. 

  Afnám skerðingar frá almannatryggingum vegna tekna maka hafa verið afnumdar. Fyrir meira en  4000 þúsund eftilaunaþega var þetta mikil mannréttinda og kjarabót. Skerðingahlutfall vegna lífeyrissjóðstekna var fært úr 30 % í 25 %  þann 1. apríl sl. - hagur lífeyrissjóðaþega hefur styrkst. 

Frítekjumark atvinnutekna eftir 67 ára aldur hefur verið hækkað í kr. 100 þúsund á mánuði - án skerðinar á greiðslum frá almannatryggingum.

Skattleysismörk verða hækkuð í áföngum um kr. 20 þúsund á mánuði ofaná verðlagshækkanir.

Skerðing lífeyrisgreiðslna vegna séreignarsparnaðar verður afnumin um áramót. 

Efnaleg kjör eldri borgara hafa batnað það sem af er kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar.

Lífeyrissjóðsþegar bera enn skarðan hlut vegna skerðinga . Allar skerðinagar á greiðslum frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðstekna á að afnema. Fólkið er búið að greiða fulla skatta í áratugi sem m.a. ganga til almannatrygginga vegna ellilífeyris auk fullra greiðslna í lífeyrissjóði- þessar skerðingar eru því í raun afnám áunnina réttinda.  Sett hefur verið 90 þúsund kr. frítekjumark vegna fjármagnstekna- en þar er ekki tekið tillit til að 3/4 af  lífeyrissjóðstekjum eru í raun fjármagnstekjur- það veður að jafna.

En það hefur ýmislegt fleira áunnist -það eru hjúkrunarmálin.  Þreföldun á fjármagni hefur verið ráðstafað til heimahjúkrunar á næstu þremur árum. Það styrkir stöðu þeirra sem vilja og geta dvalið sem lengst á sínu heimili. Ákveðið hefur verið að auka hjúkrunarrými um 400 á næstu árum auk þess sem einbýlum verður fjölgað um 300 . Þetta er byggt á nákvæmri áætlun varðandi þörfina á landsvísu.

Ljóst er að núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks hefur tekið til hendinni . Langt tímabil stöðnunar og afturfarar  í málefnum eldri borgara er að baki .

Góðum áfanga er náð en margt bíður úrlausnar í málefnum aldraða - fólksins sem með vinnu sinni og elju hefur lagt drjúgan skerf til hinnar miklu uppbyggingar síðustu áratugina hér á landi...á langri starfsævi.

 


Stórfelld innlend orkunýting framundan fyrir bíla og skip

Leita leiða til að örva sjálfbæra orkugjafa

Geir H. Haarde. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á ráðstefu Alþjóða orkuráðsins í Lundúnum í dag, að íslensk stjórnvöld muni leita leiða, m.a. gegnum skattkerfið, til að örva notkun á sjálfbærum orkugjöfum.
Lesa meira

Þetta er ekkert smáræðis innlegg hjá Geir H. Haarde, forsætisráðherra okkar, á ráðstefnu Alþjóða orkuráðsins sem haldin var í London í dag.  Þjóð ,sem hóf nýtingu á jarvarma sínum til húsahitunar fyrir sjötíuárum síðan með þeim árangri að húsahitum með innfluttum orkugjafa er óþekkt í landinu, er trúverðug .   Þá nýtingu hófum við í kjölfar kreppunnar miklu sem skók heimsbyggðina á árunum 1930 og fram undir seinni heimstyrjöldina og lokahnykkurinn var tekinn í olíukreppunni á áttunda áratugnum. 

  Og nú erum við og kannski heimurinn allur að sigla inní slæma efnahagslægð ,kreppu.  Við þær aðstæður er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina að útrýma innfluttum orkugjöfum og hefja stórfellda nýtingu á okkar eigin auðæfum sem fólgin eru í jarðvarma og vatnsföllum með það að markmiði að allur fartækjaflotinn og skipaflotinn okkar verði knúinn af innlendri orku...

Hér er spennandi verkefni í burðarliðnum... 

Við erum í raun öfundsverð þjóð , að eiga þessi auðæfi í landinu.


mbl.is Leita leiða til að örva sjálfbæra orkugjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin fjölbreytni í auðlindanýtingu og umhverfisvæn.

Vilja tvöfalda framleiðsluna

Unnið við byggingu verksmiðju Becromal í Krossanesi á Akureyri í dag. Forsvarsmenn Becromal stefna að því að taka aflþynnuverksmiðju fyrirtækisins á Krossanesi við Akureyri í notkun fyrir jól og upplýst var í dag að þeir vonast til þess að tvöfalda framleiðsluna á næsta ári. Starfsmenn verða í fyrstu um 100 og verður þetta stærsta verksmiðja sinnar tegundar í heimi.
Lesa m

 Þetta eru góðar og jákvæðar fréttir. Umhverfisvæn framleiðsla og veitir nú þegar um eitt hundrað starfsmönnum vinnu- trygga vinnu. Og stefnt er því að tvöfalda framleiðslugetuna. Verksmiðjan er staðsett norðanlands- skammt utan Akureyrar. Loksins erum við að feta okkur í átt til meiri fjölbreytni í tengslum við okkar auðlindanýtingu og utan suðvesturhornsins.  Er þetta ekki hin rétta stefna ?  Mörg meðalstór og umhverfisvæn fyrirtæki sem veita fjölbreytt störf - hátæknistörf þar sem velmenntað starfslið nýtur verðugra verkefna og laun góð .  Álverin verða orðið yfirnæg ef Helguvík og Bakkaálverið verða að veruleika- sú orkukarfa er orðin yfirfull. 

Þessum áfanga er fagnað . 


mbl.is Vilja tvöfalda framleiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hruninn efnahagur ?

Það var fróðlegt viðtalið sem Egill Helgason hafði við Jónas Haralz fv.bankastjóra og  hagfræðing, í Silfri Egils . Jónas rakti í stuttu en afar skýru máli peningamál okkar Íslendinga allt frá fyrri heimstyrjöldinni og fram á okkar tíma. Ljóst er að allt fram á síðustu 10 árin vorum við í ýmsum myntbandalögum annarra þjóða og höfðum af því mikið gagn.

Á viðreisnarárunum uppúr 1960 var komið hér á stofn efnahagsstofnun sem hafði heildaryfirsýn varðandi efnahagsmál þjóðarinnar og var forsætisráðherra til ráðuneytis við stjórn efnahagsmálanna.   Á síðustu 10 árum hefur orðið mikil breyting hér á.  

Þjóðhagsstofnun (Efnahagsstofnun) var lögð niður í einhverju fússi af þáverandi forsætisráðherra , Davíð Oddssyni og verkefnum hennar dreift vítt og breitt milli ráðuneyta- heildaryfirsýn efnahagsmála hvarf- og svo er ennþá.  

Síðan var peningamálastefnunni gjörbreytt - fyrst með fljótandi krónu og síðan sjálfstæðri mynnt - íslensku krónunni.  Og nú er illt í efni. Skuldir bankanna nema um 10.000 milljörðum króna  en eignir á móti taldar um 8.000 milljarðar- en geta vel verið miklu minni. Heimilin í landinu skulda um 1.000 milljarða kr. Vextir á bilinu 18- 25 %  og verðbólga 14-15 % á ársgrunni.

Fasteignamarkaðurinn er hruninn- og framboð nýrra fasteigna milli 2- 3000 umfram þörf. Bílafloti okkar sá óhagkvæmasti í allri Evrópu.

Staða okkar er margfalt verri en í nokkru landi sem við berum okkar gjarnan saman við.

Eru ofantaldar staðreyndir ekki skýrt talandi um algjöran skort á heildaryfirsýn efnahagsmála og þar með stjórnleysis sl . 10 árin ?   Og er peningastefnan ekki algjörlega hrunin ?

Það virðist sem að enginn viti neitt um efnahaginn. Seðlabankinn lýsti 125 milljarða viðskiptahalla í sl mánuði.  Bankarnir og viðskiptalífið skilja ekkert í þeirri útkomu.

Mér finnst að þjóðin sé í mjög slæmum málum og að stjórnvöld verði alvarlega að bretta upp ermarnar og koma skikki á ástandið til framtíðar.  

Virkjun og álver hér og þar er ekki forgangsmál að mati Jónasar Haralz.... Hann hefur menntunina, þekkinguna og reynsluna til að geta ráðlagt.


Bjallavirkjun - verður Langasjó fórnað ?

Landsvirkjun vill Bjallavirkjun


Rafmagnsmöstur við Sigölduvirkjun. Landsvirkjun vill koma svokallaðri Bjallavirkjun inn í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Bjallavirkjun yrði í Tungnaá, ofar en Sigölduvirkjun og myndi auka afkastagetu þeirrar virkjunar. Einnig myndi virkjun á svæðinu hafa áhrif á aðrar virkjanir á vatnasvæði Tungnaár- og Þjórsár, þar með talið þrjár fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá.

Þarna sýnist vera um að ræða að auka verulega nýtingu vatnsins allt að Búrfellssstöð og ef einhverjar virkjanir verða leyfðar í neðri Þjórsá - þá eykur það einning nýtni þeirra . Kannski verður þá ekki eins krefjandi að fara þar í þær umdeildustu ? 

En ein augljós hætta er þarna á ferðum - það er virkjun Langasjávar- leiðin þangað verður orðin mjög stutt. Og þegar Bjallavirkjun er orðin föst í sessi - þá er hætt við að háværar kröfur komi fram um að bæta Langasjó við þessa virkjanaflóru á Þjórsársvæðinu- og gera Langasjó að miðlunarlóni með því að veita Skaftá þar um. Við það  myndi Langisjór breytast úr fagurbláu háfjallavatni í forugan drullupoll og allt umhverfi Fögrufjalla lagt í rúst. ... Þeim gerningi verður að forða og innlima Langasjó í Vatnajökulsþjóðgarð- hið fyrsta.

 Frá  Langasjó-  náttúruperla á öræfumFrá Langasjó

 


mbl.is Landsvirkjun vill Bjallavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkjanaoffors og yfirgangur...

Jafnvel leitað til dómstóla vegna úrskurðar ráðherra

Þórunn Sveinbjarnardóttir Stjórn Samorku skorar á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína um sameiginlegt umhverfismat vegna virkjana, háspennulína og álvers á Norðausturlandi. Náist ekki ásættanleg niðurstaða í þeim efnum telur stjórn Samorku nauðsynlegt, með hliðsjón af alvarleika málsins, að dómstólar verði látnir skera úr um lögmæti úrskurðar umhverfisráðherra, vegna framtíðarhagsmuna orkuiðnaðarins.

Það er alveg með ólíkindum sá yfirgangur og frekja sem birtist okkur  almenningi frá þessum ofur virkjanasinnum.  Það á að vaða yfir allt og alla - landslög eru bara fyrir í æðibunuganginum.   Það kemur alveg skýrt fram hjá þessum flokki manna að umhverfismat allra þessara áætluðu framkvæmda sé eins og hver annar óþarfi sem engu máli skiptir- virkjað skal hvað sem öllu öðru líður.  Æðstastig umsagnar, umhverfisráðherra Íslands, varðandi umhverfismálin er lagður í einelti, sjálft lögformlegt framkvæmdavald.  Það er afar mikilvægt að um þau virkjana og stóriðjuverkefni sem framundan eru- fái bæði sátt og frið meðal þjóðarinnar.  Þess vegna er afar mikilvægt að heildstætt umhverfismat vegna þeirra áætluðu framkvæmda viðkomandi álveri á Bakka- fái nauðsynlegan vinnufrið... það er til mikils að vinna. Það er þessu verkefni ekki til framdráttar að efna til umróts meðal þjóðarinnar- sporin frá Kárahnjúkum hræða...

 


mbl.is Jafnvel leitað til dómstóla vegna úrskurðar ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raforkuvirkjun á Ströndum

 Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum

Hvalá

  Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum verði virkjuð til að bæta orkuöryggi Vestfirðinga, verði umhverfisáhrif innan marka.  Hann segir brýna þörf á að bæta orkuöryggi Vestfjarða. Framundan eru rannsóknir á svæðinu og umhverfismat, og verði niðurstöður þeirra jákvæðar gætu framkvæmdir hafist innan þriggja ára, segir Össur. Hann segir fyrirtæki og einstaklinga á Vestfjörðum hafa sýnt því áhuga að byggja, eiga og reka virkjunina. Á næstu mánuðum komi í ljós hvort þeim takist að afla fjár til verkefnisins. Takist það ekki, segist Össur telja að ríkið eigi að koma til skjalanna með sín raforkufyrirtæki og byggja Hvalárvirkjun. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV í dag 23.8.2008.

Vatnasvæði Hvalár á Ófeigsfjarðarheiði Hvalá 1

Hvalá á upptök sín á Ófeigsfjarðarheiði og skömmu áður en hún nær byggð hefur áin Rjúkandi , sem er mikið vatnsfall, sameinast henni. Mikið vatnasvæði er á Ófeigsfjarðarheiðinni sem kæmi til viðbótar þessum tveim stórvatnsföllum verði virkjað þarna. 

Í marga áratugi hafa komið fram hugmyndir um að virkja þessi miklu vatnsföll þarna norður á Ströndum en aldrei orðið af neinum framkvæmdum.  Þessi virkjun myndi styrkja Vestfjarðaorkukerfið stórlega og styrkja byggð á Vestfjörðum verulega.  

Fyrir mörgum áratugum reyndu bændur í Ófeigsfirði að virkja þarna vatnsfallið Húsá til heimabrúks en allt var af vanefnum gert og dugði sú virkjun í skamman tíma og sjást þar nú rústir einar . En nú skal staðið myndarlega að málum með allri tækni nútímans og fjármagni. 

Þessum mikilvæga virkjanakosti fyrir byggðirnar á Vestfjörðum er fagnað. 

 


Bylting í orkuöflun fyrir jarðvarmavirkjun

Eitt flóknasta borverkefni í heimi

Mynd 476084 Landsvirkjun og Jarðboranir hafa undirritað verksamning um borframkvæmdir á Kröflusvæðinu sem marka upphaf djúpborana á háhitasvæðum. Borholan verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Upphæð verksamningsins við Jarðboranir er rösklega 970 milljónir króna.

Þetta er gríðarlega spennandi verkefni .  Borun niður á 4500 metra dýpi er til mikils að vinna.  Sú orka sem fáanleg verður úr slíkri borholu jafngildir um 45 MW .  Núverandi borholur eru að gefa um 4- 5 MW hver.  Þannig að takist vel til er hér á ferðinni hrein bylting í orkuöflun á jarðhitasvæði.

Landsvirkjun og Jarðborunum er óskað velgengni við þetta mikilvæga verkefni. 

 


mbl.is Eitt flóknasta borverkefni í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjórn Helguvíkur og Bitru tekur völdin

 Náttúruperlum rústað fyrir stóriðju

 Frá Bitru. Fólkið burt- stóriðjan inn..Frá Ölkelduhálsi og Bitru
Bitruvirkjun á koppinn á ný

Segir hún ( Hanna Birna)að borgarstarfsmönnum verði ekki sagt upp og ekki verði dregið úr á velferðarsviðinu. Ýtt verði undir gróskumikið atvinnulíf til að mynda með því að útvega þá orku sem þarf. Rannsóknir vegna Bitruvirkunar verði settar í gang á ný og nýtt félag stofnað um útrás Orkuveitu Reykjavíkur.

Áður en kjör borgarstjóra fór fram gagnrýndu þau Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, og Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, nýjan meirihluta og sagði Ólafur hann meðal annars grundvallaðan á óheilindum og lygum.

Dagur sagði að mörgum borgarbúum líði þannig, að atkvæðin þeirra hafi verið hirt upp úr kjörkössunum og misnotuð í pólitískum hráskinnaleik.

Svandís sagði að nýr meirihluti í borgarstjórn snérist í raun um stóriðjustefnuna sem almenningur í landinu hefði hafnað. Sagði hún hann vera meirihluta ritstjóra Fréttablaðsins, Þorsteins Pálssonar, stóriðjumeirihluti.

Það er núna staðfest að eina markmiðið með því að búa til nýjan" meirihluta " í Borginni - var sá að setja stóriðjustefnuna á fulla ferð . "Ekkert stopp - höldum áfram " stefna  þessara tvegga flokka , Sjálfstæðisflokksins og örflokksins litla, Framsóknar - er afturgenginn- uppvakningur

Óskar Bergsson lýsti  hugarfarinu ágætlega þegar hann var spurður um framhald á Birtuvirkjun :  "Besti virkjunarkostur sem við eigum núna- stutt í háspennulínurnar á Hellisheiði- hagkvæmt".    Á þeim bænum skiptir Ölkelduháls og sú dýrmæta náttúruperla nákvæmlega engu máli . Fyrir peninga er allt falt. Það er veganesti þessa nýja meirihluta...   Verður friður meðal þjóðarinnar um þetta ??


mbl.is Hanna Birna kjörin borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áframhaldandi fylgishrun Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Borginni

 Ber er hver að baki...

Hanna Birna Kristjánsdóttir og Óskar Bergsson, oddvitar... Í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, kemur fram að 26,2% segjast styðja nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur. Er þetta álíka stuðningur og meirihluti D- og F-lista naut þegar hann var myndaður í janúar. 73,8% segjast ekki styðja meirihlutann.   

Myndin hér að ofan er orðin tákngerfingur þessa nýja meirihluta. Þau standa þarna tvö ein- Hanna Birna og Óskar Bergsson.   Fylgið að baki þeim er ekki á vetur setjandi. Rúmlega 26 % borgarbúa styðja þau , samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sl. laugardag.  Ætla mætti að hrifningaraldan væri þá í hámarki eftir allt fjölmiðla"sjóið" . 

 "Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann".  

Glundroðakenningin sem Sjálfstæðisflokkurinn er höfundur að gagnvart flokkum andstæðinga sinna, er að hitta hann sjálfan fyrir.  Meira en hálfrar aldar forysta í borgarmálefnum- er fyrir björg fallinn.

Fólkið í Borginni hafnar þeim vinnubrögðum sem Sjálfstæðisflokkur hefur viðhaft - væntanlega koma áhrifin einnig fram á landsvísu... 

 

.

 

 


mbl.is 26,2% segjast styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Bitruvirkjun að nýju bitbein þjóðar ?

 Frá Ölkelduhálsi og Bitru-útivistarhópur

P1010006 Kjartan Magnússon, formaður stjórnar OR, segir að ekki liggi fyrir nein ákvörðun um hvort farið verði út í framkvæmdir við Bitruvirkjun nú eftir slit á samstarfi sjálfstæðismanna og Ólafs F. Magnússonar. Það komi í ljós í málefnasamningi nýs meirihluta í borgarstjórn sem kynntur verður á fimmtudag.

Er það ekki einmitt segullinn sterki sem dregur þessi öfl sem eru ráðandi í hvorum flokki , saman ?  Peningamaskína þessara tveggja flokka - Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-hefur fallist í faðma.Hann var táknrænn kossinn sem Hanna Birna smellti á Óskar Bergson í upphafi fjölmiðlasýningarinnar í Ráðhúsinu í gærkvöldi.  

Alfreð Þorsteinsson var endurvakinn og sendur í sjónvarpsviðtal þar sem hann lýsti því sem staðreynd að Bitruvirkjun væri það sem málið snérist um og væri grunnur þessa stjórnarsáttmála milli flokkanna.    Annar maður (kona) á lista Framsóknar, Marsibil Sæmundardóttir , lýsir yfir andstöðu sinni við þetta meirihlutasamstarf  og styður ekki gjörninginn.  Lygarnar sem þjóðin hefur upplifað af hálfu þeirra sem að þessum meirihluta standa ,er ekki til að skapa traust og tiltrú á þessu fólki...

Undanfarinn áratug hefur þjóðinni verið sundrað vegna offors í virkajanmálum.  Það sýndist sem að farið væri að örla á sáttum.. Bitra var aflögð sem virkjanakostur fyrir nokkrum mánuðum í kjölfar mikillar mótmælaöldu.  Heildstætt umhverfismat hefur verið ákveðið með fyrirhugað Bakkaálver- línulagnir og orkuöflun.  Allt lofaði góðu með að vinnubrögð og val á virkjanakostum yrðu í sæmilegri sátt meðal þjóðarinnar.    Þá kemur þetta  180° umsnúningur.

Líklegt má telja að í hönd fari erfiðir tímar í þjóðlífinu - mótmælaöldur og sundrung .  Er mesta þörfin á því nú þegar í hönd fara tímar sem sátt meðal þjóðarinnar er nauðsynlegri en verið hefur í áratugi ?


mbl.is Bitruvirkjun á kortið á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

400 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða verða að veruleika

400 ný hjúkrunarrými
Ráðherrar kynna áætlun um um uppbyggingu hjúkrunarrýma í dag. Félags- og tryggingamálaráðherra hefur kynnt framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landsvísu til ársins 2012. Áætlunin gerir ráð fyrir 400 nýjum hjúkrunarrýmum sem er viðbót við þau hjúkrunarrými sem nú eru í notkun. Auk þess er gert ráð fyrir 380 rýmum til að breyta fjölbýlum í einbýli.

Allt að 15% af heildarfjölda hjúkrunarrýma verða nýtt til hvíldarinnlagna til stuðnings við aldraða í heimahúsum og aðstandendur þeirra. Þá er gert ráð fyrir hærra hlutfalli hjúkrunarrýma fyrir heilabilaða í samræmi við vaxandi þörf.

Ráðherrann í ríkisstjórninni, hún Jóhanna Sigurðardóttir, lætur svo sannarlega hendur standa fram úr ermum við sína stjórnsýslu. Eitt af mikilvægustu kosningaáherslum Samfylkingarinnar var einmitt að fjölga yrði hjúkrunarrýmum fyrir aldraða um ekki minna en 400 . Nú þegar rúmt ár er liðið frá því Jóhanna settist í ráðherrastól ,félags og tryggingamála, er þessi mikla áhersla Samfylkingarinnar á úrbætur í öldrunarmálum , að verða að veruleika.

Þessum miklivæga áfanga í máefnum aldraða er fagnað. 

 


mbl.is 400 ný hjúkrunarrými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álversrekstur í Straumsvík tryggður til ársins 2037

 Ísal verksmiðjan í Straumsvík

Alcan verksmiðjan í Straumsvík

Landsvirkjun segir, að með samkomulagi, sem náðst hafi við Rio Tinto Alcan, eiganda álversins í Straumsvík, um tæknilegar endurbætur á álverinu, hækki raforkuverð og rekstur álversins sé tryggður til lengri tíma en ella eða til ársins 2037.

Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur Hafnfirðinga.  Þetta 40 ára gamla álfyrirtæki, er af stofni til  Svissnenskt , en síðan 2001 í eigu Alcan í Kanada og síðan Rio Tinto - Alcan .

Upphaflega var álverið með 30 þús. tonn/ári framleiðslugetu en um tíðina smá stækkað innan upphaflegu lóðamarka og er þessi nýi áfangi með sama sniði.  Hér verður um innri stækkun að ræða og engin útlitsbreyting á verksmiðjunni. Og eftir þessa framleiðsluaukningu verða framleidd í Ísalverksmiðjunni um 225 þús. tonn /ári

Fyrri stækkunarhugmynd sem Hafnfirðingar felldu  á vormánuðum 2007 , var í raun ný viðbótarverksmiðja og á stærð við Reyðarálsálverið- sá biti stóð í okkur Hafnfirðingum - fyrst og fremst vegna nálægðar við íbúðarbyggðina. 

Margir óttuðust þá að sú höfnun þýddi endalok verksmiðjunnar innan fárra ára. Þessi samningur eyðir allri óvissu um næstu 30 árin í rekstri.  Og orkuverð til okkar hækkar og tekjur Hafnarfjarðar aukast.

Á þeim 40 árum sem fyrirtækið hefur starfað hér í Hafnarfirði hefur ríkt góð sátt um reksturinn og öll samskipti við eigendurna- þess er vænst að svo verði áfram næstu 30 árin. 


mbl.is Álversrekstur tryggður til 2037
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að njóta sumars og íslenskrar náttúru

Það er fátt sem tekur fram hinu íslenska sumri.   Tíðarfarið sem leikið hefur við okkur þetta sumar , upphefur tilveruna svo um munar   Að njóta náttúru landsins við þessar aðstæður er sannarlega orkugefandi.  Ég  fór um síðast liðna helgi til Grundarfjarðar. Tilefnið var að fara í kayakróður frá Grundarfirði og um svæðið þar um kring. 

 Magnaður staður Grundarfjörður. Bakgrunnurinn með stórbrotin fjöll Snæfellsnesfjallgarðs , þar sem Helgrindur gnæfa yfir .

 Kirkjufell - miðnætursól

P1010027

    Og síðan hið stórbrotna  Kirkjufell, sem útvörður byggðarinnar- einstakt og ekki að undra þó hinn danski kóngur hafi ætlað staðnum veglegt kaupstaðavægi á sínum tíma.  

 

 

Lagt í róðurinn í blíðviðri - Kirkjufell

P1010059

 

 

 

 

 

 

 Um átta kílometrum norður af Grundarfirði og  sem einskonar útvörður er Melrakkaey. 

Melrakkaey rís úr sæ

P1010069 Eyjan er alfriðuð frá árinu 1971.  

Og aðalmarkmið okkar kayakfólksins , alls 9 talsins , var að taka land í Melrakkaey.   Leyfi fyrir landtöku höfðum við fengið hjá Umhverfisstofu , en við vorum á ferðinni eftir varptíma fugla.   Fresta varð för um einn dag vegna hvassviðris, en sunnudaginn 27 júlí 2008 gerði blíðviðri og ekki eftir neinu að bíða með róðurinn.

Róið var norður með Kirkjufellinu og útaf Kvíaós var stefnan tekin á Melrakkaeyna.  Eftir um tveggja klukkutíma róður var komið að eynni.

 
Toppskarfar á stuðlabergssillum

P1010075 Stórbrotin aðkoma- Melrakkaey er í raun einn stór stuðlabergsstöpull og með gróðurþekju að ofan.  Lundinn var í þúsundatali á sjónum , skarfar og ritur.  Allar klettasillur og stuðlabergssstöpplar þaktar toppskörfum í hundraðatali.

Aðkoma okkar kayakfólks truflaði byggðina ekkert , allt var með spekt.   Landtaka á eynni er aðeins möguleg á einum stað og  hann þröngur.  Lítill súgur var við eyna svo landtaka var auðveld.  

 

 Spakur toppskarfur í Melrakkaey

P1010081

Og þegar upp í fuglabyggðina var komið var okkur tekið sem góðum gestum. Það var nánast hægt að ganga að toppsköfrunum og klappa þeim- slík var spektin.  Lundabyggðin var síðan í grastónni , hola við holu - einhverjar þúsundir.  Merkilegur fugl lundinn, lifir 9 mánuði á hafi úti og verpur síðan í löngum moldarholum sem hann grefur sér og erfast lunda fram af lunda...

 

 

     Ritan á sína staði og allt í sátt

P1010087 Á öllu þessu var ljóst að þessi langa og virka friðun hafði heppnast - fullkomlega.

Viðhöfðum það á tilfinningunni að okkar aðkoma þarna væri sem landnámsmenn höfðu kynnst í árdaga.

 


              Krossnesviti

P1010096

 Og að lokinni góðri dvöl í Melrakkaey var stefna sett á Krossnesvita og síðan tekið land utan við Lárós skammt frá Búlandshöfða og lukum við róðrinum þar.    Alls um 18 km. kayakróður

Mögnuð sumarferð um óspillta íslenska náttúru. 

 

 


Loksins eðlilegur ferill vegna áætlaðra stórframkvæmda

Kort sem sýnir hvar fyrirhugað er að reisa álver við Bakka. Umhverfisráðherra hefur ógilt ákvörðun Skipulagsstofnunar og úrskurðað að heildstætt mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík og tengdra framkvæmda skuli fara fram.

Loksins  eru komin  fram eðlileg vinnubrögð við áætlaðar stórframkvæmdir.  Auðvitað á að meta allan heildarpakkann.  Bygging álvers er engin einangruð framkvæmd- áhrifin eru víðtæk- slík er stærðargráðan.  Verði niðurstaðan jákvæð fyrir byggingu þessa fyrirhugaða álvers- þá er að vænta meiri friðsemdar með framkvæmdina.  Þessu ber að fagna.

 


mbl.is Framkvæmdir metnar heildstætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa og útflutningsverðmæti

Lífskjör þjóðarinnar hafa öðru fremur markast af útflutningsverðmætum- um aldir.

Nú um nokkur ár virðast menn hafa talið að snúa mætti þessu við - óheftur innflutningur , langt umfram útflutningsverðmæti, hefur verið talið til marks um  frábær lífskjör þjóðarinnar.

Þessi mismunur á útflutningi og innflutningi nam allt að 26 %/ári,  innflutningi í vil. Sá mismunur var allur tekinn að láni erlendis. Skuldir hrúguðust upp og blaðran sprakk- harður veruleikinn blasir við- þessi lífskjör reyndust blekking- það er kreppa.

Meðal afleiðinga af þessu er svo sem versti bílafloti í Evrópu. Húsbyggingar langt umfram þörf.  Ofgnótt af alskyns dóti svo sem flatskjám, hjól og fellihýsum . Margar og  dýrar utanlandsferðir á ,mann á ári, svo eitthvað sé talið. Það á eftir að borga stóran hluta af öllu þessu dóti og lúxuslífi. Nú vill enginn lána okkur meir, nema á afar kjörum. 

Og hvaða verðmætasköpun verður að standa straum af þessu og áframhaldandi þokkalegum lífskjörum...  Fiskurinn úr sjónum, nýting orkuauðlindanna, ferðamanniðnaður- fjármálageirinn er lamaður sem stendur.  

Þá er það spurningin um hvar séu helstu vaxtarbroddarnir ?   Sjávarútvegur er ekki aflögufær frá því sem nú er. Ferðamannaiðnaður er í nokkurri óvissu vegna orkuverðs og skatta á loftslagsmál. Orkugeirinn ?

 Orkuflutningur
Raflínumastur Ljóst er að fjöldi virkjana sem tengist stóriðju eru uppgreiddar og mala okkur því gull í dag, meðan aðrar svo sem Kárahnjúkavirkjun og nýjustu jarðvarmavirkjanirnar eru skuldum vafðar.

Orkuverð er mjög hátt sem stendur og möguleikar okkar í orkusölu eru því mjög miklir.  Vandinn er að velja virkjanastaði svo og í hvað á að selja orkuna þannig að sæmileg sátt verði meðal þjóðarinnar.

Frá því virkjað var við Búrfell og Ísalverksmiðjan tók til starfa árið 1969 , þegar kosturinn var aðeins einn, álver, hafa möguleikar okkar á meiri fjölbreytni aukist verulega.

 Auk álvera eru boði , aflþynnuverksmiðjur, sólarrafhlöðufrumvinnsla og gagnaver. Álver hafa þann kost að um er að ræða sölu á miklu magni orku til mjög langs tíma ásamt því að orkukaupandinn eru öflug fyrirtæki á heimsvísu.

Hinir möguleikarnir sem fyrir hendi eru nota miklu minni orku en veita svipað hlutfall af störfum.  Nú má ljóst vera að veruleg áhætta er fólgin í því að vera með alla okkar orkusölu til einnar greinar- álveranna. 

 Hellisheiðarvirkjun

Hellisheiðarvirkjun

Saga áliðnaðar er að sveiflur verða á verði áls - þar skiptist á velgengni og kreppur. T.d  það fyrirtæki sem reisti Ísalverksmiðjuna í Straumsvík var á sínum tíma með þeim stærstu í greininni, í heiminum. Eftir álkreppuna 1988 hallaði undan fæti og árið 2000 leið það undir lok sem og áliðnaður í Sviss. Fyrirtæki í Norður Ameríku tóku við hér á landi og svo er enn.

 

Fyrir okkur Íslendinga sýnist því heppilegast að dreifa áhættunni og blanda orkusölunni á fleiri iðngreinar- við eigum núna val.

 

Ísal verksmiðjan í Straumsvík

Alcan verksmiðjan í Straumsvík

Við erum með þrjú álver í rekstri núna hér á landi- í Straumsvík, á Grundartanga og á Reyðarfirði alls um tæp 800.000 tonn af áli/ári. Nokkur raforkusala er einnig til kísilmálmsverksmiðjunnar á Grundartanga. 

Samkvæmt Kyotobókuninni rúmast eitt 280.000 tonna álver hér á landi til viðbótar, vegna loftsslagsmála fyrir árið 2012 . Þó eru á teikniborðinu og í framkvæmd tvö ný álver , hvort um sig um 280 þús. tonn ásamt 45 þús. tonna framleiðsluaukningu í Straumsvík eða alls um 600 þús. tonn/ ári 

    Verði þetta að veruleika er ljóst að við gefum loftsslagsmálum í heiminum - langt nef.

Er ekki affarasælast að byggðasjónarmið ráði miklu og álverið á Bakka við Húsavík verði að veruleika knúið af jarðgufuvirkjunum og hluti Þjórsár , neðan Búrfells,verði virkjaður fyrir framleiðsluaukningu í Straumsvík og restin ásamt jarðgufuvirkjun í Hverahlíð á Hellisheiði, fari til hinna nýju iðngreina sem taldar eru hér að ofan.

Síðan miðast framhaldið við þá losunarkvóta sem við kunnum að eignast eftir árið 2012... eða er það ekki ?

Samfara þessu þarf að móta hér nýja peninga og efnahagsstefnu til framtíðar og skapa nauðsynlegan stöðugleika- og ná verðbólgu í það horf sem gerist í löndunum í kringum okkur - í Evrópu.  Og ganga síðan í ESB og myntbandalag evrunar...


Harður dómur um íslenska einkabankakerfið

"Prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics, Robert Wade, gagnrýnir í grein sem hann skrifar í Financial Times ýmislegt á Íslandi. Segir hann að rót þess vanda sem íslenskt efnahagslíf glími nú við nái aftur til þess tíma er bankarnir voru einkavæddir. Það hafi verið gert í flýti og þar hafi stjórnmál ráðið för. Segir Wade að uppi sé orðrómur um að Samfylkingin ætli sér að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til nýrra kosninga."

Stöndum við á rústum nýfrjálshyggjunnar sem Sjálfstæðisflokkur með  fulltingi Framsóknarflokksins innleiddi hér með einkavinabankavæðingunni ? 

- Gengið fallið um 35-40 % á fáeinum  vikum

- Stefnir í > 20 % verðbólgu á haustmánuðum

- Fjöldaatvinnuleysi á haustmánuðum

- Vextir þeir hæstu í hinum vestræna heimi

- Skuldsettnasta þjóð í heimi

- Handónýtur gjaldmiðill

- Vanræksla varðandi gjaldeyrisforða og bindingu útlána - meðan tími var til

Úrræðatillögur stjórnvalda  : Reisa fleiri álver...

Þarf ekki að fara að vinda ofanaf vitleysunni og marka nýja peninga og efnahagsstefnu og koma á nauðsynlegum aga og taka upp nýjan og traustan gjaldmiðill...evruna ?? 

 


mbl.is Rót vandans einkavæðing íslensku bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband